Réðust á tómstundamiðstöð fyrir útlendinga þegar óeirðir héldu áfram Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 13:38 Hettuklæddir óeirðaseggir reyna að grýta lögreglumenn sem beina að þeim háþrýstidælum í Ballymena á Norður-Írlandi. Óeirðir gegn útlendingum hafa geisað þar þrjár nætur í röð. AP/Peter Morrison Grímuklæddir óeirðaseggir lögðu eld að tómstundamiðstöð sem er notuð sem skýli fyrir förufólk á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Fólkið í stöðinni hafði flúið óeirðir í bænum Ballymena sem hafa nú geisað þrjár nætur í röð. Friðsöm mótmæli vegna ásakana um alvarleg kynferðisbrot á hendur tveimur rúmenskumælandi táningspiltum snerust fljótt upp í óeirðir í bænum Ballymena á Norður-Írlandi á mánudag. Kveikt var í húsum og bílum og köstuðu óeirðaseggir eldsprengjum, múrsteinum og lausamunum í lögreglumenn. Rúmlega fjörutíu lögreglumenn hafa særst í óeirðunum í vikunni. Í gærkvöldi kveikti hópur grímuklæddra ungmenna í tómstundamiðstöð í bænum Larne þangað sem fólk sem varð fyrir árásum óeirðaseggja í Ballymena hafði verið flutt. Larne er um þrjátíu kílómetra austur af Ballymena. Rýma þurfti húsið en konur og börn tóku þátt í sundkennslu og líkamsrækt þegar eldur var borinn að stöðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að eldurinn hafi aðallega verið í móttöku hússins eða umtalsverðar reykskemmdir hafi orðið á húsnæðinu. Gordon Lyons, samfélagsmálaráðherra Norður-Írlands, sagði að orðrómur hefði farið á kreik um að tómstundastöðin yrði notuð til þess að hýsa útlendinga varanlega. Hann hafði sjálfur greint frá því á samfélagsmiðlum að fólkið hefði verið flutt í stöðina og hlaut bágt fyrir. Sjálfur sagðist hann hafa verið að reyna að eyða fölskum sögusögnum. Lögregluyfirvöld hafa kallað óeirðirnar rasískar í eðli sínu og að þær beinist að þjóðernisminnihlutum og lögreglumönnum. John O'Dowd, fjármálaráðherra Norður-Írlands, tók í sama streng og kallaði óeirðaseggina „rasíska óþokka“. Ballymena erum 30.000 manna bær um fjörutíu kílómetra norðvestur af Belfast. Bærinn hefur verið þekktur sem sterku vígi sambandssinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að herskáir hópar sambandssinna standi að óeirðunum nú. Norður-Írland Erlend sakamál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Friðsöm mótmæli vegna ásakana um alvarleg kynferðisbrot á hendur tveimur rúmenskumælandi táningspiltum snerust fljótt upp í óeirðir í bænum Ballymena á Norður-Írlandi á mánudag. Kveikt var í húsum og bílum og köstuðu óeirðaseggir eldsprengjum, múrsteinum og lausamunum í lögreglumenn. Rúmlega fjörutíu lögreglumenn hafa særst í óeirðunum í vikunni. Í gærkvöldi kveikti hópur grímuklæddra ungmenna í tómstundamiðstöð í bænum Larne þangað sem fólk sem varð fyrir árásum óeirðaseggja í Ballymena hafði verið flutt. Larne er um þrjátíu kílómetra austur af Ballymena. Rýma þurfti húsið en konur og börn tóku þátt í sundkennslu og líkamsrækt þegar eldur var borinn að stöðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að eldurinn hafi aðallega verið í móttöku hússins eða umtalsverðar reykskemmdir hafi orðið á húsnæðinu. Gordon Lyons, samfélagsmálaráðherra Norður-Írlands, sagði að orðrómur hefði farið á kreik um að tómstundastöðin yrði notuð til þess að hýsa útlendinga varanlega. Hann hafði sjálfur greint frá því á samfélagsmiðlum að fólkið hefði verið flutt í stöðina og hlaut bágt fyrir. Sjálfur sagðist hann hafa verið að reyna að eyða fölskum sögusögnum. Lögregluyfirvöld hafa kallað óeirðirnar rasískar í eðli sínu og að þær beinist að þjóðernisminnihlutum og lögreglumönnum. John O'Dowd, fjármálaráðherra Norður-Írlands, tók í sama streng og kallaði óeirðaseggina „rasíska óþokka“. Ballymena erum 30.000 manna bær um fjörutíu kílómetra norðvestur af Belfast. Bærinn hefur verið þekktur sem sterku vígi sambandssinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að herskáir hópar sambandssinna standi að óeirðunum nú.
Norður-Írland Erlend sakamál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira