Vandræðaleg heimsókn til Trump í Hvíta Húsið: „Kæmist kona í ykkar lið?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 06:32 Donald Trump Bandaríkjaforseti sat við borðið sitt og spurði leikmenn Juventus spurninga. Fremst má sjá bikarinn sem keppt er um í heimsmeistarakeppni félagsliða. Getty/Chip Somodevilla Leikmenn og starfsmenn ítalska fótboltafélagsins Juventus var boðið í heimsókn í Hvíta húsið í Washington DC en upp kom frekar kjánaleg stund í boði Bandaríkjaforseta. Juventus er að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða og áttu leik í nótt á móti Al Ain frá Sameinuðu furstadæmunum á Audi Field í Washington DC. Fyrir leikinn fóru leikmenn og starfsmenn félagsins í heimsóknina. Donaldo Trump spurði leikmenn Juventus um þeirra skoðun á transfólki í íþróttum. Guardian segir frá. Trump skrifaði undir lög í febrúar sem banna transkonum frá þátttöku í kvennaíþróttum. Hann vildi endilega ræða þessi mál við leikmenn ítalska stórliðsins. Meðal þeirra voru bandarísku leikmennirnir Timothy Weah og Weston McKennie, sem spila með ítalska liðinu. „Jæja strákar. Kæmist kona í ykkar lið,“ spurði Donald Trump. Leikmennirnir brostu vandræðalega en sögðu ekkert. Þegar Trump spurði sömu spurningar aftur þá reyndi framkvæmdastjórinn, Damien Comolli, að breyta um umræðuefni. „Við erum með mjög gott kvennalið,“ sagði Damien Comolli en Juventus konurnar eru einmitt ítalskir meistarar. „Þannig að þeir ættu að vera spila með konunum,“ sagði Trump léttur en Comolli svaraði ekki. „Hann er mjög pólitískur,“ svaraði þá Trump þegar hann gafst upp á því að bíða. Ummæli Trump koma á sama tíma og transfólk þarf að þola meira áreiti og fjandskap í Bandaríkjunum. Heimsóknin truflaði leikmennina þó ekki mikið í leiknum því Juventus vann hann 5-0 eftir að hafa komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum. Kolo Muani og Chico Conceicao skoruðu báðir tvö mörk og Kenan Yildiz skoraði síðasta markið. Khéphren Thuram-Ulien og Alberto Costa voru báðir með tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Ítalski boltinn Donald Trump HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Juventus er að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða og áttu leik í nótt á móti Al Ain frá Sameinuðu furstadæmunum á Audi Field í Washington DC. Fyrir leikinn fóru leikmenn og starfsmenn félagsins í heimsóknina. Donaldo Trump spurði leikmenn Juventus um þeirra skoðun á transfólki í íþróttum. Guardian segir frá. Trump skrifaði undir lög í febrúar sem banna transkonum frá þátttöku í kvennaíþróttum. Hann vildi endilega ræða þessi mál við leikmenn ítalska stórliðsins. Meðal þeirra voru bandarísku leikmennirnir Timothy Weah og Weston McKennie, sem spila með ítalska liðinu. „Jæja strákar. Kæmist kona í ykkar lið,“ spurði Donald Trump. Leikmennirnir brostu vandræðalega en sögðu ekkert. Þegar Trump spurði sömu spurningar aftur þá reyndi framkvæmdastjórinn, Damien Comolli, að breyta um umræðuefni. „Við erum með mjög gott kvennalið,“ sagði Damien Comolli en Juventus konurnar eru einmitt ítalskir meistarar. „Þannig að þeir ættu að vera spila með konunum,“ sagði Trump léttur en Comolli svaraði ekki. „Hann er mjög pólitískur,“ svaraði þá Trump þegar hann gafst upp á því að bíða. Ummæli Trump koma á sama tíma og transfólk þarf að þola meira áreiti og fjandskap í Bandaríkjunum. Heimsóknin truflaði leikmennina þó ekki mikið í leiknum því Juventus vann hann 5-0 eftir að hafa komust í 4-0 í fyrri hálfleiknum. Kolo Muani og Chico Conceicao skoruðu báðir tvö mörk og Kenan Yildiz skoraði síðasta markið. Khéphren Thuram-Ulien og Alberto Costa voru báðir með tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum.
Ítalski boltinn Donald Trump HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira