Þær sem láta frysta eggin sín halda stöðu sinni á heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 10:02 Sloane Stephens lét frysta eggin sín á sínum tíma og fagnar sérstaklega nýrri reglugerð. Getty/Quinn Rooney Tenniskonur eru hvattar til að hugsa til framtíðar þegar kemur barneignum en þó á annan hátt en margir myndu halda. Við höfum heyrt mikið af mikilvægri baráttu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir fyrir því að knattspyrnukonur fái sitt barneignarleyfi en íþróttakonur gera farið aðra leið en að eignast barn strax. Þær geta líka undirbúið barneignir framtíðarinnar, þegar skórnir eru komnir upp á hillu, með því að nýta og varðveita eggin sín í dag. Yfirmenn Alþjóðlegu tennismótaraðarinnar, WTA, ætla þannig að hjálpa tenniskonum að huga að barneignum í framtíðinni með því að aðstoða þær við það að láta frysta eggin sín. Þær tenniskonur á WTA mótaröðinni sem hér eftir taka þá ákvörðun að láta frysta eggin sín munu um leið halda stöðu sinni á heimslistanum í tíu vikur. Breska ríkisútvarpið segir frá. Einhver þeirra, sem er meðal 750 hæstu á heimslistanum, hefur þennan möguleika ef þær eyða meira en tíu vikum frá keppni vegna aðgerðarinnar. Tenniskonan Sloane Stephens, sem hefur unnið átta mót á WTA mótaröðinni á sínum ferli, fór í slíka aðgerð á ferli sínum en notaði undirbúningstímabilið til þess. Hún fagnar þessari breytingu sem hefði hjálpað henni mikið á sínum tíma. „Í fyrsta skiptið sem ég gerði þetta þá flýtti ég mér of mikið til baka. Ég var þá of þung og ekki ánægð með mig. Stressið fór alveg með mig,“ sagði Sloane Stephens í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Í annað skiptið þá gerði ég þetta allt öðruvísi til að passa upp á það að ég væri í betra formi. Ég fór í aðgerðina en gaf mér meiri tíma til að koma til baka,“ sagði Stephens. „Með því að verja stöðu þína á heimslistanum þá eru tenniskonur ekki þvingaðar í það að koma til baka of snemma en með því eru þær heldur ekki að taka áhættu með heilsu sína. Þetta er það besta í stöðunni,“ sagði Stephens. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tennis Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Við höfum heyrt mikið af mikilvægri baráttu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir fyrir því að knattspyrnukonur fái sitt barneignarleyfi en íþróttakonur gera farið aðra leið en að eignast barn strax. Þær geta líka undirbúið barneignir framtíðarinnar, þegar skórnir eru komnir upp á hillu, með því að nýta og varðveita eggin sín í dag. Yfirmenn Alþjóðlegu tennismótaraðarinnar, WTA, ætla þannig að hjálpa tenniskonum að huga að barneignum í framtíðinni með því að aðstoða þær við það að láta frysta eggin sín. Þær tenniskonur á WTA mótaröðinni sem hér eftir taka þá ákvörðun að láta frysta eggin sín munu um leið halda stöðu sinni á heimslistanum í tíu vikur. Breska ríkisútvarpið segir frá. Einhver þeirra, sem er meðal 750 hæstu á heimslistanum, hefur þennan möguleika ef þær eyða meira en tíu vikum frá keppni vegna aðgerðarinnar. Tenniskonan Sloane Stephens, sem hefur unnið átta mót á WTA mótaröðinni á sínum ferli, fór í slíka aðgerð á ferli sínum en notaði undirbúningstímabilið til þess. Hún fagnar þessari breytingu sem hefði hjálpað henni mikið á sínum tíma. „Í fyrsta skiptið sem ég gerði þetta þá flýtti ég mér of mikið til baka. Ég var þá of þung og ekki ánægð með mig. Stressið fór alveg með mig,“ sagði Sloane Stephens í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Í annað skiptið þá gerði ég þetta allt öðruvísi til að passa upp á það að ég væri í betra formi. Ég fór í aðgerðina en gaf mér meiri tíma til að koma til baka,“ sagði Stephens. „Með því að verja stöðu þína á heimslistanum þá eru tenniskonur ekki þvingaðar í það að koma til baka of snemma en með því eru þær heldur ekki að taka áhættu með heilsu sína. Þetta er það besta í stöðunni,“ sagði Stephens. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Tennis Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira