Lengdist um níu sentímetra og lærði að ganga upp á nýtt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júní 2025 20:00 Svona var bak Brynju fyrir aðgerðina en hún þurfti að læra að ganga upp á nýtt að henni lokinni. Aðsend Kona á þrítugsaldri sem greindist með hryggskekkju fimmtán ára segir mikilvægt að fólk taki tillit til þeirra sem þjást af kvillanum. Júnímánuður er tileinkaður vitundarvakningu um hryggskekkju en hún lengdist sjálf um níu sentímetra eftir tíu klukkutíma aðgerð það sem bak hennar var spengt með 23 skrúfum. Brynja Dögg Árnadóttir var fimmtán ára þegar hún greindist með 40 gráðu hryggskekkju. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa verið verkjuð og var því leitað annarra leiða en aðgerðar til að vinna úr skekkjunni. Það gekk ágætlega þangað til fyrir ári síðan þegar verkir fóru að gera vart við sig. Skekkjan var þá orðin 70 gráður. 23 skrúfur og tvær plötur í bakinu „Það var orðinn svo mikill snúningur að það var akkúrat þumall á milli neðsta rifbeinsins og mjaðmabeinsins. Og þetta er í rauninni að hafa áhrif á allt. Ég gat alveg verið að gera ýmsa hluti en ég þurfti kannski meiri orku í þá en aðrir á mínum aldri sem voru ekki með þessa skekkju,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Í byrjun árs var ekkert annað í stöðunni en að leggjast undir hnífinn. Tveir læknar sjái um spengingar hér á landi og býr annar þeirra í Svíþjóð. „Aðgerðin átti að taka þrjá klukkutíma en það lengdist eitthvað hjá þeim því þetta var svo mikið eða eitthvað. Aðgerðin var allavega í tíu klukkutíma og ég er með 23 skrúfur í bakinu og tvær plötur til að halda við. Brynja Dögg Árnadóttir, 23 ára.vísir/sigurjón Að öðru leyti gekk aðgerðin vel og var skekkjan minnkuð í fjórar gráður sem telst vart skekkja að sögn Brynju. „Ég var 166 sentímetrar þegar ég fór í aðgerðina en þegar ég kom úr aðgerðinni þá var ég 175 sentímetrar. Ég þurfti að fara kaupa mikið af nýjum fötum, því fötin pössuðu ekkert á mig þegar ég var með skekkjuna.“ Finnur fyrir öllum skrúfunum í köldu veðri Langt og strembið endurhæfingarferli tók þá við og stendur enn yfir. „Þetta var alveg mjög vont fyrstu daganna á spítalanum. Ég átti að vera inniliggjandi á spítalanum í tvo til fimm daga, sögðu þeir en ég var í þrjár vikur. Og ég þurfti náttúrulega bara að læra að labba upp á nýtt og beita mér og svona.“ Brynja var verulega verkjuð eftir aðgerðina og dvaldi á spítalanum í þrjár vikur.aðsend Upphaflega hafi hún fundið mikið fyrir spengingunni en það vandist síðan að mestu leyti. „Ef það er mjög kalt úti og ef ég er ekki nægilega vel klædd þá finn ég fyrir öllum skrúfunum.“ Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Brynja Dögg Árnadóttir var fimmtán ára þegar hún greindist með 40 gráðu hryggskekkju. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa verið verkjuð og var því leitað annarra leiða en aðgerðar til að vinna úr skekkjunni. Það gekk ágætlega þangað til fyrir ári síðan þegar verkir fóru að gera vart við sig. Skekkjan var þá orðin 70 gráður. 23 skrúfur og tvær plötur í bakinu „Það var orðinn svo mikill snúningur að það var akkúrat þumall á milli neðsta rifbeinsins og mjaðmabeinsins. Og þetta er í rauninni að hafa áhrif á allt. Ég gat alveg verið að gera ýmsa hluti en ég þurfti kannski meiri orku í þá en aðrir á mínum aldri sem voru ekki með þessa skekkju,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Í byrjun árs var ekkert annað í stöðunni en að leggjast undir hnífinn. Tveir læknar sjái um spengingar hér á landi og býr annar þeirra í Svíþjóð. „Aðgerðin átti að taka þrjá klukkutíma en það lengdist eitthvað hjá þeim því þetta var svo mikið eða eitthvað. Aðgerðin var allavega í tíu klukkutíma og ég er með 23 skrúfur í bakinu og tvær plötur til að halda við. Brynja Dögg Árnadóttir, 23 ára.vísir/sigurjón Að öðru leyti gekk aðgerðin vel og var skekkjan minnkuð í fjórar gráður sem telst vart skekkja að sögn Brynju. „Ég var 166 sentímetrar þegar ég fór í aðgerðina en þegar ég kom úr aðgerðinni þá var ég 175 sentímetrar. Ég þurfti að fara kaupa mikið af nýjum fötum, því fötin pössuðu ekkert á mig þegar ég var með skekkjuna.“ Finnur fyrir öllum skrúfunum í köldu veðri Langt og strembið endurhæfingarferli tók þá við og stendur enn yfir. „Þetta var alveg mjög vont fyrstu daganna á spítalanum. Ég átti að vera inniliggjandi á spítalanum í tvo til fimm daga, sögðu þeir en ég var í þrjár vikur. Og ég þurfti náttúrulega bara að læra að labba upp á nýtt og beita mér og svona.“ Brynja var verulega verkjuð eftir aðgerðina og dvaldi á spítalanum í þrjár vikur.aðsend Upphaflega hafi hún fundið mikið fyrir spengingunni en það vandist síðan að mestu leyti. „Ef það er mjög kalt úti og ef ég er ekki nægilega vel klædd þá finn ég fyrir öllum skrúfunum.“
Heilbrigðismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira