Rekja rafmagnsleysið á Íberíuskaga til mistaka orkufyrirtækja Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2025 12:44 Strætisvagni ekið eftir dimmu stræti í Madrid í rafmagnsleysinu 28. apríl. AP/Manu Fernández Rafmagnsleysið sem lamaði Íberíuskaga í apríl má rekja til mistaka sem gerðu það að verkum að flutningskerfið réði ekki við skyndilegan spennuhnykk. Í opinberri skýrslu stjórnvalda er útilokað að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu. Samgöngur og fjarskipti lömuðust með gríðarlegum röskunum fyrir daglegt líf á bæði Spáni og í Portúgal 28. apríl. Raforkukerfið hrundi þegar um fimmtán gígavött raforku duttu skyndilega út, um sextíu prósent af heildarframleiðslunni. Rafmagn komst ekki aftur á fyrr en snemma daginn eftir. Í skýrslu sem spænsk stjórnvöld létu vinna og var birt í gær kemur fram að tæknilega og skipulagsleg mistök hjá opinbera landsnetinu Red Eléctrica hafi leitt til þess að flutningskerfið var ekki í stakk búið að takast á við skyndilega spennuaukningu. Fyrirtækið hefði misreiknað hversu mikla orkuframleiðslu þyrfti þann daginn. Ábyrgðin lægi einnig hjá einkareknum orkuverum sem gerðu ekki sitt í að jafna út sveifluna. Spennuaukningin sló út flutningskerfinu á Suður-Spáni fyrst en síðan hafi það haft keðjuverkunaráhrif í för með sér sem enduðu með því að allur Íberíuskaginn var án rafmagns. Á meðal mistaka Red Eléctrica sagði Sara Aagesen, umskiptaráðherra Spánar, að hafa ekki fundið staðgengil fyrir orkuver sem átti að jafna út sveiflur í raforkukerfinu. Þá hefði verið slökkt á einkareknum orkuverum þegar sveiflurnar hófust sem hefðu getað nýst til þess að jafna þær út. Hafna því að hafa gert mistök Red Eléctrica vísar niðurstöðum úttektarinnar á bug. Concha Sánchez, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að innanhússrannsókn þess hafi leitt í ljós frávik í því þegar orkuver voru aftengd kerfinu jafnvel þótt að spenna á því væri innan löglegra marka. Þá hefði eftirspurn eftir orku frá samgöngukerfinu aukist óvanalega. Sánchez sagði að gert hefði verið ráð fyrir nægilegu svigrúmi til þess að jafna út sveiflur í kerfinu. Hefðu orkuverin staðið sína plikt hefði rafmagnsleysið aldrei orðið. Fyrirtækið ætlar að birta sína eigin úttekt á því á næstunni, að því er segir í frétt Reuters. Engar vísbendingar fundust um að tölvuárás hefði verið gerð á raforkukerfi landanna tveggja. Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. 28. apríl 2025 14:12 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Samgöngur og fjarskipti lömuðust með gríðarlegum röskunum fyrir daglegt líf á bæði Spáni og í Portúgal 28. apríl. Raforkukerfið hrundi þegar um fimmtán gígavött raforku duttu skyndilega út, um sextíu prósent af heildarframleiðslunni. Rafmagn komst ekki aftur á fyrr en snemma daginn eftir. Í skýrslu sem spænsk stjórnvöld létu vinna og var birt í gær kemur fram að tæknilega og skipulagsleg mistök hjá opinbera landsnetinu Red Eléctrica hafi leitt til þess að flutningskerfið var ekki í stakk búið að takast á við skyndilega spennuaukningu. Fyrirtækið hefði misreiknað hversu mikla orkuframleiðslu þyrfti þann daginn. Ábyrgðin lægi einnig hjá einkareknum orkuverum sem gerðu ekki sitt í að jafna út sveifluna. Spennuaukningin sló út flutningskerfinu á Suður-Spáni fyrst en síðan hafi það haft keðjuverkunaráhrif í för með sér sem enduðu með því að allur Íberíuskaginn var án rafmagns. Á meðal mistaka Red Eléctrica sagði Sara Aagesen, umskiptaráðherra Spánar, að hafa ekki fundið staðgengil fyrir orkuver sem átti að jafna út sveiflur í raforkukerfinu. Þá hefði verið slökkt á einkareknum orkuverum þegar sveiflurnar hófust sem hefðu getað nýst til þess að jafna þær út. Hafna því að hafa gert mistök Red Eléctrica vísar niðurstöðum úttektarinnar á bug. Concha Sánchez, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að innanhússrannsókn þess hafi leitt í ljós frávik í því þegar orkuver voru aftengd kerfinu jafnvel þótt að spenna á því væri innan löglegra marka. Þá hefði eftirspurn eftir orku frá samgöngukerfinu aukist óvanalega. Sánchez sagði að gert hefði verið ráð fyrir nægilegu svigrúmi til þess að jafna út sveiflur í kerfinu. Hefðu orkuverin staðið sína plikt hefði rafmagnsleysið aldrei orðið. Fyrirtækið ætlar að birta sína eigin úttekt á því á næstunni, að því er segir í frétt Reuters. Engar vísbendingar fundust um að tölvuárás hefði verið gerð á raforkukerfi landanna tveggja.
Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. 28. apríl 2025 14:12 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30
Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37
Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Samgöngur hafa lamast víða á Spáni og í Portúgal vegna rafmagnsleysis sem er sagt „fordæmalaust“. Spænsk yfirvöld segja að það gæti tekið fram á nótt að koma rafmagni á aftur alls staðar. Portúgalir segja ekkert benda til að um tölvuárás hafi verið að ræða. 28. apríl 2025 14:12