Segja skellt á Skattinn og að „ofbeldi“ viðgangist í nefndinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2025 12:40 Þingmenn í atvinnuveganefnd eru ekki allir sammála um hvort þar inni séu viðhöfð vönduð vinnubrögð eða ekki. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa því sem þeir kalla ofbeldi í atvinnuveganefnd við afgreiðslu frumvarps um hækkun veiðigjalda. Nefndarmönnum hafi í gærkvöldi borist álit frá Skattinum þar sem bent er á reikningsskekkjur í frumvarpinu. Þrátt fyrir það verði fulltrúum Skattsins ekki boðið á fund nefndarinnar og málið verði afgreitt úr nefnd á aukafundi í morgun. Formaður nefndarinnar segir nóg komið af „væli og skæli“ minnihlutans. Hart var tekist á um veiðigjaldafrumvarpið á fundi Alþingis, líkt og svo margoft áður, þegar fundurinn hófst á umræðum um fundarstjórn forseta. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, reið á vaðið og greindi frá því að að nefndarmenn í atvinnuveganefnd hefðu fengið boð um að aukafundur yrði hjá nefndinni á morgun, þar sem til stæði að nefndarálit vegna veiðigjalda yrði afgreitt úr nefndinni. Í gærkvöldi hafi hins vegar borist upplýsingar frá Skattinum, sem hafi leitt í ljós skekkjur í útreikningum atvinnuvegaráðuneytisins sem liggi til grundvallar frumvarpinu. Bergþór Ólason segist vilja fá fulltrúa Skattsin fyrir atvinnuveganefnd til þess að skýra misræmi í reikningum atvinnuvegaráðuneytisins sem liggi til grundvallar frumvarpi um breytingar á veiðigjaldi. Það fái hann hins vegar ekki, og til standi að útskrifa nefndarálit um frumvarpið á aukafundi nefndarinnar á morgun.Vísir/Vilhelm „Það var óskað eftir því snemma í morgun að fá Skattinn fyrir nefndina, til að fara yfir þetta atriði og þetta misræmi. Því hefur verið hafnað,“ sagði Bergþór í pontu Alþingis við upphaf þingfundar klukkan 11. Hann biðlaði til Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, að stuðla að því að gestakomur fyrir nefndina vegna veiðigjalda fengju að klárast, þar sem allt útlit væri fyrir að nægur tími væri til þingloka. Samkvæmt dagskrá þingsins ætti síðasti þingfundur að vera í dag. Segir minnihlutann skæla og væla í þingforsetanum Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki á einnig sæti í atvinnuveganefnd, og kvaddi sér hljóðs. „Maður upplifir vinnubrögðin í háttvirtri atvinnuveganefnd þannig að það sé ekki hægt að líkja því við neitt annað en algjört ofbeldi,“ sagði Jón. Fjöldi umsagnaraðila hafi ekki fengið að koma fyrir nefndina, til að mynda Byggðastofnun og fjármálafyrirtæki sem reiknað hafi áhrif veiðigjaldanna. Jón Gunnarsson sté í pontu Alþingis og líkti vinnubrögðum atvinnuveganefndar við ofbeldi.Vísir/Vilhelm Þessi orð Jóns runnu ekki sérlega ljúflega niður hjá þingmönnum meirihlutans. Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar kom upp í pontu til að bera af sér sakir, og sagði að tekið yrði tillit til athugasemda Skattsins. „Að vera að kvarta hér og kveina yfir litlum gestakomum og að einhverjir fái ekki að koma hér með athugasemdir við þetta frumvarp, það er fáránlegt. Það hafa komið yfir 50 gestir á fundi nefndarinnar, og þetta skæl og væl hér í hæstvirtum forseta, það er bara ekki við hæfi. Það að fullorðnir menn skuli koma hér upp, þegar verið er að vanda til vinnubragða í þessu máli, það finnst mér ekki vera þeim til sóma,“ sagði Sigurjón. Sigurjón Þórðarson er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar alþingis.Vísir/Anton brink Stuttu síðar kom Jón Gunnarsson öðru sinni upp í pontu og sagðist draga í efa orð Sigurjóns um að yfir 50 gestir hafi komið fyrir nefndina til að ræða veiðigjaldafrumvarpið. Kallað hafi verið eftir lista yfir alla gesti sem fengið hafi að koma með umsögn um málið á þriðjudag, en sá listi ekki enn fengist afhentur. Síðar í umræðunum sagði hann einnig að orðanotkunin um ofbeldi hefði mögulega ekki verið rétt, og ástandinu innan nefndarinnar yrði best lýst sem lítilsvirðingu gagnvart þeim gestum sem komið hafi með athugasemdir við frumvarpið, sem ekki hafi verið hlustað á. Ólýðræðislegt segir Sigmar Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, var sömuleiðis ósáttur með umkvartanir minnihlutans, og gaf lítið fyrir þær. „Það er búið að taka inn fjölmarga gesti. Það er búið að taka tillit til fjölmargra sjónarmiða. Það er ekkert lýðræðislegt við það að minnihlutinn stöðvi mál meirihlutans,“ sagði Sigmar. Sigmari var ekki skemmt þegar stjórnarandstaðan kvartaði yfir vinnubrögðum meirihluta atvinnuveganefndar við vinnslu veiðigjaldafrumvarpsins.Vísir/Vilhelm Ítrekað hefur verið fjallað um að fyrsta umræða þingsins um veiðigjaldafrumvarpið sé sú lengsta sinnar tegundar síðan skrifstofa Alþingis hóf að halda utan um slíka tölfræði. Meirihlutinn hefur ítrekað sagt stjórnarandstöðuna hafa viðhaft málþóf í fyrstu umræðu, en á móti hefur minnihlutinn sagt að ræðutími í fyrstu umræðu sé takmarkaður, og því ómögulegt að viðhafa eiginlegt málþóf þar sem mál eru rædd út í hið óendanlega. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Hart var tekist á um veiðigjaldafrumvarpið á fundi Alþingis, líkt og svo margoft áður, þegar fundurinn hófst á umræðum um fundarstjórn forseta. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, reið á vaðið og greindi frá því að að nefndarmenn í atvinnuveganefnd hefðu fengið boð um að aukafundur yrði hjá nefndinni á morgun, þar sem til stæði að nefndarálit vegna veiðigjalda yrði afgreitt úr nefndinni. Í gærkvöldi hafi hins vegar borist upplýsingar frá Skattinum, sem hafi leitt í ljós skekkjur í útreikningum atvinnuvegaráðuneytisins sem liggi til grundvallar frumvarpinu. Bergþór Ólason segist vilja fá fulltrúa Skattsin fyrir atvinnuveganefnd til þess að skýra misræmi í reikningum atvinnuvegaráðuneytisins sem liggi til grundvallar frumvarpi um breytingar á veiðigjaldi. Það fái hann hins vegar ekki, og til standi að útskrifa nefndarálit um frumvarpið á aukafundi nefndarinnar á morgun.Vísir/Vilhelm „Það var óskað eftir því snemma í morgun að fá Skattinn fyrir nefndina, til að fara yfir þetta atriði og þetta misræmi. Því hefur verið hafnað,“ sagði Bergþór í pontu Alþingis við upphaf þingfundar klukkan 11. Hann biðlaði til Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, að stuðla að því að gestakomur fyrir nefndina vegna veiðigjalda fengju að klárast, þar sem allt útlit væri fyrir að nægur tími væri til þingloka. Samkvæmt dagskrá þingsins ætti síðasti þingfundur að vera í dag. Segir minnihlutann skæla og væla í þingforsetanum Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki á einnig sæti í atvinnuveganefnd, og kvaddi sér hljóðs. „Maður upplifir vinnubrögðin í háttvirtri atvinnuveganefnd þannig að það sé ekki hægt að líkja því við neitt annað en algjört ofbeldi,“ sagði Jón. Fjöldi umsagnaraðila hafi ekki fengið að koma fyrir nefndina, til að mynda Byggðastofnun og fjármálafyrirtæki sem reiknað hafi áhrif veiðigjaldanna. Jón Gunnarsson sté í pontu Alþingis og líkti vinnubrögðum atvinnuveganefndar við ofbeldi.Vísir/Vilhelm Þessi orð Jóns runnu ekki sérlega ljúflega niður hjá þingmönnum meirihlutans. Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar kom upp í pontu til að bera af sér sakir, og sagði að tekið yrði tillit til athugasemda Skattsins. „Að vera að kvarta hér og kveina yfir litlum gestakomum og að einhverjir fái ekki að koma hér með athugasemdir við þetta frumvarp, það er fáránlegt. Það hafa komið yfir 50 gestir á fundi nefndarinnar, og þetta skæl og væl hér í hæstvirtum forseta, það er bara ekki við hæfi. Það að fullorðnir menn skuli koma hér upp, þegar verið er að vanda til vinnubragða í þessu máli, það finnst mér ekki vera þeim til sóma,“ sagði Sigurjón. Sigurjón Þórðarson er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar alþingis.Vísir/Anton brink Stuttu síðar kom Jón Gunnarsson öðru sinni upp í pontu og sagðist draga í efa orð Sigurjóns um að yfir 50 gestir hafi komið fyrir nefndina til að ræða veiðigjaldafrumvarpið. Kallað hafi verið eftir lista yfir alla gesti sem fengið hafi að koma með umsögn um málið á þriðjudag, en sá listi ekki enn fengist afhentur. Síðar í umræðunum sagði hann einnig að orðanotkunin um ofbeldi hefði mögulega ekki verið rétt, og ástandinu innan nefndarinnar yrði best lýst sem lítilsvirðingu gagnvart þeim gestum sem komið hafi með athugasemdir við frumvarpið, sem ekki hafi verið hlustað á. Ólýðræðislegt segir Sigmar Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, var sömuleiðis ósáttur með umkvartanir minnihlutans, og gaf lítið fyrir þær. „Það er búið að taka inn fjölmarga gesti. Það er búið að taka tillit til fjölmargra sjónarmiða. Það er ekkert lýðræðislegt við það að minnihlutinn stöðvi mál meirihlutans,“ sagði Sigmar. Sigmari var ekki skemmt þegar stjórnarandstaðan kvartaði yfir vinnubrögðum meirihluta atvinnuveganefndar við vinnslu veiðigjaldafrumvarpsins.Vísir/Vilhelm Ítrekað hefur verið fjallað um að fyrsta umræða þingsins um veiðigjaldafrumvarpið sé sú lengsta sinnar tegundar síðan skrifstofa Alþingis hóf að halda utan um slíka tölfræði. Meirihlutinn hefur ítrekað sagt stjórnarandstöðuna hafa viðhaft málþóf í fyrstu umræðu, en á móti hefur minnihlutinn sagt að ræðutími í fyrstu umræðu sé takmarkaður, og því ómögulegt að viðhafa eiginlegt málþóf þar sem mál eru rædd út í hið óendanlega.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira