Æðstiklerkurinn hótar hefndum og drónaárásir eru hafnar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 13. júní 2025 07:18 Ayatollah Ali Khameini hótar grimmilegum hefndum. AP Photo/Muhammad Sajjad) Æðstiklerkur Írana, Ayjatollah Ali Khameini, lofar því að Ísraelum verði harðlega refsað fyrir hinar umfangsmiklu árásir sem gerðar voru á fjölmörg skotmörk í Íran í nótt. Nú þegar hafa borist fregnir af umfangsmiklum drónaárásum á Ísrael en drónarnir virðast ekki hafa komist í gegnum loftvarnakerfi ísraelska hersins, enn sem komið er hið minnsta. Ali Khameini hótaði Bandaríkjamönnum einnig hefndum en stjórnvöld þar vestra hafna því alfarið að hafa komið að árásinni með nokkrum hætti og segja Ísraela hafa verið eina að verki. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á skotmörk í Íran í nótt á að minnsta kosti fjórum stöðum í landinu Sprengingar heyrðust víða um höfuðborgina Teheran og þá segjast Ísraelar hafa ráðist að hernaðarlegum skotmörkum og á svæði þar sem Íranir hafa verið að þróa kjarnorkuáætlun sína. Enn er margt á huldu um hvað gerðist í nótt en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hafi verið að rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir voru að auðga úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldlauga. Einnig var ráðist að nokkrum af æðstu herforingjum Írana og einnig að helstu sérfræðingum Írana á sviði kjarnorku. Á meðal skotmarka voru íbúðarblokkir eins og þessi í norðurhluta Teheran, en einnig herstöðvar og rannsóknastofur.AP Photo/Vahid Salemi AP fréttaveitan segir að talið sé að Hossein Salami, yfirmaður Íranska byltingarvarðarins, skæðustu hersveita Írans sé á meðal hinna föllnu og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs Íranska hersins. Viðræður milli Írana og Bandaríkjamanna varðandi kjarnorkuáætlun þeirra fyrrnefndu hafa verið í gangi í nokkurn tíma en í vikunni bárust þær fregnir að þær viðræður hafi siglt í strand. Í gær var svo greint frá því að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að flytja sendiráðstarfsfólk frá Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem óttast væri að Ísraelar væru að undirbúa árás á Íran. Árásir næturinnar hafa að sjálfsögðu stóraukið spennuna í Miðausturlöndum og hafa nágrannaríkin mörg hver annað hvort fordæmt árásirnar eða hvatt til stillingar. Það hafa helstu þjóðarleiðtogar heims einnig gert sem og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Íran Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44 Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Nú þegar hafa borist fregnir af umfangsmiklum drónaárásum á Ísrael en drónarnir virðast ekki hafa komist í gegnum loftvarnakerfi ísraelska hersins, enn sem komið er hið minnsta. Ali Khameini hótaði Bandaríkjamönnum einnig hefndum en stjórnvöld þar vestra hafna því alfarið að hafa komið að árásinni með nokkrum hætti og segja Ísraela hafa verið eina að verki. Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á skotmörk í Íran í nótt á að minnsta kosti fjórum stöðum í landinu Sprengingar heyrðust víða um höfuðborgina Teheran og þá segjast Ísraelar hafa ráðist að hernaðarlegum skotmörkum og á svæði þar sem Íranir hafa verið að þróa kjarnorkuáætlun sína. Enn er margt á huldu um hvað gerðist í nótt en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hafi verið að rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir voru að auðga úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldlauga. Einnig var ráðist að nokkrum af æðstu herforingjum Írana og einnig að helstu sérfræðingum Írana á sviði kjarnorku. Á meðal skotmarka voru íbúðarblokkir eins og þessi í norðurhluta Teheran, en einnig herstöðvar og rannsóknastofur.AP Photo/Vahid Salemi AP fréttaveitan segir að talið sé að Hossein Salami, yfirmaður Íranska byltingarvarðarins, skæðustu hersveita Írans sé á meðal hinna föllnu og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs Íranska hersins. Viðræður milli Írana og Bandaríkjamanna varðandi kjarnorkuáætlun þeirra fyrrnefndu hafa verið í gangi í nokkurn tíma en í vikunni bárust þær fregnir að þær viðræður hafi siglt í strand. Í gær var svo greint frá því að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að flytja sendiráðstarfsfólk frá Bagdad, höfuðborg Íraks, þar sem óttast væri að Ísraelar væru að undirbúa árás á Íran. Árásir næturinnar hafa að sjálfsögðu stóraukið spennuna í Miðausturlöndum og hafa nágrannaríkin mörg hver annað hvort fordæmt árásirnar eða hvatt til stillingar. Það hafa helstu þjóðarleiðtogar heims einnig gert sem og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Íran Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44 Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Ísraelar gera árásir á Íran Ísraelski herinn hefur gert það sem forsvarsmenn hersins kalla „fyrirbyggjandi árásir“ á skotmörk í Íran. Forsvarsmennirnir segja árásirnar beinast að kjarnorkuvopnaáætlun klerkastjórnar Íran og munu árásir hafa verið gerðar á „tugi skotmarka“ sem eiga að tengjast þeirri áætlun. Þær hafa meðal annars verið gerðar á Tehran, höfuðborg Íran. 13. júní 2025 00:44
Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Embættismenn í Bandaríkjunum og í Evrópu segja útlit fyrir að yfirvöld í Ísrael séu að undirbúa árásir á Íran. Slíkar árásir gætu verið gerðar á næstu dögum og hafa áhyggjur af árásum og svarárásum Írana leitt til þess að Bandaríkjamenn hafa fækkað starfsfólki í Mið-Austurlöndum. 12. júní 2025 11:55