Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Aron Guðmundsson skrifar 19. júní 2025 07:31 Hver er sá besti? Gísli Þorgeir Kristjánsson Vísir/Getty Nokkrum dögum áður en að hafa verið valinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildarinnar í handbolta gat Gísli Þorgeir Kristjánsson vart haldið á bolta af sársauka vegna meiðsla. Hann sigraðist á mótlætinu og stendur uppi sem meistari. Í úrslitaleiknum gegn Fusche Berlin um síðastliðna helgi varð Gísli, sem spilar með stórliði Magdeburg, markahæsti leikmaður vallarins með átta mörk og það eftir strembnar tvær vikur eftir að liðbönd við vinsti öxl hans slitnuðu í leik gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni. Vanalega sex til átta vikna fjarvera Ekki mátti miklu muna að Gísli Þorgeir hefði ekki geta tekið þátt í úrslitahelginni þar sem nokkrum dögum áður gat hann vart gripið bolta. En þrotlaus vinna fram að úrslitahelginni gerðu þátttöku hans þó mögulega. „Næstu daga eftir að þetta gerist var ég gjörsamlega að drepast í öxlinni. Ég gat varla lyft henni upp, fann að þetta var mega mál. Læknarnir sögðu við mig að vanalega, ef það væri engin tímaþröng þá þýddi þetta pása í sex til átta vikur en ég vildi gera gjörsamlega allt til að ná þessari helgi. Viku fyrir hana gat ég ekki farið með öxlina yfir níutíu gráður og vissi ekki hvernig ég myndi geta tekið þátt og spilað minn leik.“ „Allar hreyfingar voru bara ótrúlega vondar en á móti kemur að nánast strax eftir að þetta gerðist tók við prógram hjá mér frá níu um morguninn til um klukkan tíu á kvöldið. Ég var í öllum mögulegum tækjum, fór í sjúkra- og styrktar þjálfun til þess að reyna bæta liðleikann á hverjum degi, gráðu fyrir gráðu, og það gekk eins og í sögu. Ég fann að á hverjum einasta degi varð þetta betra og betra. Það ýtti mér enn þá meira í að reyna gera allt sem ég gat til að taka þátt í þessari úrslitahelgi. Það er ekki eins og ég hafi meiðst í Lemgo, beðið í tveir vikur og svo einhvern veginn bara staðið upp. Þetta var helvítis harka þessar tvær vikur að reyna ná sér fyrir helgina.“ Gísli Þorgeir fagnar marki gegn Fusche Berlin í úrslitaleiknumMarius Becker/Getty Images Vissi ekki almennilega hvernig myndi fara Hann fór samt út í ákveðna óvissu fyrir úrslitahelgina. „Á öllum æfingunum fyrir leik var ég aldrei búinn að prófa það að detta. Það hafði oft verið vont að grípa boltann eftir fasta sendingu, það var bara vont. Sama þegar að ég hoppaði hátt og lenti, því fylgdi þrýstingur. Fullt af svona litlum svona hlutum sem maður pældi í. Líka hlutir sem fylgja bara okkar leik. Þessar árásir og hvað myndi gerast ef ég myndi detta.“ Allt lukkaðist þetta þó. Magdeburg vann Barcelona í undanúrslitum í hádramatískum leik og fyrir úrslitaleikinn gegn Fusche Berlin fann Gísli Þorgeir að eitthvað sérstakt væri í vændum, áran yfir leikmönnum gaf það til kynna. „Áran yfir liðinu var ótrúlega jákvæð. Allir ótrúlega einbeittir á að vinna Fusche Berlin. Menn voru ekki mikið að pæla í því að fram undan væri stærsti leikur í handboltaheiminum, að þetta væri stærsta sviðið. Við ætluðum bara að vinna þá, búnir að sjá fyrir okkur hvernig við ætluðum að gera það, planið var klárt og allir á sömu blaðsíðu. Það er gríðarlega góð tilfinning þegar að maður fær að finna þetta hjá liðinu, að allir séu klárir og með sitt á hreinu. Það er manni mikils virði.“ Tilfinningarnar brutust fram eftir að sigurinn var í höfnVísir/Getty Gjörsamlega ólýsanlegt Stjörnuframmistaða Gísla Þorgeirs lagði grunninn að glæstum sigri Magdeburgar í annað sinn á síðustu tveimur árum sem liðið vinnur Meistaradeildina og enn og aftur rís Gísli Þorgeir upp þegar á þarf að halda. „Það var alveg ólýsanleg tilfinning, að vinna þetta svona aftur af því að allt tímabilið hjá okkur var búið að einkennast af því að við vorum næstum því búnir að vinna eitthvað. Við vorum næstum því búnir að vinna þýsku deildina, næstum því búnir að vinna ofurbikarinn, komumst ekki í úrslitahelgina í þýska bikarnum. Þetta var búið að vera mjög mikið af bakslögum, margir búnir að meiðast. Að vinna þetta í lokin, vinna stærsta titilinn sem handboltinn býður upp á var gjörsamlega ólýsanlegt.“ Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Í úrslitaleiknum gegn Fusche Berlin um síðastliðna helgi varð Gísli, sem spilar með stórliði Magdeburg, markahæsti leikmaður vallarins með átta mörk og það eftir strembnar tvær vikur eftir að liðbönd við vinsti öxl hans slitnuðu í leik gegn Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni. Vanalega sex til átta vikna fjarvera Ekki mátti miklu muna að Gísli Þorgeir hefði ekki geta tekið þátt í úrslitahelginni þar sem nokkrum dögum áður gat hann vart gripið bolta. En þrotlaus vinna fram að úrslitahelginni gerðu þátttöku hans þó mögulega. „Næstu daga eftir að þetta gerist var ég gjörsamlega að drepast í öxlinni. Ég gat varla lyft henni upp, fann að þetta var mega mál. Læknarnir sögðu við mig að vanalega, ef það væri engin tímaþröng þá þýddi þetta pása í sex til átta vikur en ég vildi gera gjörsamlega allt til að ná þessari helgi. Viku fyrir hana gat ég ekki farið með öxlina yfir níutíu gráður og vissi ekki hvernig ég myndi geta tekið þátt og spilað minn leik.“ „Allar hreyfingar voru bara ótrúlega vondar en á móti kemur að nánast strax eftir að þetta gerðist tók við prógram hjá mér frá níu um morguninn til um klukkan tíu á kvöldið. Ég var í öllum mögulegum tækjum, fór í sjúkra- og styrktar þjálfun til þess að reyna bæta liðleikann á hverjum degi, gráðu fyrir gráðu, og það gekk eins og í sögu. Ég fann að á hverjum einasta degi varð þetta betra og betra. Það ýtti mér enn þá meira í að reyna gera allt sem ég gat til að taka þátt í þessari úrslitahelgi. Það er ekki eins og ég hafi meiðst í Lemgo, beðið í tveir vikur og svo einhvern veginn bara staðið upp. Þetta var helvítis harka þessar tvær vikur að reyna ná sér fyrir helgina.“ Gísli Þorgeir fagnar marki gegn Fusche Berlin í úrslitaleiknumMarius Becker/Getty Images Vissi ekki almennilega hvernig myndi fara Hann fór samt út í ákveðna óvissu fyrir úrslitahelgina. „Á öllum æfingunum fyrir leik var ég aldrei búinn að prófa það að detta. Það hafði oft verið vont að grípa boltann eftir fasta sendingu, það var bara vont. Sama þegar að ég hoppaði hátt og lenti, því fylgdi þrýstingur. Fullt af svona litlum svona hlutum sem maður pældi í. Líka hlutir sem fylgja bara okkar leik. Þessar árásir og hvað myndi gerast ef ég myndi detta.“ Allt lukkaðist þetta þó. Magdeburg vann Barcelona í undanúrslitum í hádramatískum leik og fyrir úrslitaleikinn gegn Fusche Berlin fann Gísli Þorgeir að eitthvað sérstakt væri í vændum, áran yfir leikmönnum gaf það til kynna. „Áran yfir liðinu var ótrúlega jákvæð. Allir ótrúlega einbeittir á að vinna Fusche Berlin. Menn voru ekki mikið að pæla í því að fram undan væri stærsti leikur í handboltaheiminum, að þetta væri stærsta sviðið. Við ætluðum bara að vinna þá, búnir að sjá fyrir okkur hvernig við ætluðum að gera það, planið var klárt og allir á sömu blaðsíðu. Það er gríðarlega góð tilfinning þegar að maður fær að finna þetta hjá liðinu, að allir séu klárir og með sitt á hreinu. Það er manni mikils virði.“ Tilfinningarnar brutust fram eftir að sigurinn var í höfnVísir/Getty Gjörsamlega ólýsanlegt Stjörnuframmistaða Gísla Þorgeirs lagði grunninn að glæstum sigri Magdeburgar í annað sinn á síðustu tveimur árum sem liðið vinnur Meistaradeildina og enn og aftur rís Gísli Þorgeir upp þegar á þarf að halda. „Það var alveg ólýsanleg tilfinning, að vinna þetta svona aftur af því að allt tímabilið hjá okkur var búið að einkennast af því að við vorum næstum því búnir að vinna eitthvað. Við vorum næstum því búnir að vinna þýsku deildina, næstum því búnir að vinna ofurbikarinn, komumst ekki í úrslitahelgina í þýska bikarnum. Þetta var búið að vera mjög mikið af bakslögum, margir búnir að meiðast. Að vinna þetta í lokin, vinna stærsta titilinn sem handboltinn býður upp á var gjörsamlega ólýsanlegt.“
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira