Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2025 16:19 María Heimisdóttir Landlæknir hefur svipt Guðmund Karl Snæbjörnsson, betur þekktan sem Kalla Snæ, læknaleyfi og alveg ljóst að það er ekki nokkuð sem Guðmundur Karl ætlar að láta yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust. vísir/anton brink Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. Guðmundur Karl, sem betur er þekktur sem Kalli Snæ á Facebook, þar sem hann hefur meðal annars barist fyrir veipi og gegn Covid-bólusetningum, hefur sent Maríu Heimisdóttur landlækni bréf þessa efnis. Guðmundur Karl hefur meðal annars komist í fréttirnar fyrir ósk um að fá að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Hann segir Embætti landlæknis hafa svipt sig læknaleyfi, dagsett 5. júní 2025, „vegna alvarlegrar gagnrýni minnar á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Ákvörðunin stenst ekki stjórnsýslulegar kröfur, þar sem mér barst ekki tilkynning um væntanlega sviptingu með sannanlegum hætti fyrr en í gær, 10. júní 2025, þegar ég sótti bréfið á pósthúsið kl. 15:00 skv. móttökukvittun,“ segir í bréfi Guðmundar Karls. Krefst umsvifalausrar ógildingar á sviptingunni Guðmundur Karl krefst tafarlausrar ógildingar á sviptingunni þar til málið fái löglega meðhöndlun, meðal annars vegna þess að Landlæknir hljóti að skýra hvaða vísindi í gagnrýni hans teljist rangfærð eða röng. Þá krefst hann skýringa á meiðandi ásökunum, þar með talið „langvarandi brot gegn faglegum skyldum“ og „misnotkun á rétti til að stjá sig“ og þetta skuli landlæknir sanna með gögnum. Skammarlegt brot á réttindum hans sem borgara og læknis Ljóst er að Guðmundur Karl ætlar ekki að taka þessari sviptingu þegjandi því hann hefur einnig sent Umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hann krefst þess að umboðsmaður beiti sér fyrir því að sviptingin verði dregin til baka. „Þetta er skammarlegt og alvarlegt brot á réttindum mínum sem lækni og borgara og ég þoli engan áframhaldandi óþolandi seinkunar. Ég krefst strax viðbragða frá UA eigi síðar en innan 48 klukkustunda. Vanræksla á að bregðast við mun leiða til óhjákvæmilegra frekari aðgerða, þ.m.t. kæru til dómsstóla og alþjóðlegrar athygli.“ Kjartan Hreinn Njálsson hjá Landlæknisembættinu segir embættið ekki tjá sig um málefni einstakra heilbrigðisstarfsmanna þegar eftir því var leitað. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Rafrettur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Embætti landlæknis Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Sjá meira
Guðmundur Karl, sem betur er þekktur sem Kalli Snæ á Facebook, þar sem hann hefur meðal annars barist fyrir veipi og gegn Covid-bólusetningum, hefur sent Maríu Heimisdóttur landlækni bréf þessa efnis. Guðmundur Karl hefur meðal annars komist í fréttirnar fyrir ósk um að fá að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Hann segir Embætti landlæknis hafa svipt sig læknaleyfi, dagsett 5. júní 2025, „vegna alvarlegrar gagnrýni minnar á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Ákvörðunin stenst ekki stjórnsýslulegar kröfur, þar sem mér barst ekki tilkynning um væntanlega sviptingu með sannanlegum hætti fyrr en í gær, 10. júní 2025, þegar ég sótti bréfið á pósthúsið kl. 15:00 skv. móttökukvittun,“ segir í bréfi Guðmundar Karls. Krefst umsvifalausrar ógildingar á sviptingunni Guðmundur Karl krefst tafarlausrar ógildingar á sviptingunni þar til málið fái löglega meðhöndlun, meðal annars vegna þess að Landlæknir hljóti að skýra hvaða vísindi í gagnrýni hans teljist rangfærð eða röng. Þá krefst hann skýringa á meiðandi ásökunum, þar með talið „langvarandi brot gegn faglegum skyldum“ og „misnotkun á rétti til að stjá sig“ og þetta skuli landlæknir sanna með gögnum. Skammarlegt brot á réttindum hans sem borgara og læknis Ljóst er að Guðmundur Karl ætlar ekki að taka þessari sviptingu þegjandi því hann hefur einnig sent Umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hann krefst þess að umboðsmaður beiti sér fyrir því að sviptingin verði dregin til baka. „Þetta er skammarlegt og alvarlegt brot á réttindum mínum sem lækni og borgara og ég þoli engan áframhaldandi óþolandi seinkunar. Ég krefst strax viðbragða frá UA eigi síðar en innan 48 klukkustunda. Vanræksla á að bregðast við mun leiða til óhjákvæmilegra frekari aðgerða, þ.m.t. kæru til dómsstóla og alþjóðlegrar athygli.“ Kjartan Hreinn Njálsson hjá Landlæknisembættinu segir embættið ekki tjá sig um málefni einstakra heilbrigðisstarfsmanna þegar eftir því var leitað.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Rafrettur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Embætti landlæknis Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Sjá meira