Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júní 2025 23:00 Fjölmenni var í Veröld á erindi Andreas Schleicher forstðumanns menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Vísir/Einar Höfundur PISA-prófanna segir íslenska skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats og segir að læra þurfi að nýta tæknina á skapandi hátt. Þetta kom fram í erindi hans á ráðstefnu á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem haldin var í Veröld - húsi Vigdísar á dögunum. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni og höfundur PISA-prófanna. Hann hélt erindi á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á dögunum þar sem hann fjallaði um áskoranir í menntakerfinu. Mikil umræða hefur átt sér stað á Íslandi um samræmt námsmat en samræmd próf hafa ekki verið lögð fyrir síðustu þrjú skólaár. Í haust verður hins vegar svokallaður Matsferill tekin í notkun í skólum landsins þar sem námsmat verður samræmt. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntasviðs hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Hann segir nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats.Vísir/Einar „Núna eru nemendur og skólar í blindflugi. Þeir fá mjög litla svörun um það hversu vel þeir ná markmiðum sínum. Þeir fá einkunnir en það er ekki hægt að bera þær saman. Það þarf að hafa trausta mælikvarða sem hjálpa nemendum að læra betur, sem hjálpa kennurum að kenna betur, sem hjálpa skólum að ná betri árangri.“ Andreas segir ýmislegt geta útskýrt af hverju árangur íslenskra nemenda hafi verið undir meðaltali miðað við jafnaldra í Evrópu. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn víða og þá þurfi að skoða vel tæknivæðingu samfélagsins. Þá þurfi nemendur að geta tengt og nýtt námið í sínu daglega lífi. „Það er ungt fólk á Íslandi sem segist ekki geta einbeitt sér í stærðfræðitímum af því það er ekki með snjallsímann sinn eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þyrfti að skoða betur. Við ættum að nota tæknina á meira skapandi hátt, en draga úr neyslutengdri notkun.“ „Mörg lönd hafa bannað snjallsíma í skólum, og það getur verið leið til að takast á við einkenni vandans. Ég held að fyrir yngri börn sé sennilega ráðlagt að gera það. En til framtíðar verðum við bara að bæta okkur í notkun tækninnar,“ segir Andreas. Alla innslagið má sjá í fréttinni hér að neðan. Skóla- og menntamál PISA-könnun Tækni Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Verndartollar marki vatnaskil í samskiptum við ESB Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sjá meira
Andreas Schleicher er forstöðumaður menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni og höfundur PISA-prófanna. Hann hélt erindi á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á dögunum þar sem hann fjallaði um áskoranir í menntakerfinu. Mikil umræða hefur átt sér stað á Íslandi um samræmt námsmat en samræmd próf hafa ekki verið lögð fyrir síðustu þrjú skólaár. Í haust verður hins vegar svokallaður Matsferill tekin í notkun í skólum landsins þar sem námsmat verður samræmt. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntasviðs hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Hann segir nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats.Vísir/Einar „Núna eru nemendur og skólar í blindflugi. Þeir fá mjög litla svörun um það hversu vel þeir ná markmiðum sínum. Þeir fá einkunnir en það er ekki hægt að bera þær saman. Það þarf að hafa trausta mælikvarða sem hjálpa nemendum að læra betur, sem hjálpa kennurum að kenna betur, sem hjálpa skólum að ná betri árangri.“ Andreas segir ýmislegt geta útskýrt af hverju árangur íslenskra nemenda hafi verið undir meðaltali miðað við jafnaldra í Evrópu. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn víða og þá þurfi að skoða vel tæknivæðingu samfélagsins. Þá þurfi nemendur að geta tengt og nýtt námið í sínu daglega lífi. „Það er ungt fólk á Íslandi sem segist ekki geta einbeitt sér í stærðfræðitímum af því það er ekki með snjallsímann sinn eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þyrfti að skoða betur. Við ættum að nota tæknina á meira skapandi hátt, en draga úr neyslutengdri notkun.“ „Mörg lönd hafa bannað snjallsíma í skólum, og það getur verið leið til að takast á við einkenni vandans. Ég held að fyrir yngri börn sé sennilega ráðlagt að gera það. En til framtíðar verðum við bara að bæta okkur í notkun tækninnar,“ segir Andreas. Alla innslagið má sjá í fréttinni hér að neðan.
Skóla- og menntamál PISA-könnun Tækni Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Verndartollar marki vatnaskil í samskiptum við ESB Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent