Þetta eru börnin sem ég hef áhyggjur af í skólakerfinu Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 12. júní 2025 10:47 Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa góðar fyrirmyndir sem hafa kennt þeim að sýna hugrekki og seiglu til að ná markmiðum sínum. Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa tileinkað sér vaxandi hugarfar. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem tala sig sjálf niður og vaða yfir aðra með yfirgangi og skítkasti. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem sjá ekki tilganginn með því að læra það sem verið er að kenna þeim í skyldunáminu. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segja að þau þurfi ekki að læra því þau ætli að verða Youtube-arar eða samfélagsmiðlastjörnur þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segjast ekki þurfa að vera í skóla því að foreldrar þeirra hafi það fínt þrátt fyrir að hafa enga menntun. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem búa í samfélagi sem þau vita ekkert um né hafa nokkurn áhuga á að kynnast. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa hvorki góðan grunn í móðurmáli sínu né því tungumáli sem talað er í því landi sem þau búa í. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem koma hingað til landsins og segjast ekki ætla að læra íslensku því að þau ætli ekki að búa hér á landi þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem ekki er talað við né lesið fyrir heima. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem eru fædd hér á landi eða eru aðflutt og hafa ekki orðaforða til að skilja það sem þau heyra. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa ekki góðar fyrirmyndir í lífinu. Það er erfitt og oft á tíðum ógerlegt að kenna barni eða leiðbeina sem vill ekki læra eða taka leiðsögn. Allt of mörg börn fara í gegnum skyldunám sitt hér á landi með hangandi haus og ætla síðan að taka sig á í 10. bekk til að komast inn í rétta skólann en staðreyndin er sú að þú þjappar ekki tíu ára skólagöngu á eitt ár. Þeir kennarar sem ég hef starfað með og þekki til eru flestir boðnir og búnir til að finna leiðir sem henta þeirra nemendum til að ná sem mestum árangri. Margir þessir kennarar eru með hugann við starf sitt út fyrir hefðbundinn vinnutíma og eru tilbúnir að ganga skrefinu lengra til farsældar fyrir börn. En þrátt fyrir þessi auka skref þá gengur oft erfiðlega að ná til ákveðins hóps nemenda. Oft er sagt á tyllidögum að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og eru það orð að sönnu. Það þarf hugrekki til að vera gott foreldri. Góð gildi þarf að kenna og mennskuna að næra. Vegferð hvers einstaklings byrjar við fæðingu og skiptir miklu máli að byggja sterkan grunn strax frá byrjun. Hlutverk foreldra er veigamikið og gott samstarf við þá sem eru inni í lífi hvers barns mikilvægt. Núna eru grunnskólanemendur farnir út í sumarið. Sum þeirra hafa gott og sterkt bakland en önnur ekki. Hjálpumst að við að byggja bjargir og finna verkfæri til að hjálpa þeim börnum sem standa höllum fæti. Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Gleðilegt barnvænt sumar, Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í KFR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa góðar fyrirmyndir sem hafa kennt þeim að sýna hugrekki og seiglu til að ná markmiðum sínum. Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa tileinkað sér vaxandi hugarfar. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem tala sig sjálf niður og vaða yfir aðra með yfirgangi og skítkasti. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem sjá ekki tilganginn með því að læra það sem verið er að kenna þeim í skyldunáminu. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segja að þau þurfi ekki að læra því þau ætli að verða Youtube-arar eða samfélagsmiðlastjörnur þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segjast ekki þurfa að vera í skóla því að foreldrar þeirra hafi það fínt þrátt fyrir að hafa enga menntun. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem búa í samfélagi sem þau vita ekkert um né hafa nokkurn áhuga á að kynnast. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa hvorki góðan grunn í móðurmáli sínu né því tungumáli sem talað er í því landi sem þau búa í. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem koma hingað til landsins og segjast ekki ætla að læra íslensku því að þau ætli ekki að búa hér á landi þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem ekki er talað við né lesið fyrir heima. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem eru fædd hér á landi eða eru aðflutt og hafa ekki orðaforða til að skilja það sem þau heyra. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa ekki góðar fyrirmyndir í lífinu. Það er erfitt og oft á tíðum ógerlegt að kenna barni eða leiðbeina sem vill ekki læra eða taka leiðsögn. Allt of mörg börn fara í gegnum skyldunám sitt hér á landi með hangandi haus og ætla síðan að taka sig á í 10. bekk til að komast inn í rétta skólann en staðreyndin er sú að þú þjappar ekki tíu ára skólagöngu á eitt ár. Þeir kennarar sem ég hef starfað með og þekki til eru flestir boðnir og búnir til að finna leiðir sem henta þeirra nemendum til að ná sem mestum árangri. Margir þessir kennarar eru með hugann við starf sitt út fyrir hefðbundinn vinnutíma og eru tilbúnir að ganga skrefinu lengra til farsældar fyrir börn. En þrátt fyrir þessi auka skref þá gengur oft erfiðlega að ná til ákveðins hóps nemenda. Oft er sagt á tyllidögum að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og eru það orð að sönnu. Það þarf hugrekki til að vera gott foreldri. Góð gildi þarf að kenna og mennskuna að næra. Vegferð hvers einstaklings byrjar við fæðingu og skiptir miklu máli að byggja sterkan grunn strax frá byrjun. Hlutverk foreldra er veigamikið og gott samstarf við þá sem eru inni í lífi hvers barns mikilvægt. Núna eru grunnskólanemendur farnir út í sumarið. Sum þeirra hafa gott og sterkt bakland en önnur ekki. Hjálpumst að við að byggja bjargir og finna verkfæri til að hjálpa þeim börnum sem standa höllum fæti. Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Gleðilegt barnvænt sumar, Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í KFR
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun