Tilgáta um að launmorðingi hafi farið mannavillt þegar Jón Þröstur hvarf Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 09:12 Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni á Írlandi 9. febrúar árið 2019 . Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á Írlandi fyrir sex árum er með tilgátu um að leigumorðingi hafi farið mannavillt og drepið hann í staðinn fyrir annan Íslending. Írskir lögreglumenn eru væntanlegir til Íslands í næstu viku til þess taka skýrslu af tugum manna vegna hvarfs Jóns Þrastar. Í frétt írska blaðsins Irish Times er því haldið fram að fjölskylda Jóns Þrastar telji að leigumorðingi sem hafi verið ráðinn til þess að myrða annan Íslending sem var á Írlandi á sama tíma og hann hafi drepið Jón Þröst fyrir mistök. Þar segir ennfremur að írska lögreglan telji að einstaklingar á Íslandi kunni að búa yfir vitneskju um örlög Jóns Þrastar en að þeir veigri sér við að ræða við íslensku lögregluna. Vonast sé til að þeir séu fúsari til þess að ræða við írska rannsóknarlögreglumenn. Alls stendur til að írsku lögreglumennirnir taki skýrslu af 35 manns. Það verður gert undir forræði og undir stjórn íslensku lögreglunnar. Írsku lögreglumennirnir hafa ekki heimild til þess að handtaka eða ákæra fólk á Íslandi. Írska lögreglan gerði leit á fjórum stöðum í Dyflinni í apríl. Líkleitarhundar eru sagðir hafa verið með í för. Leitin var gerð á grundvelli ábendinga sem bárust eftir að írska og íslenska ríkisútvarpið birtu hlaðvarpsþáttaröð sem þau unnu saman um hvarf Jóns Þrastar. Síðast spurðist til Jóns Þrastar á Bonnington-hótelinu í norðanverðri Dyflinni 9. febrúar árið 2019. Engar vísbendingar eru um hvert hann fór né hvað varð af honum. Hann var í borginni til þess að taka þátt í pókermóti með félaga sínum. Hann hafði ekki komið til Dyflinnar áður og þekkti engan þar. Leitin að Jóni Þresti Írland Erlend sakamál Fjárhættuspil Lögreglumál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sjá meira
Í frétt írska blaðsins Irish Times er því haldið fram að fjölskylda Jóns Þrastar telji að leigumorðingi sem hafi verið ráðinn til þess að myrða annan Íslending sem var á Írlandi á sama tíma og hann hafi drepið Jón Þröst fyrir mistök. Þar segir ennfremur að írska lögreglan telji að einstaklingar á Íslandi kunni að búa yfir vitneskju um örlög Jóns Þrastar en að þeir veigri sér við að ræða við íslensku lögregluna. Vonast sé til að þeir séu fúsari til þess að ræða við írska rannsóknarlögreglumenn. Alls stendur til að írsku lögreglumennirnir taki skýrslu af 35 manns. Það verður gert undir forræði og undir stjórn íslensku lögreglunnar. Írsku lögreglumennirnir hafa ekki heimild til þess að handtaka eða ákæra fólk á Íslandi. Írska lögreglan gerði leit á fjórum stöðum í Dyflinni í apríl. Líkleitarhundar eru sagðir hafa verið með í för. Leitin var gerð á grundvelli ábendinga sem bárust eftir að írska og íslenska ríkisútvarpið birtu hlaðvarpsþáttaröð sem þau unnu saman um hvarf Jóns Þrastar. Síðast spurðist til Jóns Þrastar á Bonnington-hótelinu í norðanverðri Dyflinni 9. febrúar árið 2019. Engar vísbendingar eru um hvert hann fór né hvað varð af honum. Hann var í borginni til þess að taka þátt í pókermóti með félaga sínum. Hann hafði ekki komið til Dyflinnar áður og þekkti engan þar.
Leitin að Jóni Þresti Írland Erlend sakamál Fjárhættuspil Lögreglumál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sjá meira