Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 12:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar sigri í Meistaradeildinni í gær og fyrir aftan hann má sjá Ómar Inga Magnússon faðma einn starfsmann liðsins. Getty/Marius Becker/ Þýska liðið Magdeburg tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Þetta er í þriðja sinn sem félagið vinnur Meistaradeildina og meistaralið félagsins eiga það sameiginlegt að í aðalhlutverki var íslenskur landsliðsmaður. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórkostlegan leik í 32-26 sigri Magdeburg á Füchse Berlin í gær. Gísli, sem hefur missti mikið úr að undanförnu vegna meiðsla, sannaði enn einu sinni að hann er aldrei betri en á allra stærsta sviðinu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Gísli skoraði átta mörk í úrslitaleiknum og var markahæsti leikmaður vallarins. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Hann var ekki eini Íslendingurinn í stuði því Ómar Ingi Magnússon bætti við sex mörkum. Magdeburg fékk því fjórtán mörk frá íslensku landsliðsstrákunum. Þetta var líka í annað skiptið sem Gísli vinnur þessi verðlaun en hann var einnig valinn mikilvægastur þegar Magdeburg vann Meistaradeildina árið 2023. Gísli skoraði þá sex mörk úr aðeins átta skotum þegar Magdeburg vann pólska liðið Kielce 30-29 í úrslitaleiknum. Ómar Ingi var þá einnig leikmaður Magdeburg en missti af úrslitaleikjunum vegna meiðsla. Gísli meiddist illa öxl í undanúrslitaleiknum fyrir þremur árum en harkaði af sér og spilað úrslitaleikinn. Hann sýndi þar ótrúlega hörku og seiglu en fór síðan í aðgerð eftir úrslitaleikinn og var frá í marga mánuði. Magdeburg er búið að vinna Meistaradeildina tvisvar á síðustu þremur árum en árið 2023 var liðið 21 ár frá sigri liðsins í Meistaradeildinni. Forsíðumynd DV þegar Magdeburg vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið árið 2002.timarit.is/Morgunblaðið Í liðinu sem vann Meistaradeildina voru einnig Íslendingar í aðalhlutverki. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið og inn á vellinum var Ólafur Stefánsson allt í öllu. Í þá daga voru tveir úrslitaleikir, heima og heiman. Í fyrri leiknum sem Magdeburg tapaði þá var Ólafur með níu mörk og sjö stoðsendingar í tveggja marka tapi. Í seinni leiknum sem Magdeburg vann með fimm marka mun á heimavelli sínum þá var Ólafur með sjö mörk og ellefu stoðsendingar. Magdeburg vann þessa tvo leiki samanlagt með þremur mörkum en liðið fékk sextán mörk og átján stoðsendingar frá íslenska landsliðsmanninum. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Tengdar fréttir Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórkostlegan leik í 32-26 sigri Magdeburg á Füchse Berlin í gær. Gísli, sem hefur missti mikið úr að undanförnu vegna meiðsla, sannaði enn einu sinni að hann er aldrei betri en á allra stærsta sviðinu. View this post on Instagram A post shared by EHF Champions League (@ehfcl) Gísli skoraði átta mörk í úrslitaleiknum og var markahæsti leikmaður vallarins. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Hann var ekki eini Íslendingurinn í stuði því Ómar Ingi Magnússon bætti við sex mörkum. Magdeburg fékk því fjórtán mörk frá íslensku landsliðsstrákunum. Þetta var líka í annað skiptið sem Gísli vinnur þessi verðlaun en hann var einnig valinn mikilvægastur þegar Magdeburg vann Meistaradeildina árið 2023. Gísli skoraði þá sex mörk úr aðeins átta skotum þegar Magdeburg vann pólska liðið Kielce 30-29 í úrslitaleiknum. Ómar Ingi var þá einnig leikmaður Magdeburg en missti af úrslitaleikjunum vegna meiðsla. Gísli meiddist illa öxl í undanúrslitaleiknum fyrir þremur árum en harkaði af sér og spilað úrslitaleikinn. Hann sýndi þar ótrúlega hörku og seiglu en fór síðan í aðgerð eftir úrslitaleikinn og var frá í marga mánuði. Magdeburg er búið að vinna Meistaradeildina tvisvar á síðustu þremur árum en árið 2023 var liðið 21 ár frá sigri liðsins í Meistaradeildinni. Forsíðumynd DV þegar Magdeburg vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið árið 2002.timarit.is/Morgunblaðið Í liðinu sem vann Meistaradeildina voru einnig Íslendingar í aðalhlutverki. Alfreð Gíslason þjálfaði liðið og inn á vellinum var Ólafur Stefánsson allt í öllu. Í þá daga voru tveir úrslitaleikir, heima og heiman. Í fyrri leiknum sem Magdeburg tapaði þá var Ólafur með níu mörk og sjö stoðsendingar í tveggja marka tapi. Í seinni leiknum sem Magdeburg vann með fimm marka mun á heimavelli sínum þá var Ólafur með sjö mörk og ellefu stoðsendingar. Magdeburg vann þessa tvo leiki samanlagt með þremur mörkum en liðið fékk sextán mörk og átján stoðsendingar frá íslenska landsliðsmanninum.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Tengdar fréttir Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir Kristjánsson segist hafa fengið „deja vu“ þegar hann vann Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær, í annað sinn á þremur árum, en hann var aftur valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. 16. júní 2025 10:30