Þær sem láta frysta eggin sín halda stöðu sinni á heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 10:02 Sloane Stephens lét frysta eggin sín á sínum tíma og fagnar sérstaklega nýrri reglugerð. Getty/Quinn Rooney Tenniskonur eru hvattar til að hugsa til framtíðar þegar kemur barneignum en þó á annan hátt en margir myndu halda. Við höfum heyrt mikið af mikilvægri baráttu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir fyrir því að knattspyrnukonur fái sitt barneignarleyfi en íþróttakonur gera farið aðra leið en að eignast barn strax. Þær geta líka undirbúið barneignir framtíðarinnar, þegar skórnir eru komnir upp á hillu, með því að nýta og varðveita eggin sín í dag. Yfirmenn Alþjóðlegu tennismótaraðarinnar, WTA, ætla þannig að hjálpa tenniskonum að huga að barneignum í framtíðinni með því að aðstoða þær við það að láta frysta eggin sín. Þær tenniskonur á WTA mótaröðinni sem hér eftir taka þá ákvörðun að láta frysta eggin sín munu um leið halda stöðu sinni á heimslistanum í tíu vikur. Breska ríkisútvarpið segir frá. Einhver þeirra, sem er meðal 750 hæstu á heimslistanum, hefur þennan möguleika ef þær eyða meira en tíu vikum frá keppni vegna aðgerðarinnar. Tenniskonan Sloane Stephens, sem hefur unnið átta mót á WTA mótaröðinni á sínum ferli, fór í slíka aðgerð á ferli sínum en notaði undirbúningstímabilið til þess. Hún fagnar þessari breytingu sem hefði hjálpað henni mikið á sínum tíma. „Í fyrsta skiptið sem ég gerði þetta þá flýtti ég mér of mikið til baka. Ég var þá of þung og ekki ánægð með mig. Stressið fór alveg með mig,“ sagði Sloane Stephens í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Í annað skiptið þá gerði ég þetta allt öðruvísi til að passa upp á það að ég væri í betra formi. Ég fór í aðgerðina en gaf mér meiri tíma til að koma til baka,“ sagði Stephens. „Með því að verja stöðu þína á heimslistanum þá eru tenniskonur ekki þvingaðar í það að koma til baka of snemma en með því eru þær heldur ekki að taka áhættu með heilsu sína. Þetta er það besta í stöðunni,“ sagði Stephens. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tennis Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Við höfum heyrt mikið af mikilvægri baráttu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir fyrir því að knattspyrnukonur fái sitt barneignarleyfi en íþróttakonur gera farið aðra leið en að eignast barn strax. Þær geta líka undirbúið barneignir framtíðarinnar, þegar skórnir eru komnir upp á hillu, með því að nýta og varðveita eggin sín í dag. Yfirmenn Alþjóðlegu tennismótaraðarinnar, WTA, ætla þannig að hjálpa tenniskonum að huga að barneignum í framtíðinni með því að aðstoða þær við það að láta frysta eggin sín. Þær tenniskonur á WTA mótaröðinni sem hér eftir taka þá ákvörðun að láta frysta eggin sín munu um leið halda stöðu sinni á heimslistanum í tíu vikur. Breska ríkisútvarpið segir frá. Einhver þeirra, sem er meðal 750 hæstu á heimslistanum, hefur þennan möguleika ef þær eyða meira en tíu vikum frá keppni vegna aðgerðarinnar. Tenniskonan Sloane Stephens, sem hefur unnið átta mót á WTA mótaröðinni á sínum ferli, fór í slíka aðgerð á ferli sínum en notaði undirbúningstímabilið til þess. Hún fagnar þessari breytingu sem hefði hjálpað henni mikið á sínum tíma. „Í fyrsta skiptið sem ég gerði þetta þá flýtti ég mér of mikið til baka. Ég var þá of þung og ekki ánægð með mig. Stressið fór alveg með mig,“ sagði Sloane Stephens í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Í annað skiptið þá gerði ég þetta allt öðruvísi til að passa upp á það að ég væri í betra formi. Ég fór í aðgerðina en gaf mér meiri tíma til að koma til baka,“ sagði Stephens. „Með því að verja stöðu þína á heimslistanum þá eru tenniskonur ekki þvingaðar í það að koma til baka of snemma en með því eru þær heldur ekki að taka áhættu með heilsu sína. Þetta er það besta í stöðunni,“ sagði Stephens. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Tennis Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira