Táningurinn sem sökkti Man Utd á leið frá Kaupmannahöfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2025 19:30 Roony Bardghji fagnar hér marki sínu gegn Rauðu djöflunum. Vísir/Getty Images Hinn 19 ára gamli Roony Bardghji er á förum frá FC Kaupmannahöfn. Hann á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Danmerkurmeistarana og vill félagið selja hann í sumar frekar en að missa hann frítt um mitt tímabil. Roony hefur lengi vel verið einn efnilegasti leikmaður Norðurlandanna og skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði fjórða mark FCK í fræknum 4-3 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2023-24. Eftir markið gegn Rauðu djöflunum var talið líklegt að Roony myndi vera seldur fyrir dágóða summu sumarið 2024. Hann sleit hins vegar krossband áður en tímabilinu lauk og ekkert varð af félagaskiptunum. Vængmaðurinn knái sneri aftur undir lok nýafstaðins tímabils þar sem FCK vann tvöfalt. Það er ljóst að hann mun ekki skrifa undir nýjan samning í Kaupmannahöfn og því vill félagið selja hann sem fyrst. Meiðslin gera það að verkum að stærstu lið Evrópu eru ekki á höttunum á eftir Roony sem stendur. Marseille, sem sótti Angel Gomes nýverið á frjálsri sölu frá Lille, vill fá hann í sinar raðir. Ef til vill ætti Roony að fylla skarð Mason Greenwood sem er orðaður frá félaginu. Porto er einnig nefnt til sögunnar en stórlið Portúgals hafa undanfarið horft til Danmerkur í leit að leikmönnum. Má þar nefna kaup Sporting Lissabon á Conrad Harder og kaup Benfica á Andreas Schjelderup. Danski knattspyrnumiðillinn Bold greinir einnig frá að nokkur lið á Spáni séu áhugasöm en ekki kemur fram hvaða lið. Þá er Wolfsburg í Þýskalandi nefnt til sögunnar en félagið hefur mikla tengingu við FCK. Peter Christiansen er íþróttastjóri liðsins eftir að hafa sinnt sama starfi í Kaupmannahöfn og þá leika Kamil Grabara og Denis Vavro, fyrrum samherjar Roony, með liðinu. Alls hefur Roony spilað 84 leiki fyrir FCK, skorað 15 mörk og gefið eina stoðsendingu. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Roony hefur lengi vel verið einn efnilegasti leikmaður Norðurlandanna og skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði fjórða mark FCK í fræknum 4-3 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2023-24. Eftir markið gegn Rauðu djöflunum var talið líklegt að Roony myndi vera seldur fyrir dágóða summu sumarið 2024. Hann sleit hins vegar krossband áður en tímabilinu lauk og ekkert varð af félagaskiptunum. Vængmaðurinn knái sneri aftur undir lok nýafstaðins tímabils þar sem FCK vann tvöfalt. Það er ljóst að hann mun ekki skrifa undir nýjan samning í Kaupmannahöfn og því vill félagið selja hann sem fyrst. Meiðslin gera það að verkum að stærstu lið Evrópu eru ekki á höttunum á eftir Roony sem stendur. Marseille, sem sótti Angel Gomes nýverið á frjálsri sölu frá Lille, vill fá hann í sinar raðir. Ef til vill ætti Roony að fylla skarð Mason Greenwood sem er orðaður frá félaginu. Porto er einnig nefnt til sögunnar en stórlið Portúgals hafa undanfarið horft til Danmerkur í leit að leikmönnum. Má þar nefna kaup Sporting Lissabon á Conrad Harder og kaup Benfica á Andreas Schjelderup. Danski knattspyrnumiðillinn Bold greinir einnig frá að nokkur lið á Spáni séu áhugasöm en ekki kemur fram hvaða lið. Þá er Wolfsburg í Þýskalandi nefnt til sögunnar en félagið hefur mikla tengingu við FCK. Peter Christiansen er íþróttastjóri liðsins eftir að hafa sinnt sama starfi í Kaupmannahöfn og þá leika Kamil Grabara og Denis Vavro, fyrrum samherjar Roony, með liðinu. Alls hefur Roony spilað 84 leiki fyrir FCK, skorað 15 mörk og gefið eina stoðsendingu.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira