Sverrir Jónsson ráðinn skrifstofustjóri Alþingis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 14:02 Sverrir Jónsson er nýr skrifstofustjóri Alþingis. Vísir/Samsett Sverrir Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis. Hann tekur við embættinu í ágúst en þá lætur Ragna Árnadóttir, núverandi skrifstofustjóri, af embætti. Fram kemur á vef Alþingis að Sverrir hafi verið valinn úr hópi tuttugu umsækjenda. Tveir hafi dregið umsókn sína til baka í ráðningarferlinu. Þar segir að Sverrir hafi lokið BA-gráðu í hagfræði og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands, MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla og hefur auk þess stundað nám í leiðtogaþjálfun við Oxfordháskóla. Hann hefur frá árinu 2024 starfað sem sviðsstjóri sviðs stafrænna umbóta hjá Skattinum. Þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra rekstrar hjá EFTA, þar sem hann bar ábyrgð á rekstri og innri þjónustu samtakanna í Brussel, Genf og Lúxemborg. Þá starfaði hann í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, meðal annars sem skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu og síðar kjara- og mannsýslu ríkisins. Samhliða því var hann formaður samninganefndar ríkisins. Sverrir hefur, að mati forsætisnefndar, viðtæka stjórnunarreynslu, ríka umbótahugsun og hefur sýnt fram á framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Þá býr Sverrir yfir traustri þekkingu á stjórnskipan Íslands, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins. Sérstök þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd fór yfir og lagði mat á hæfni umsækjenda um embættið og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem hæfnisnefndin gerði tillögu um. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Sverrir yrði ráðinn í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Alþingi Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Sjá meira
Fram kemur á vef Alþingis að Sverrir hafi verið valinn úr hópi tuttugu umsækjenda. Tveir hafi dregið umsókn sína til baka í ráðningarferlinu. Þar segir að Sverrir hafi lokið BA-gráðu í hagfræði og atvinnulífsfræði frá Háskóla Íslands, MPA-prófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla og hefur auk þess stundað nám í leiðtogaþjálfun við Oxfordháskóla. Hann hefur frá árinu 2024 starfað sem sviðsstjóri sviðs stafrænna umbóta hjá Skattinum. Þar áður gegndi hann starfi framkvæmdastjóra rekstrar hjá EFTA, þar sem hann bar ábyrgð á rekstri og innri þjónustu samtakanna í Brussel, Genf og Lúxemborg. Þá starfaði hann í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, meðal annars sem skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu og síðar kjara- og mannsýslu ríkisins. Samhliða því var hann formaður samninganefndar ríkisins. Sverrir hefur, að mati forsætisnefndar, viðtæka stjórnunarreynslu, ríka umbótahugsun og hefur sýnt fram á framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Þá býr Sverrir yfir traustri þekkingu á stjórnskipan Íslands, hlutverki Alþingis og samspili hinna þriggja greina ríkisvaldsins. Sérstök þriggja manna ráðgefandi hæfnisnefnd fór yfir og lagði mat á hæfni umsækjenda um embættið og tók viðtöl við þá umsækjendur sem uppfylltu hæfniskröfur auglýsingarinnar. Nefndin skilaði skýrslu til þriggja manna undirnefndar forsætisnefndar og gerði grein fyrir mati sínu á því hvaða umsækjendur nefndin teldi hæfasta til að gegna embætti skrifstofustjóra Alþingis. Undirnefnd forsætisnefndar féllst á niðurstöður hæfnisnefndar og tók viðtöl við þá umsækjendur sem hæfnisnefndin gerði tillögu um. Að loknum þeim viðtölum lagði undirnefndin til við fullskipaða forsætisnefnd að Sverrir yrði ráðinn í embætti skrifstofustjóra. Tillagan var samþykkt á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag.
Alþingi Vistaskipti Stjórnsýsla Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Sjá meira