Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Árni Sæberg skrifar 20. júní 2025 11:20 Til stóð að rukka 2.500 krónur fyrir hvern farþega í skemmtiferðaskipum sem þessum á hverjum degi. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. Á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun má sjá dagskrárliðinn Innviðagjald á skemmtiferðaskip, sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra er skrifuð fyrir. Höggvið í sama knérunn? Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gerði málið að umræðuefni sínu í fyrirspurn sinni til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra, þegar óundirbúinn fyrirspurnartími fór fram í þinginu í morgun. „Nú er hæstvirtur ráðherra ráðherra hafnamála og sá skattur sem hefur verið lagður á skemmtiferðaskip nú þegar hefur haft umtalsverð áhrif. Er verið að höggva enn í sama knérunn með áformum um skattahækkanir frá því sem nú þegar er? Það væri ágætt, í fyrirsjáanleika sveitarfélaga, að það lægi fyrir sem allra fyrst ef áform eru uppi um að þrengja enn að stöðu skemmtiferðaskipa, sem hingað koma, með álagningu annað hvort nýs eða viðbótarinnviðagjalds.“ „Alveg ótrúlegt mál“ Eyjólfur þakkaði Bergþóri fyrir fyrirspurnina og sagði Hönnu Katrínu hafa lagt fram minnisblað um innviðagjald á skemmtiferðaskip og hann hefði tekið til máls á fundinum. „Þetta er mál fyrri ríkisstjórnar, þetta er alveg ótrúlegt mál. Þetta er skattahækkun upp á 2.500 krónur á hvern farþega sem kemur með skemmtiferðaskipi á hvern sólarhring.“ Ef blaðamanni skjátlast ekki spurði Bergþór úr þingsal hvort ríkisstjórnin ætlaði að halda áfram með þetta mál fyrri ríkisstjórnar. „Nei, við ætlum að endurskoða málið. Það var niðurstaðan og ég hvatti atvinnuvegaráðherra til að endurskoða þessa skattahækkun og tók til máls hvað varðaði það sem leit að hinum dreifðu byggðum sem voru að hefja uppbyggingu sína í kringum skemmtiferðaskip. Þetta er eitt af þessum fortíðarvanda sem við eigum við að glíma. Það er verið að saka okkur um skattahækkanir hér, þetta er mál sem við ætlum að taka vonandi á sem allra fyrst og ég treysti atvinnuvegaráðherra fullkomlega til að gera það,“ svaraði Eyjólfur. Tekið fyrir í næstu viku Eftir að Eyjólfur hafði lokið máli sínu í þinginu í morgun greindi Hanna Katrín frá því á Facebook að hún hefði lagt fram minnisblað um lækkun fyrirhugaðs innviðagjalds á skemmtiferðaskip þar sem það þyrfti að endurskoða ákvörðun fyrri ríkisstjórnar í þeim efnum. „Þar var einhugur um að endurskoða málið og verður tillaga mín tekin fyrir í ráðherranefnd um ríkisfjármál í næstu viku. Forsaga málsins er að fyrrverandi ríkisstjórn lagði 2.500kr innviðagjald á skemmtiferðaskip um síðustu áramót og var fyrirvarinn einungis tveir mánuðir. Ég hef alltaf sagt að ferðaþjónustan þarf fyrirsjáanleika í sinni starfsemi og um það er ríkisstjórnin samstíga.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun má sjá dagskrárliðinn Innviðagjald á skemmtiferðaskip, sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra er skrifuð fyrir. Höggvið í sama knérunn? Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gerði málið að umræðuefni sínu í fyrirspurn sinni til Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra, þegar óundirbúinn fyrirspurnartími fór fram í þinginu í morgun. „Nú er hæstvirtur ráðherra ráðherra hafnamála og sá skattur sem hefur verið lagður á skemmtiferðaskip nú þegar hefur haft umtalsverð áhrif. Er verið að höggva enn í sama knérunn með áformum um skattahækkanir frá því sem nú þegar er? Það væri ágætt, í fyrirsjáanleika sveitarfélaga, að það lægi fyrir sem allra fyrst ef áform eru uppi um að þrengja enn að stöðu skemmtiferðaskipa, sem hingað koma, með álagningu annað hvort nýs eða viðbótarinnviðagjalds.“ „Alveg ótrúlegt mál“ Eyjólfur þakkaði Bergþóri fyrir fyrirspurnina og sagði Hönnu Katrínu hafa lagt fram minnisblað um innviðagjald á skemmtiferðaskip og hann hefði tekið til máls á fundinum. „Þetta er mál fyrri ríkisstjórnar, þetta er alveg ótrúlegt mál. Þetta er skattahækkun upp á 2.500 krónur á hvern farþega sem kemur með skemmtiferðaskipi á hvern sólarhring.“ Ef blaðamanni skjátlast ekki spurði Bergþór úr þingsal hvort ríkisstjórnin ætlaði að halda áfram með þetta mál fyrri ríkisstjórnar. „Nei, við ætlum að endurskoða málið. Það var niðurstaðan og ég hvatti atvinnuvegaráðherra til að endurskoða þessa skattahækkun og tók til máls hvað varðaði það sem leit að hinum dreifðu byggðum sem voru að hefja uppbyggingu sína í kringum skemmtiferðaskip. Þetta er eitt af þessum fortíðarvanda sem við eigum við að glíma. Það er verið að saka okkur um skattahækkanir hér, þetta er mál sem við ætlum að taka vonandi á sem allra fyrst og ég treysti atvinnuvegaráðherra fullkomlega til að gera það,“ svaraði Eyjólfur. Tekið fyrir í næstu viku Eftir að Eyjólfur hafði lokið máli sínu í þinginu í morgun greindi Hanna Katrín frá því á Facebook að hún hefði lagt fram minnisblað um lækkun fyrirhugaðs innviðagjalds á skemmtiferðaskip þar sem það þyrfti að endurskoða ákvörðun fyrri ríkisstjórnar í þeim efnum. „Þar var einhugur um að endurskoða málið og verður tillaga mín tekin fyrir í ráðherranefnd um ríkisfjármál í næstu viku. Forsaga málsins er að fyrrverandi ríkisstjórn lagði 2.500kr innviðagjald á skemmtiferðaskip um síðustu áramót og var fyrirvarinn einungis tveir mánuðir. Ég hef alltaf sagt að ferðaþjónustan þarf fyrirsjáanleika í sinni starfsemi og um það er ríkisstjórnin samstíga.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Skattar og tollar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira