Bóndi spurði eftirlitsmann MAST hvort hann ætti að skjóta hann Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2025 14:54 Hótanirnar og ofbeldið áttu sér stað í eftirlitsferð MAST á sauðfjárbú á Suðausturlandi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun hefur kært bónda sauðfjárbúi á Suðausturlandi fyrir ofbeldi og hótanir í garð eftirlitsmanna. Bóndinn lagði hendur á starfsmann og spurði annan hvort hann ætti að skjóta hann þegar gerðar voru athugasemdir við velferð fjárins. Atvikin áttu sér stað í tveimur ferðum eftirlitsdýralæknis og dýraeftirlitsmanns MAST á sauðfjárbú í suðausturumdæmi. Þegar dýraeftirlitsmaður hóf að setja út á velferð fjárins lagði hann hendur á starfsmanninn og hætti ekki fyrr en dýralæknirinn hrópaði á hann að hætta, að því er segir í tilkynningu frá MAST. Ekki tókst að ljúka eftirlitinu í þeirri ferð. Það tókst tveimur vikum síðar en þá voru lögreglumenn með starfsmönnum MAST í för. Þegar eftirlitsmaður sagði bóndanum frá frávikum sem komu í ljós við eftirlitið spurði bóndinn hann í tvígang að lögreglumönnum viðstöddum hvort hann ætti að skjóta hann. Hegðun bóndans ekki einsdæmi Matvælastofnun segist hafa kært bæði ofbeldi bóndans og hótanir hans til lögreglu. Bent er á í tilkynningu stofnunarinnar að allt að sex ára fangelsi liggi við því að beita opinberan starfsmann ofbeldi eða hóta honum ofbeldi þegar hann gegnir skyldustörfum sínum. „Matvælastofnun lítur þessa hegðun mjög alvarlegum augum en hún er því miður ekki einsdæmi. Yfirleitt gengur þó eftirlitið mjög vel,“ segir í tilkynningunni. Landbúnaður Stjórnsýsla Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Atvikin áttu sér stað í tveimur ferðum eftirlitsdýralæknis og dýraeftirlitsmanns MAST á sauðfjárbú í suðausturumdæmi. Þegar dýraeftirlitsmaður hóf að setja út á velferð fjárins lagði hann hendur á starfsmanninn og hætti ekki fyrr en dýralæknirinn hrópaði á hann að hætta, að því er segir í tilkynningu frá MAST. Ekki tókst að ljúka eftirlitinu í þeirri ferð. Það tókst tveimur vikum síðar en þá voru lögreglumenn með starfsmönnum MAST í för. Þegar eftirlitsmaður sagði bóndanum frá frávikum sem komu í ljós við eftirlitið spurði bóndinn hann í tvígang að lögreglumönnum viðstöddum hvort hann ætti að skjóta hann. Hegðun bóndans ekki einsdæmi Matvælastofnun segist hafa kært bæði ofbeldi bóndans og hótanir hans til lögreglu. Bent er á í tilkynningu stofnunarinnar að allt að sex ára fangelsi liggi við því að beita opinberan starfsmann ofbeldi eða hóta honum ofbeldi þegar hann gegnir skyldustörfum sínum. „Matvælastofnun lítur þessa hegðun mjög alvarlegum augum en hún er því miður ekki einsdæmi. Yfirleitt gengur þó eftirlitið mjög vel,“ segir í tilkynningunni.
Landbúnaður Stjórnsýsla Matvælaframleiðsla Dýraheilbrigði Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira