„Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 18. júní 2025 15:30 Veitingarmenn hafa veigrað sér við því að kvarta undan því hvernig heilbrigðiseftirlitið gengur fram, að sögn Ólafar. Þeir óttast að verða teknir í endalausar úttektir og refsað af kerfinu. Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. Sjálfstætt stjórnvald Ólöf, sem starfað hefur sem ráðgjafi fyrir veitingastaðinn Kastrup við Hverfisgötu, sagði við Bítið í morgun að Hjálmar Sveinsson formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar hefði gert litið úr vandamáli sem margir hafi lýst í samtölum við hana á síðustu vikum. Í viðtali við Bítið í fyrradag vísaði Hjálmar á bug kvörtunum yfir seinagangi og fleiru hjá heilbrigðiseftirlitinu er varðar starfsemi veitingastaða í borginni. Ólöf segir ekki gott að stjórnmálamenn haldi hlífiskyldi yfir því sem hún kallar „batterí sem er ekki að virka eins og það ætti að gera.“ Hún segir heilbrigðiseftirlitið vera eins og sjálfstætt stjórnvald innan borgarinnar og reyndar gildir það sama hjá sveitarfélögum um allt land. Skattamál þriðja aðila Hún rekur málið þannig að fyrri eigandi Kastrup skuldaði opinber gjöld, tókst ekki að ná samningum við skattinn og fór út úr rekstrinum. „Það er fullt af fólki sem vildi reka áfram Kastrup. Þetta er veitingastaður sem gengur vel og meðal annars er fyrirtæki í næsta húsi, 101 Hótel, sem hefur heilmikla hagsmuni af því að Kastrup sé opið vegna morgunverðar og fleiri þátta. Forsvarsmenn hótelsins ákváðu að stíga inn; opna veitingastaðinn og halda sama starfsfólki í vinnu og reyna að halda áfram. Það hélt nú heilbrigðiseftirlitið ekki,“ segir Ólöf. Ný og ný ástæða hafi verið týnd til í hverri viku. Heilbrigðiseftirlitið hafi tafið opnun staðarins með því að neita að gefa út jákvæða umsögn til sýslumanns svo unnt yrði að gefa út rekstrarleyfi. „Þetta var bara skattamál þriðja aðila sem heilbrigðiseftirlitið hengdi sig í og neitaði að opna svo vikum skipti,“ segir Ólöf. „Það var bara ný ástæða í hverri viku. Á einum tímapunkti könnuðust þeir ekki við að það hefði verið rekinn veitingastaður á Hverfisgötu 6. Þetta var allt á þessum nótum.“ Veitingamenn þori ekki að kvarta Það sem sé alvarlegast í þessu, að sögn Ólafar, er að veitingarmenn hafi veigrað sér við því að kvarta undan því hvernig heilbrigðiseftirlitið gengur fram. Þeir óttist afleiðingarnar, að verða teknir í endalausar úttektir og refsað af kerfinu. „Ég veit til þess að fjölmiðlamenn sem hafa verið að fá símtöl um samskipti við heilbrigðiseftirlitið hafa verið beðnir um nafnleynd. Fólk er hrætt. Það sem kristallast í samskiptum við heilbrigðiseftirlitið er að það er engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks. Menn voru bara hengja sig í einhverjum tylliástæðum og 15-20 manns á Kastrup hefðu auðveldlega getað misst vinnuna,“ segir Ólöf og gefur lítið fyrir þjónustukönnun sem sýndi fram á að 70-75% þeirra sem eru í samskiptum við heilbrigðiseftirlitið lýsa ánægju sinni en það þykir nokkuð hátt. „Síminn hjá mér hefur ekki stoppað síðan ég fór í viðtal í Mogganum og ræddi þessi samskipti. Það er brjálæðislegt regluverk í kringum rekstur veitingastaða sem er allt í lagi enda snýr það að matvælaöryggi. Það getur ekki verið hlutverk heilbrigðiseftirlits að fresta opnun veitingastaðar um sex vikur út af skattamáli þriðja aðila. Það er ekki til nein kæruleið því þetta er sjálfstætt stjórnvald. Við leituðum allra leiða og ræddum við yfirstofnanir, ráðuneytið, embættismenn í borginni og pólitíkusa þvert á flokka. Allir voru með okkur í liði en enginn gat gert neitt. Eini maðurinn sem virðist vera með lífsmarki er Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra sem ætlar að gefa sér tíma í að rýna þetta regluverk og athuga hvað hann getur gert til að breyta lögunum.“ Ætti að úthýsa þessu og láta einkafyrirtæki sjá um þetta eftirlit? „Auðvitað. Það er enginn hvati innan skrifstofanna í Borgartúni, þar sem tíminn stendur í stað, að veita góða þjónustu. Það er alltaf talað um að það sé leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Leiðbeiningar voru engar þótt við höfðum ítrekað beðið um þær svo hægt yrði að opna þennan veitingastað. Það stóð á svörum og viðmót var á köflum mjög dónalegt þar sem var skellt á mann.“ Jákvæð samskipti við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands Kastrup opnaði aftur í lok síðustu viku eftir að reglugerð um auglýsingafrest var afnumin. Sú regla, sem sett var í fyrra, kveður á um að auglýsa þurfi opnun veitingastaðar í að minnsta kosti fjórar vikur. Ólöf áætlar að tafirnar hafi kostað rekstraraðila Kastrup mörg hunduð þúsund krónur á hverjum degi þar sem greiða þurfti laun, leigu og annan rekstrarkostnað. Hún tekur fram að samskipti við heilbrigðisyfirvöld á Suðurlandi, þar sem hún aðstoðaði annan aðila í veitingarekstri, hafi verið miklum ágætum. „Það var dásamlegt að vera í samskiptum við þann mannskap. Þar fékk ég leiðbeiningar og gæinn hélt með manni með því að segja: „Þú bætir bara við einni handlaug hér og málið er dautt. Þið opnið bara“. Hjálmari velkomið að kíkja í inboxið Hjálmar Sveinsson, formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, vildi meina í viðtali við Bítið í fyrradag að þunn lína væri á milli leiðbeiningar og ráðgjafar í þessum málum. Heilbrigðiseftirlitið mætti ekki koma fram sem ráðgjafi, að sögn Hjálmars. „Af hverju ekki? Eru ekki allir að reyna að hafa hreint og fínt í kringum sig,“ spyr Ólöf sem segist ekki botna í „lagatæknilegu rugli“. „Þetta á bara að vera þjónusta við borgarana og það á að bera virðingu fyrir því að fólk er að leggja allt sitt undir til þess að gera borgina aðeins skemmtilegri, eins og í þessu tilfelli. Hjálmari er velkomið að kíkja í inboxið hjá mér. Þar eru nógu margir sem kvarta sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af sem formaður heilbrigðisnefndar. Ég ber virðingu fyrir því að það sé verið að sinna almennu heilbrigðiseftirliti. Það á ekki að þýða að framtakssamt fólk týnist á skrifstofunum hjá þeim í Borgartúni.“ Hjá Reykjavíkurborg fengust þau svör að Tómas G. Gíslason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins væri í fríi. Hjálmar Sveinsson sagðist við Vísi í fyrradag efast um að veitingamenn í Reykjavík óttist í mörgum tilvikum að styggja stjórnsýsluna. Hann sagði heilbrigðiseftirlitið, sem mótmælti á sínum tíma íþyngjandi reglugerðarbreytingu um auglýsingaskyldu, starfa af heilindum. Veitingastaðir Reykjavík Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Sjálfstætt stjórnvald Ólöf, sem starfað hefur sem ráðgjafi fyrir veitingastaðinn Kastrup við Hverfisgötu, sagði við Bítið í morgun að Hjálmar Sveinsson formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar hefði gert litið úr vandamáli sem margir hafi lýst í samtölum við hana á síðustu vikum. Í viðtali við Bítið í fyrradag vísaði Hjálmar á bug kvörtunum yfir seinagangi og fleiru hjá heilbrigðiseftirlitinu er varðar starfsemi veitingastaða í borginni. Ólöf segir ekki gott að stjórnmálamenn haldi hlífiskyldi yfir því sem hún kallar „batterí sem er ekki að virka eins og það ætti að gera.“ Hún segir heilbrigðiseftirlitið vera eins og sjálfstætt stjórnvald innan borgarinnar og reyndar gildir það sama hjá sveitarfélögum um allt land. Skattamál þriðja aðila Hún rekur málið þannig að fyrri eigandi Kastrup skuldaði opinber gjöld, tókst ekki að ná samningum við skattinn og fór út úr rekstrinum. „Það er fullt af fólki sem vildi reka áfram Kastrup. Þetta er veitingastaður sem gengur vel og meðal annars er fyrirtæki í næsta húsi, 101 Hótel, sem hefur heilmikla hagsmuni af því að Kastrup sé opið vegna morgunverðar og fleiri þátta. Forsvarsmenn hótelsins ákváðu að stíga inn; opna veitingastaðinn og halda sama starfsfólki í vinnu og reyna að halda áfram. Það hélt nú heilbrigðiseftirlitið ekki,“ segir Ólöf. Ný og ný ástæða hafi verið týnd til í hverri viku. Heilbrigðiseftirlitið hafi tafið opnun staðarins með því að neita að gefa út jákvæða umsögn til sýslumanns svo unnt yrði að gefa út rekstrarleyfi. „Þetta var bara skattamál þriðja aðila sem heilbrigðiseftirlitið hengdi sig í og neitaði að opna svo vikum skipti,“ segir Ólöf. „Það var bara ný ástæða í hverri viku. Á einum tímapunkti könnuðust þeir ekki við að það hefði verið rekinn veitingastaður á Hverfisgötu 6. Þetta var allt á þessum nótum.“ Veitingamenn þori ekki að kvarta Það sem sé alvarlegast í þessu, að sögn Ólafar, er að veitingarmenn hafi veigrað sér við því að kvarta undan því hvernig heilbrigðiseftirlitið gengur fram. Þeir óttist afleiðingarnar, að verða teknir í endalausar úttektir og refsað af kerfinu. „Ég veit til þess að fjölmiðlamenn sem hafa verið að fá símtöl um samskipti við heilbrigðiseftirlitið hafa verið beðnir um nafnleynd. Fólk er hrætt. Það sem kristallast í samskiptum við heilbrigðiseftirlitið er að það er engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks. Menn voru bara hengja sig í einhverjum tylliástæðum og 15-20 manns á Kastrup hefðu auðveldlega getað misst vinnuna,“ segir Ólöf og gefur lítið fyrir þjónustukönnun sem sýndi fram á að 70-75% þeirra sem eru í samskiptum við heilbrigðiseftirlitið lýsa ánægju sinni en það þykir nokkuð hátt. „Síminn hjá mér hefur ekki stoppað síðan ég fór í viðtal í Mogganum og ræddi þessi samskipti. Það er brjálæðislegt regluverk í kringum rekstur veitingastaða sem er allt í lagi enda snýr það að matvælaöryggi. Það getur ekki verið hlutverk heilbrigðiseftirlits að fresta opnun veitingastaðar um sex vikur út af skattamáli þriðja aðila. Það er ekki til nein kæruleið því þetta er sjálfstætt stjórnvald. Við leituðum allra leiða og ræddum við yfirstofnanir, ráðuneytið, embættismenn í borginni og pólitíkusa þvert á flokka. Allir voru með okkur í liði en enginn gat gert neitt. Eini maðurinn sem virðist vera með lífsmarki er Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra sem ætlar að gefa sér tíma í að rýna þetta regluverk og athuga hvað hann getur gert til að breyta lögunum.“ Ætti að úthýsa þessu og láta einkafyrirtæki sjá um þetta eftirlit? „Auðvitað. Það er enginn hvati innan skrifstofanna í Borgartúni, þar sem tíminn stendur í stað, að veita góða þjónustu. Það er alltaf talað um að það sé leiðbeiningarskylda stjórnvalda. Leiðbeiningar voru engar þótt við höfðum ítrekað beðið um þær svo hægt yrði að opna þennan veitingastað. Það stóð á svörum og viðmót var á köflum mjög dónalegt þar sem var skellt á mann.“ Jákvæð samskipti við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands Kastrup opnaði aftur í lok síðustu viku eftir að reglugerð um auglýsingafrest var afnumin. Sú regla, sem sett var í fyrra, kveður á um að auglýsa þurfi opnun veitingastaðar í að minnsta kosti fjórar vikur. Ólöf áætlar að tafirnar hafi kostað rekstraraðila Kastrup mörg hunduð þúsund krónur á hverjum degi þar sem greiða þurfti laun, leigu og annan rekstrarkostnað. Hún tekur fram að samskipti við heilbrigðisyfirvöld á Suðurlandi, þar sem hún aðstoðaði annan aðila í veitingarekstri, hafi verið miklum ágætum. „Það var dásamlegt að vera í samskiptum við þann mannskap. Þar fékk ég leiðbeiningar og gæinn hélt með manni með því að segja: „Þú bætir bara við einni handlaug hér og málið er dautt. Þið opnið bara“. Hjálmari velkomið að kíkja í inboxið Hjálmar Sveinsson, formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, vildi meina í viðtali við Bítið í fyrradag að þunn lína væri á milli leiðbeiningar og ráðgjafar í þessum málum. Heilbrigðiseftirlitið mætti ekki koma fram sem ráðgjafi, að sögn Hjálmars. „Af hverju ekki? Eru ekki allir að reyna að hafa hreint og fínt í kringum sig,“ spyr Ólöf sem segist ekki botna í „lagatæknilegu rugli“. „Þetta á bara að vera þjónusta við borgarana og það á að bera virðingu fyrir því að fólk er að leggja allt sitt undir til þess að gera borgina aðeins skemmtilegri, eins og í þessu tilfelli. Hjálmari er velkomið að kíkja í inboxið hjá mér. Þar eru nógu margir sem kvarta sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af sem formaður heilbrigðisnefndar. Ég ber virðingu fyrir því að það sé verið að sinna almennu heilbrigðiseftirliti. Það á ekki að þýða að framtakssamt fólk týnist á skrifstofunum hjá þeim í Borgartúni.“ Hjá Reykjavíkurborg fengust þau svör að Tómas G. Gíslason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins væri í fríi. Hjálmar Sveinsson sagðist við Vísi í fyrradag efast um að veitingamenn í Reykjavík óttist í mörgum tilvikum að styggja stjórnsýsluna. Hann sagði heilbrigðiseftirlitið, sem mótmælti á sínum tíma íþyngjandi reglugerðarbreytingu um auglýsingaskyldu, starfa af heilindum.
Veitingastaðir Reykjavík Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira