Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 13:11 Framkvæmdir við íþróttavöllinn á Húsavík, sem er kenndur við PCC, hófust í maí. Ætlunin er að halda þeim áfram þótt dregið verði verulega úr framkvæmdum og fjárfestingum í Norðurþingi í ár. Norðurþing Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. Um áttatíu manns missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka, stærsta sjálfstæða vinnuveitandanum í Norðurþingi, í tengslum við tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðjunnar. Stjórnendur versins vísa til erfiðleika á mörkuðum sem tengjast tollastríði í heimsviðskiptum. Byggðaráð Norðurþings samþykkti í gær að að draga verulega úr fyrirhuguðum framkvæmdum og fjárfestingum í samstæðu sveitarfélagsins. Upphaflega stóð til að þess fjárfestingar næmu milljarð króna á þessu ári en þær verða 715 milljónir króna samkvæmt breytingunum á fjárfestingar- og framkvæmdaáætluninni. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitastjóri í Norðurþingi, segir að lögð verði áhersla á verkefni sem séu þegar hafin eins og framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð og nýtt gervigras og stúku við íþróttavöllinn á Húsavík. „Almennt má segja að lagt er til að draga úr malbikunarframkvæmdum en lögð áhersla á verkefni sem snúa að barnafólki og fjölskyldum,“ segir sveitarstjórinn í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Skera niður á velferðarsviði, hjá hafnasjóði, slökkviliði og nefndum og ráðum Harðar kemur tekjutap sveitarfélagsins niður á hafnasjóði þess og slökkviliði. Búið er að samþykkja að vinna að hagræðingu hjá þessum tveimur deildum sem á að nema um sextíu milljónum króna á ársgrundvelli. Þá hefur sveitarstjórnin unnið að tillögum til hagræðingar í rekstri, ekki aðeins vegna rekstrarstöðvunarinnar heldur einnig kjarasamninga við kennara sem gerðir voru í vetur og kostuðu meira en sveitarfélög á landinu höfðu reiknað með. Nú hefur verið samþykkt að ráðast í tæplega hundrað milljón króna niðurskurð á ársgrundvelli. Hagræðingin á að nást hjá velferðarsviði sveitarfélagsins og í minni kostnaði við nefndir og ráð þess samkvæmt svari sveitarstjórans. Katrín segir fulltrúa sveitarfélagsins hafa fundað með forstjóra PCC, atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einstökum þingmönnum um stöðuna undanfarnar vikur. Nú síðast hafi þeir átt góðan fund með forsætisráðherra. Alls staðar hafi þau mætt góðum skilningi á mikilvægi kísilversins og framleiðslu þess. „Því getum við ekki annað en vonað að verksmiðja PCC komist í fullan gang sem allra fyrst aftur og við trúum því að allir leggist á eitt við það verkefni,“ segir Katrín. Norðurþing Stóriðja Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Um áttatíu manns missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka, stærsta sjálfstæða vinnuveitandanum í Norðurþingi, í tengslum við tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðjunnar. Stjórnendur versins vísa til erfiðleika á mörkuðum sem tengjast tollastríði í heimsviðskiptum. Byggðaráð Norðurþings samþykkti í gær að að draga verulega úr fyrirhuguðum framkvæmdum og fjárfestingum í samstæðu sveitarfélagsins. Upphaflega stóð til að þess fjárfestingar næmu milljarð króna á þessu ári en þær verða 715 milljónir króna samkvæmt breytingunum á fjárfestingar- og framkvæmdaáætluninni. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitastjóri í Norðurþingi, segir að lögð verði áhersla á verkefni sem séu þegar hafin eins og framkvæmdir við nýtt húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð og nýtt gervigras og stúku við íþróttavöllinn á Húsavík. „Almennt má segja að lagt er til að draga úr malbikunarframkvæmdum en lögð áhersla á verkefni sem snúa að barnafólki og fjölskyldum,“ segir sveitarstjórinn í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Skera niður á velferðarsviði, hjá hafnasjóði, slökkviliði og nefndum og ráðum Harðar kemur tekjutap sveitarfélagsins niður á hafnasjóði þess og slökkviliði. Búið er að samþykkja að vinna að hagræðingu hjá þessum tveimur deildum sem á að nema um sextíu milljónum króna á ársgrundvelli. Þá hefur sveitarstjórnin unnið að tillögum til hagræðingar í rekstri, ekki aðeins vegna rekstrarstöðvunarinnar heldur einnig kjarasamninga við kennara sem gerðir voru í vetur og kostuðu meira en sveitarfélög á landinu höfðu reiknað með. Nú hefur verið samþykkt að ráðast í tæplega hundrað milljón króna niðurskurð á ársgrundvelli. Hagræðingin á að nást hjá velferðarsviði sveitarfélagsins og í minni kostnaði við nefndir og ráð þess samkvæmt svari sveitarstjórans. Katrín segir fulltrúa sveitarfélagsins hafa fundað með forstjóra PCC, atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og einstökum þingmönnum um stöðuna undanfarnar vikur. Nú síðast hafi þeir átt góðan fund með forsætisráðherra. Alls staðar hafi þau mætt góðum skilningi á mikilvægi kísilversins og framleiðslu þess. „Því getum við ekki annað en vonað að verksmiðja PCC komist í fullan gang sem allra fyrst aftur og við trúum því að allir leggist á eitt við það verkefni,“ segir Katrín.
Norðurþing Stóriðja Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira