Krefjast tveggja milljarða króna vegna vatnsleiðslunnar Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2025 15:23 Vestmannaeyjarbær hefur nú stigið það skref að stefna Vinnslustöðinni til bóktagreiðslu vegna skemmdar á vatnsleiðslu sem Huginn VE-55 olli 17. nóvember 2023. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir það þung skref að stíga að stefna einum af máttarstólum samfélagsins en það sé óhjákvæmilegt, Binni í Vinnslustöðinni er ekki til viðtals um málið. Vestmannaeyjabær hefur krafist tæpra tveggja milljarða króna í bætur af hálfu Vinnslustöðvarinnar, Huginn og VÍS. Þetta er fyrir það tjón sem skip þessara félaga, Huginn VE-55, olli á vatnsleiðslu í eigu bæjarins 17. nóvember 2023. Stefnan var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í dag. „Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt að íbúar hér í Vestmannaeyjum þurfi að bera skaðann af því í hærri gjöldum og sköttum að stórfellt gáleysi af hálfu útgerðar Hugins hafi valdið bæjarbúum milljarða tjóni. Sá á að bæta tjón sem veldur,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja í samtali við Vísi. Mikið tjón sem Eyjamenn máttu þola Bótakrafan er 1,9 milljarðar króna og er hún ítarlega rökstudd í stefnunni. Hún byggir meðal annars á því að það teljist fullsannað að tjóninu hafi verið valdið af stórfelldu gáleysi og að á því beri ofangreind félög fulla ábyrgð gagnvart íbúum Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hefur sagt það þung skref að stefna einum helsta máttarstólpa samfélagsins vegna málsins en hjá því verði einfaldlega ekki komist. Sameiginleg bókun allrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja um þetta í efni í fyrrasumar var svohljóðandi: „Bæjarstjórn styður niðurstöðu bæjarráðs að höfða dómsmál til að heimta fullar bætur fyrir það tjón sem útgerð Vinnslustöðvarinnar olli á vatnslögninni milli lands og Eyja. Fyrir liggur að tjónið nemur a.m.k. 1.500 milljónum króna en útgerðin og tryggingafélag hennar freista þess nú að takmarka bæturnar við um 360 milljónir króna, skv. heimildarákvæði í siglingalögum.“ Vinnslustöðin hafnar öllum viðræðum Þá segir að þrátt fyrir umrætt heimildarákvæði sé ekkert sem bannar Vinnslustöðinni að bæta að fullu það tjón sem fyrirtækið hefur valdið bæjarbúum. Það væri viðskiptaleg ákvörðun sem félaginu er fyllilega heimilt að taka. „Tjónið er gríðarlegt og nemur a.m.k. 300 þúsund krónum á hvern bæjarbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum með hækkun skatta og gjalda á meðan tjónvaldurinn sjálfur, Vinnslustöðin, sé eini málsaðilinn sem komi skaðlaus frá því tjóni sem hún olli.“ „Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson eða Binni í Vinnslustöðinni. Vinnslustöðin hefur alfarið hafnað óskum Vestmannaeyjabæ um viðræður vegna málsins og því telja bæjaryfirvöld óhjákvæmilegt annað en stefna henni. „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum,“ sagði Binni meðal annars. Dómsmál Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
„Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt að íbúar hér í Vestmannaeyjum þurfi að bera skaðann af því í hærri gjöldum og sköttum að stórfellt gáleysi af hálfu útgerðar Hugins hafi valdið bæjarbúum milljarða tjóni. Sá á að bæta tjón sem veldur,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja í samtali við Vísi. Mikið tjón sem Eyjamenn máttu þola Bótakrafan er 1,9 milljarðar króna og er hún ítarlega rökstudd í stefnunni. Hún byggir meðal annars á því að það teljist fullsannað að tjóninu hafi verið valdið af stórfelldu gáleysi og að á því beri ofangreind félög fulla ábyrgð gagnvart íbúum Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hefur sagt það þung skref að stefna einum helsta máttarstólpa samfélagsins vegna málsins en hjá því verði einfaldlega ekki komist. Sameiginleg bókun allrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja um þetta í efni í fyrrasumar var svohljóðandi: „Bæjarstjórn styður niðurstöðu bæjarráðs að höfða dómsmál til að heimta fullar bætur fyrir það tjón sem útgerð Vinnslustöðvarinnar olli á vatnslögninni milli lands og Eyja. Fyrir liggur að tjónið nemur a.m.k. 1.500 milljónum króna en útgerðin og tryggingafélag hennar freista þess nú að takmarka bæturnar við um 360 milljónir króna, skv. heimildarákvæði í siglingalögum.“ Vinnslustöðin hafnar öllum viðræðum Þá segir að þrátt fyrir umrætt heimildarákvæði sé ekkert sem bannar Vinnslustöðinni að bæta að fullu það tjón sem fyrirtækið hefur valdið bæjarbúum. Það væri viðskiptaleg ákvörðun sem félaginu er fyllilega heimilt að taka. „Tjónið er gríðarlegt og nemur a.m.k. 300 þúsund krónum á hvern bæjarbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum með hækkun skatta og gjalda á meðan tjónvaldurinn sjálfur, Vinnslustöðin, sé eini málsaðilinn sem komi skaðlaus frá því tjóni sem hún olli.“ „Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson eða Binni í Vinnslustöðinni. Vinnslustöðin hefur alfarið hafnað óskum Vestmannaeyjabæ um viðræður vegna málsins og því telja bæjaryfirvöld óhjákvæmilegt annað en stefna henni. „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum,“ sagði Binni meðal annars.
Dómsmál Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira