Hafnar tillögu um að verja fimm prósentum í varnamál Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 08:15 Pedro Sánchez segir kröfuna ósanngjarna og hafa þveröfug áhrif. Vísir/EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif. Í frétt Guardian er haft eftir Sánchez að hann sé ekki að reyna að gera NATO ráðstefnu næstu viku erfiðari en að hann vilji meiri sveigjanleika sem geri markmiðið valkvætt eða að Spánn geti sagt sig frá því. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lagði þetta markmið til sem svar við kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að varnarframlög aðildarríkja verði hækkuð í fimm prósent. Tillaga Rutte gerir ráð fyrir að varnarframlög verði 3,5 prósent af vergri landsframleiðslu og aðildarríkin skuldbindi sig til að verja 1,5 prósentum í öryggismál. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Í frétt Guardian segir að í bréfi til Rutte hafi Sánchez sett spurningar við hækkunina og mögulegar afleiðingar. Þá sagði hann hækkunina ekki í samræmi við velferðarstefnu Spánar og sýn þeirra á heiminn. Þá sagði hann það rétt hvers ríkis að taka sjálfstæða ákvörðun um þessi mál og að sem fullvalda ríki ætli Spánn ekki að taka þátt. Í frétt Guardian segir að Spánn verji töluvert minna í varnarmál en önnur vestræn ríki. Um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál sem sé minna en takmark NATO um tvö prósent. Spánn hefur lagt til að takmark NATO verði hækkað í 2,1 prósent. Þá segir að Sánchez hafi fyrir tveimur mánuðum tilkynnt um hækkun framlags fyrir lok árs og sagði við það tilefni að það væri augljóst að aðeins Evrópa myndi verja Evrópu héðan í frá. Í frétt Guardian segir að NATO hafi sagt viðræður í gangi meðal aðildarríkja og að þau hafi ekki viljað svara frekar fyrir bréf Sánchez. Trump lagði hækkunina til í janúar. Hann sagði alla þurfa að leggja hönd á plóg og að Bandaríkin hefðu borið of þungar byrðar of lengi þegar kemur að varnarmálum heimsins. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum. Spánn Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Í frétt Guardian er haft eftir Sánchez að hann sé ekki að reyna að gera NATO ráðstefnu næstu viku erfiðari en að hann vilji meiri sveigjanleika sem geri markmiðið valkvætt eða að Spánn geti sagt sig frá því. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lagði þetta markmið til sem svar við kröfu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að varnarframlög aðildarríkja verði hækkuð í fimm prósent. Tillaga Rutte gerir ráð fyrir að varnarframlög verði 3,5 prósent af vergri landsframleiðslu og aðildarríkin skuldbindi sig til að verja 1,5 prósentum í öryggismál. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Í frétt Guardian segir að í bréfi til Rutte hafi Sánchez sett spurningar við hækkunina og mögulegar afleiðingar. Þá sagði hann hækkunina ekki í samræmi við velferðarstefnu Spánar og sýn þeirra á heiminn. Þá sagði hann það rétt hvers ríkis að taka sjálfstæða ákvörðun um þessi mál og að sem fullvalda ríki ætli Spánn ekki að taka þátt. Í frétt Guardian segir að Spánn verji töluvert minna í varnarmál en önnur vestræn ríki. Um 1,3 prósent af vergri landsframleiðslu fari í varnarmál sem sé minna en takmark NATO um tvö prósent. Spánn hefur lagt til að takmark NATO verði hækkað í 2,1 prósent. Þá segir að Sánchez hafi fyrir tveimur mánuðum tilkynnt um hækkun framlags fyrir lok árs og sagði við það tilefni að það væri augljóst að aðeins Evrópa myndi verja Evrópu héðan í frá. Í frétt Guardian segir að NATO hafi sagt viðræður í gangi meðal aðildarríkja og að þau hafi ekki viljað svara frekar fyrir bréf Sánchez. Trump lagði hækkunina til í janúar. Hann sagði alla þurfa að leggja hönd á plóg og að Bandaríkin hefðu borið of þungar byrðar of lengi þegar kemur að varnarmálum heimsins. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum.
Spánn Bandaríkin NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira