Sverrir Jónsson ráðinn skrifstofustjóri Alþingis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 14:02 Sverrir Jónsson er nýr skrifstofustjóri Alþingis. Vísir/Samsett Sverrir Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis. Hann tekur við embættinu í ágúst en þá lætur Ragna Árnadóttir, núverandi skrifstofustjóri, af embætti. Fram kemur á vef Alþingis að Sverrir hafi verið valinn úr hópi tuttugu umsækjenda. Tveir hafi dregið umsókn sína til baka í ráðningarferlinu. Þar segir að Sverrir hafi lokið BA-gráðu í hagfræði og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands, MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla og hefur auk þess stundað nám í leiðtogaþjálfun við Oxfordháskóla. Hann hefur frá árinu 2024 starfað sem sviðsstjóri sviðs stafrænna umbóta hjá Skattinum. Þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra rekstrar hjá EFTA, þar sem hann bar ábyrgð á rekstri og innri þjónustu samtakanna í Brussel, Genf og Lúxemborg. Þá starfaði hann í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, meðal annars sem skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu og síðar kjara- og mannsýslu ríkisins. Samhliða því var hann formaður samninganefndar ríkisins. Sverrir hefur, að mati forsætisnefndar, viðtæka stjórnunarreynslu, ríka umbótahugsun og hefur sýnt fram á framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Þá býr Sverrir yfir traustri þekkingu á stjórnskipan Íslands, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins. Sérstök þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd fór yfir og lagði mat á hæfni umsækjenda um embættið og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem hæfnisnefndin gerði tillögu um. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Sverrir yrði ráðinn í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Alþingi Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Fram kemur á vef Alþingis að Sverrir hafi verið valinn úr hópi tuttugu umsækjenda. Tveir hafi dregið umsókn sína til baka í ráðningarferlinu. Þar segir að Sverrir hafi lokið BA-gráðu í hagfræði og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands, MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla og hefur auk þess stundað nám í leiðtogaþjálfun við Oxfordháskóla. Hann hefur frá árinu 2024 starfað sem sviðsstjóri sviðs stafrænna umbóta hjá Skattinum. Þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra rekstrar hjá EFTA, þar sem hann bar ábyrgð á rekstri og innri þjónustu samtakanna í Brussel, Genf og Lúxemborg. Þá starfaði hann í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, meðal annars sem skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu og síðar kjara- og mannsýslu ríkisins. Samhliða því var hann formaður samninganefndar ríkisins. Sverrir hefur, að mati forsætisnefndar, viðtæka stjórnunarreynslu, ríka umbótahugsun og hefur sýnt fram á framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Þá býr Sverrir yfir traustri þekkingu á stjórnskipan Íslands, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins. Sérstök þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd fór yfir og lagði mat á hæfni umsækjenda um embættið og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem hæfnisnefndin gerði tillögu um. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Sverrir yrði ráðinn í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag.
Alþingi Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira