„Eini maðurinn sem er bókaður í golf undir dauðahótunum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 17:03 Bjarni Hafþór fer um viðan völl í uppistandi sínu, Hristur en ekki hrærður, sem aðgengilegt er á Sýn+. Vísir „Þetta er alvarlegt, þetta er erfitt en það er svo mikilvægt að nýta dagana vel og vera glaður,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem er með Parkinson. Á meðan hann getur, vill hann njóta og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Sindri hitti Bjarna Hafþór í Íslandi í dag en uppistand hans, Hristur en ekki hrærður, fór í loftið á Sýn á dögunum. Bjarni vill koma þeim skilaboðum á framfæri að maður sé aldrei of gamall til að byrja nýtt líf. Hann þekkir það af eigin raun en eftir að hann og Inga, konan hans, fóru að slá sér upp greindist hann með Parkinson sjúkdóminn. „Það er alltaf svolítið högg. Manni fer svolítið kalt vatn yfir bakið. Og það er vegna þess að maður veit ekki hvað er að gerast og veit ekki hvað gerist næst.“ Sjúkdómurinn felst meðal annars í því að Bjarni framleiðir minna af dópamíni en meðalmaðurinn. Hann er ólæknandi og einungis er hægt að halda honum niðri. Bjarni passar upp á að hreyfa sig, og taka lyfin sín. Þá hætti hann að drekka fyrir 26 árum, að reykja fyrir 25 árum og að kaffi fyrir 20 árum. Te kom í staðinn. „Það sagði einn við mig sem bæði fær sér smók og bjór, að það væri skelfilegt að sjá til mín. Ég væri krónískur quitter. Alltaf að hætta öllu. Hann var mjög hneykslaður og hélt ég ætti bara ömurlegt líf. En það er ekki svo.“ Bjarni segir ekki skemma fyrir að eiga góða konu, börn, barnabörn og gott líf. Að hafa gott viðhorf skiptir líka máli og ekki er verra þegar makinn hefur áhuga á golfi og góðan húmor. Og þegar hann er mögulega ekki alveg nógu vel stemmdur, segir hún: „Þú veist ekkert hvenær þú drepst! Við erum að fara alltaf. Þá er hún að segja, sem er alveg rétt, þú átt að lifa lífinu, hvern dag fyrir sig. Hver dagur kemur bara einu sinni. Lifðu hann, taktu þátt og leiktu þér. Og hún skýtur því stundum að mér, ef ég tek ekki undir strax,: Þú veist ekkert hvenær þú drepst, við eigum bókað golf. Þannig að ég segi að ég sé eini maðurinn sem er bókaður stöðugt í golf undir dauðahótunum.“ Ísland í dag Grín og gaman Geðheilbrigði Uppistand Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Sindri hitti Bjarna Hafþór í Íslandi í dag en uppistand hans, Hristur en ekki hrærður, fór í loftið á Sýn á dögunum. Bjarni vill koma þeim skilaboðum á framfæri að maður sé aldrei of gamall til að byrja nýtt líf. Hann þekkir það af eigin raun en eftir að hann og Inga, konan hans, fóru að slá sér upp greindist hann með Parkinson sjúkdóminn. „Það er alltaf svolítið högg. Manni fer svolítið kalt vatn yfir bakið. Og það er vegna þess að maður veit ekki hvað er að gerast og veit ekki hvað gerist næst.“ Sjúkdómurinn felst meðal annars í því að Bjarni framleiðir minna af dópamíni en meðalmaðurinn. Hann er ólæknandi og einungis er hægt að halda honum niðri. Bjarni passar upp á að hreyfa sig, og taka lyfin sín. Þá hætti hann að drekka fyrir 26 árum, að reykja fyrir 25 árum og að kaffi fyrir 20 árum. Te kom í staðinn. „Það sagði einn við mig sem bæði fær sér smók og bjór, að það væri skelfilegt að sjá til mín. Ég væri krónískur quitter. Alltaf að hætta öllu. Hann var mjög hneykslaður og hélt ég ætti bara ömurlegt líf. En það er ekki svo.“ Bjarni segir ekki skemma fyrir að eiga góða konu, börn, barnabörn og gott líf. Að hafa gott viðhorf skiptir líka máli og ekki er verra þegar makinn hefur áhuga á golfi og góðan húmor. Og þegar hann er mögulega ekki alveg nógu vel stemmdur, segir hún: „Þú veist ekkert hvenær þú drepst! Við erum að fara alltaf. Þá er hún að segja, sem er alveg rétt, þú átt að lifa lífinu, hvern dag fyrir sig. Hver dagur kemur bara einu sinni. Lifðu hann, taktu þátt og leiktu þér. Og hún skýtur því stundum að mér, ef ég tek ekki undir strax,: Þú veist ekkert hvenær þú drepst, við eigum bókað golf. Þannig að ég segi að ég sé eini maðurinn sem er bókaður stöðugt í golf undir dauðahótunum.“
Ísland í dag Grín og gaman Geðheilbrigði Uppistand Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira