Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2025 16:19 María Heimisdóttir Landlæknir hefur svipt Guðmund Karl Snæbjörnsson, betur þekktan sem Kalla Snæ, læknaleyfi og alveg ljóst að það er ekki nokkuð sem Guðmundur Karl ætlar að láta yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust. vísir/anton brink Guðmundur Karl Snæbjörnsson hefur verið sviptur lækningaleyfi. Hann hefur krafist þess að endurmat fari fram á þeim gjörningi meðal annars á þeim forsendum að um hafi verið að ræða óeðlilega meðhöndlun. Guðmundur Karl, sem betur er þekktur sem Kalli Snæ á Facebook, þar sem hann hefur meðal annars barist fyrir veipi og gegn Covid-bólusetningum, hefur sent Maríu Heimisdóttur landlækni bréf þessa efnis. Guðmundur Karl hefur meðal annars komist í fréttirnar fyrir ósk um að fá að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Hann segir Embætti landlæknis hafa svipt sig læknaleyfi, dagsett 5. júní 2025, „vegna alvarlegrar gagnrýni minnar á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Ákvörðunin stenst ekki stjórnsýslulegar kröfur, þar sem mér barst ekki tilkynning um væntanlega sviptingu með sannanlegum hætti fyrr en í gær, 10. júní 2025, þegar ég sótti bréfið á pósthúsið kl. 15:00 skv. móttökukvittun,“ segir í bréfi Guðmundar Karls. Krefst umsvifalausrar ógildingar á sviptingunni Guðmundur Karl krefst tafarlausrar ógildingar á sviptingunni þar til málið fái löglega meðhöndlun, meðal annars vegna þess að Landlæknir hljóti að skýra hvaða vísindi í gagnrýni hans teljist rangfærð eða röng. Þá krefst hann skýringa á meiðandi ásökunum, þar með talið „langvarandi brot gegn faglegum skyldum“ og „misnotkun á rétti til að stjá sig“ og þetta skuli landlæknir sanna með gögnum. Skammarlegt brot á réttindum hans sem borgara og læknis Ljóst er að Guðmundur Karl ætlar ekki að taka þessari sviptingu þegjandi því hann hefur einnig sent Umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hann krefst þess að umboðsmaður beiti sér fyrir því að sviptingin verði dregin til baka. „Þetta er skammarlegt og alvarlegt brot á réttindum mínum sem lækni og borgara og ég þoli engan áframhaldandi óþolandi seinkunar. Ég krefst strax viðbragða frá UA eigi síðar en innan 48 klukkustunda. Vanræksla á að bregðast við mun leiða til óhjákvæmilegra frekari aðgerða, þ.m.t. kæru til dómsstóla og alþjóðlegrar athygli.“ Kjartan Hreinn Njálsson hjá Landlæknisembættinu segir embættið ekki tjá sig um málefni einstakra heilbrigðisstarfsmanna þegar eftir því var leitað. Heilbrigðismál Stjórnsýsla Rafrettur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Embætti landlæknis Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Guðmundur Karl, sem betur er þekktur sem Kalli Snæ á Facebook, þar sem hann hefur meðal annars barist fyrir veipi og gegn Covid-bólusetningum, hefur sent Maríu Heimisdóttur landlækni bréf þessa efnis. Guðmundur Karl hefur meðal annars komist í fréttirnar fyrir ósk um að fá að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Hann segir Embætti landlæknis hafa svipt sig læknaleyfi, dagsett 5. júní 2025, „vegna alvarlegrar gagnrýni minnar á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. Ákvörðunin stenst ekki stjórnsýslulegar kröfur, þar sem mér barst ekki tilkynning um væntanlega sviptingu með sannanlegum hætti fyrr en í gær, 10. júní 2025, þegar ég sótti bréfið á pósthúsið kl. 15:00 skv. móttökukvittun,“ segir í bréfi Guðmundar Karls. Krefst umsvifalausrar ógildingar á sviptingunni Guðmundur Karl krefst tafarlausrar ógildingar á sviptingunni þar til málið fái löglega meðhöndlun, meðal annars vegna þess að Landlæknir hljóti að skýra hvaða vísindi í gagnrýni hans teljist rangfærð eða röng. Þá krefst hann skýringa á meiðandi ásökunum, þar með talið „langvarandi brot gegn faglegum skyldum“ og „misnotkun á rétti til að stjá sig“ og þetta skuli landlæknir sanna með gögnum. Skammarlegt brot á réttindum hans sem borgara og læknis Ljóst er að Guðmundur Karl ætlar ekki að taka þessari sviptingu þegjandi því hann hefur einnig sent Umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hann krefst þess að umboðsmaður beiti sér fyrir því að sviptingin verði dregin til baka. „Þetta er skammarlegt og alvarlegt brot á réttindum mínum sem lækni og borgara og ég þoli engan áframhaldandi óþolandi seinkunar. Ég krefst strax viðbragða frá UA eigi síðar en innan 48 klukkustunda. Vanræksla á að bregðast við mun leiða til óhjákvæmilegra frekari aðgerða, þ.m.t. kæru til dómsstóla og alþjóðlegrar athygli.“ Kjartan Hreinn Njálsson hjá Landlæknisembættinu segir embættið ekki tjá sig um málefni einstakra heilbrigðisstarfsmanna þegar eftir því var leitað.
Heilbrigðismál Stjórnsýsla Rafrettur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Embætti landlæknis Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira