Jón Daði þakkar fyrir sig og flytur heim til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 11:35 Jón Daði Böðvarsson virðist hafa spilað sinn síðasta leik í enska boltanum. Getty/James Baylis Fótboltamaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur nú tekið endanlega ákvörðun um það að flytja með fjölskyldu sinni heim til Íslands eftir hartnær áratug í enska boltanum. Jón Daði virðist því hafa lokið sínum atvinnumannaferli erlendis en það gerði hann með liði Burton Albion sem hann spilaði með síðasta hálfa árið. Í kveðju til stuðningsmanna Burton kveðst Selfyssingurinn hafa viljað ljúka tíma sínum á Englandi á góðum nótum og það tókst því Jón Daði skoraði fimm mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Burton. Ekkert annað en fall virtist blasa við liðinu þegar Jón Daði kom en á endanum hélt Burton sér í ensku C-deildinni, stigi frá fallsæti. Jón Daði lék áður með Wrexham, Bolton, Millwall, Reading og Wolves á Englandi, eftir að hafa spilað með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi en hann hóf meistaraflokksferil sinn heima á Selfossi. Ljóst er að Jón Daði, sem er 33 ára og á að baki 64 A-landsleiki, ætlar að halda áfram að spila fótbolta en nú á Íslandi. Í kveðju sinni skrifar hann: „Takk Burton Albion fyrir stuttan en samt eftirminnilegan tíma. Það var alltaf sú hugsun í höfðinu á mér að áður en ég flytti endanlega heim þá myndi ég geta kvatt með jákvæðum hætti hvað fótboltann varðar, og ég vona að mér hafi tekist það á einhvern hátt. Þótt ég hefði viljað vera áfram þá tel ég að þetta sé rétti tíminn fyrir mig og fjölskyldu mína að flytja heim til Íslands, eftir að hafa búið í næstum 10 ár í Englandi og alls 13 ár erlendis. Ég vona að þið skiljið ákvörðun mína. Ferðalag mitt mun halda áfram, bara ekki lengur erlendis.“ Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Jón Daði virðist því hafa lokið sínum atvinnumannaferli erlendis en það gerði hann með liði Burton Albion sem hann spilaði með síðasta hálfa árið. Í kveðju til stuðningsmanna Burton kveðst Selfyssingurinn hafa viljað ljúka tíma sínum á Englandi á góðum nótum og það tókst því Jón Daði skoraði fimm mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Burton. Ekkert annað en fall virtist blasa við liðinu þegar Jón Daði kom en á endanum hélt Burton sér í ensku C-deildinni, stigi frá fallsæti. Jón Daði lék áður með Wrexham, Bolton, Millwall, Reading og Wolves á Englandi, eftir að hafa spilað með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi en hann hóf meistaraflokksferil sinn heima á Selfossi. Ljóst er að Jón Daði, sem er 33 ára og á að baki 64 A-landsleiki, ætlar að halda áfram að spila fótbolta en nú á Íslandi. Í kveðju sinni skrifar hann: „Takk Burton Albion fyrir stuttan en samt eftirminnilegan tíma. Það var alltaf sú hugsun í höfðinu á mér að áður en ég flytti endanlega heim þá myndi ég geta kvatt með jákvæðum hætti hvað fótboltann varðar, og ég vona að mér hafi tekist það á einhvern hátt. Þótt ég hefði viljað vera áfram þá tel ég að þetta sé rétti tíminn fyrir mig og fjölskyldu mína að flytja heim til Íslands, eftir að hafa búið í næstum 10 ár í Englandi og alls 13 ár erlendis. Ég vona að þið skiljið ákvörðun mína. Ferðalag mitt mun halda áfram, bara ekki lengur erlendis.“
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira