Gerðu árás á sjónvarpshúsið í miðri útsendingu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júní 2025 16:30 IRIB er eini starfandi fjölmiðillinn í Íran. X Aukin harka hefur færst í loftárásir Ísraela og Írana á víxl í dag. Ísraelsher hefur gert árás á höfuðstöðvar ríkisútvarpsins í Tehran, nokkrum klukkustundum eftir að varnarmálaráðherra Ísrael boðaði „hvarf“ ríkismiðilsins. Fréttakona IRIB virðist hafa verið að flytja fréttir af loftárásunum þegar hár hvellur heyrist og brot úr byggingunni hrynur úr loftinu. Í framhaldinu sést hún yfirgefa myndverið. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. BREAKING: The moment of the attack on IRIB (Iran State Broadcaster) pic.twitter.com/CVU26HHFub— Faytuks Network (@FaytuksNetwork) June 16, 2025 Ísraelsher hafði fyrr um daginn ráðlagt Írönum að rýma á nokkrum svæðum í höfuðborginni Tehran vegna þess að þar væru hernaðarinnviðir sem herinn hygðist gera að skotmörkum. Innan þess svæðis eru höfuðstöðvar IRIB staðsettar. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael sagði í tilkynningu skömmu síðar að „málpípa áróðurs og undirróðurs“ hyrfi innan skamms. Síðar í dag staðfesti hann árás Ísraelshers á höfuðstöðvarnar, samkvæmt umfjöllun BBC. Hófu útsendingar á ný Times of Israel greinir frá því að sjónvarpsútsendingar IRIB séu hafnar á ný og hefur eftir Hassan Abedini embættismanni miðilsins að Ísraelsher muni ekki lækka í þeim rostann. „Ríkisstjórnin virðist ekki vita að raddir íslömsku byltingarinnar munu áfram heyrast og að stök hernaðaraðgerð mun ekki þagga niður í stórveldinu Íran,“ hefur miðillinn eftir Abedini. Samkvæmt fréttum IRIB gerði Ísraelsher loftárásir á sjúkrahús í vesturhluta Íran. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Íran hafa minnst 224 verið drepnir í árásum Ísraela á landið síðan á föstudaginn. Fréttaflutningur af atburðunum frá Íran hefur verið af skornum skammti þar sem fjölmiðlafrelsi þar í landi er takmarkað. Blaðamönnum breska ríkisútvarpsins hefur til að mynda ekki verið hleypt inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Að sögn almannavarna Ísrael voru fimm drepnir og tugir særðir í eldflaugaárásum Írana á Ísrael í nótt. Í gær drápu Ísraelar yfirmann leyniþjónustu íranska hersins og munu árásirnar á Ísrael í nótt hafa verið gerðar í hefndarskyni við þá árás. Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Fréttakona IRIB virðist hafa verið að flytja fréttir af loftárásunum þegar hár hvellur heyrist og brot úr byggingunni hrynur úr loftinu. Í framhaldinu sést hún yfirgefa myndverið. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. BREAKING: The moment of the attack on IRIB (Iran State Broadcaster) pic.twitter.com/CVU26HHFub— Faytuks Network (@FaytuksNetwork) June 16, 2025 Ísraelsher hafði fyrr um daginn ráðlagt Írönum að rýma á nokkrum svæðum í höfuðborginni Tehran vegna þess að þar væru hernaðarinnviðir sem herinn hygðist gera að skotmörkum. Innan þess svæðis eru höfuðstöðvar IRIB staðsettar. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael sagði í tilkynningu skömmu síðar að „málpípa áróðurs og undirróðurs“ hyrfi innan skamms. Síðar í dag staðfesti hann árás Ísraelshers á höfuðstöðvarnar, samkvæmt umfjöllun BBC. Hófu útsendingar á ný Times of Israel greinir frá því að sjónvarpsútsendingar IRIB séu hafnar á ný og hefur eftir Hassan Abedini embættismanni miðilsins að Ísraelsher muni ekki lækka í þeim rostann. „Ríkisstjórnin virðist ekki vita að raddir íslömsku byltingarinnar munu áfram heyrast og að stök hernaðaraðgerð mun ekki þagga niður í stórveldinu Íran,“ hefur miðillinn eftir Abedini. Samkvæmt fréttum IRIB gerði Ísraelsher loftárásir á sjúkrahús í vesturhluta Íran. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Íran hafa minnst 224 verið drepnir í árásum Ísraela á landið síðan á föstudaginn. Fréttaflutningur af atburðunum frá Íran hefur verið af skornum skammti þar sem fjölmiðlafrelsi þar í landi er takmarkað. Blaðamönnum breska ríkisútvarpsins hefur til að mynda ekki verið hleypt inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Að sögn almannavarna Ísrael voru fimm drepnir og tugir særðir í eldflaugaárásum Írana á Ísrael í nótt. Í gær drápu Ísraelar yfirmann leyniþjónustu íranska hersins og munu árásirnar á Ísrael í nótt hafa verið gerðar í hefndarskyni við þá árás.
Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira