Fimm spennandi leikmenn af EM U-21 Haraldur Örn Haraldsson skrifar 20. júní 2025 23:03 EM u-21 er komið í 8-liða úrslit Getty/Vísir Nú þegar undir 21 árs EM riðlunum er lokið er ljóst hverjir munu keppa í 8-liða úrslitum. Það er mikið af spennandi ungum leikmönnum á mótunum, en The Athletic skoðaði hverjir stóðu sig best í riðlunum. Geovany Quenda - Portúgal Quenda er þegar búinn að skrifa undir hjá ChelseaGetty/Vísir Quenda er aðeins 18 ára gamall og er yngsti leikmaður mótsins. Hann hefur þegar verið keyptur frá Sporting CP til Chelsea, en mun vera í Portúgal á láni út komandi tímabil. Hann endaði riðlanna með þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Hann er vinstri fótar kantmaður, en þrátt fyrir það skoraði hann tvö af sínum þremur mörkum með hægri. Framherjinn hefur þegar fengið kallið í aðallið Portúgals, en er nú með u-21 liðinu í von um að ná í fyrsta mótssigur hjá aldursflokknum. Nick Woltemade - Þýskaland Woltemade er höfðinnu hærri en liðsfélagar sínir.Getty/Vísir Einn af eldri leikmönnum mótsins þar sem hann er orðinn 23 ára gamall, en hann hefur spilað vel. Hann spilar fyrir Stuttgart en eins og fram hefur komið á Vísi er hann mikið orðaður við Ensku Úrvalsdeildina. Hann skoraði þrennu gegn Slóveníu, og bætti við öðru marki gegn Tékkum. 198 sentimetrar á hæð, en leikstíll hans snýst ekki bara um það. Hann er góður með boltann í löppunum, og spilar vel með sínum liðsfélögum. Elliot Anderson - England Elliot Anderson spilar fyrir Nottingham Forest.Getty/Vísir Hann er hvorki með mörk né stoðsendingar en hefur samt sem áður staðið sig vel. Þessi 22 ára leikmaður Nottingham Forest hefur verið að spila sem djúpur miðjumaður á mótinu. Hann er lykilmaður í uppspili Englands en hann segir sjálfur að „Senda milli varnarmanna er stór partur af mínum leik. Það er eitthvað sem vantar oft í nútíma fótbolta.“ William Osula - Danmörk William Osula spilar fyrir Newcastle en hefur ekki náð að brjótast inn í byrjunarliðið.Getty/Vísir Danir áttu virkilega góða riðlakeppni og unnu sinn riðil. Osula var lykilmaður í þeirra liði, með þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Hann átti líkast til sinn besta leik gegn Hollandi þar sem hann skoraði bæði jöfnunarmark og sigurmark Danmerkur. Osula gekk til liðs við Newcastle frá Sheffield United síðasta sumar en spilaði aðeins tvo heila leiki, en átti þátt í 19 leikjum á tímabilinu. Lucien Agoume - Frakkland Lucien Agoume er sterkur inn á miðsvæði FrakkaGetty/Vísir Agoume er 23 ára djúpur miðjumaður, og er eins og Woltemade einn af eldri leikmönnum mótsins. Hann var góður í sendingum á mótinu sem sást þegar hann gaf stoðsendinguna í jöfnunarmarki Frakka gegn Georgíu. Hann er fyrirliði liðsins og var sterkur á miðsvæðinu að verja vörnina allt mótið. Frakkland mætir Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem tveir af þessum leikmönnum mætast. Portúgal mætir Hollandi, Spánn mætir Englandi og Þjóðverjar mæta Ítölum. Fótbolti Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Það er mikið af spennandi ungum leikmönnum á mótunum, en The Athletic skoðaði hverjir stóðu sig best í riðlunum. Geovany Quenda - Portúgal Quenda er þegar búinn að skrifa undir hjá ChelseaGetty/Vísir Quenda er aðeins 18 ára gamall og er yngsti leikmaður mótsins. Hann hefur þegar verið keyptur frá Sporting CP til Chelsea, en mun vera í Portúgal á láni út komandi tímabil. Hann endaði riðlanna með þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Hann er vinstri fótar kantmaður, en þrátt fyrir það skoraði hann tvö af sínum þremur mörkum með hægri. Framherjinn hefur þegar fengið kallið í aðallið Portúgals, en er nú með u-21 liðinu í von um að ná í fyrsta mótssigur hjá aldursflokknum. Nick Woltemade - Þýskaland Woltemade er höfðinnu hærri en liðsfélagar sínir.Getty/Vísir Einn af eldri leikmönnum mótsins þar sem hann er orðinn 23 ára gamall, en hann hefur spilað vel. Hann spilar fyrir Stuttgart en eins og fram hefur komið á Vísi er hann mikið orðaður við Ensku Úrvalsdeildina. Hann skoraði þrennu gegn Slóveníu, og bætti við öðru marki gegn Tékkum. 198 sentimetrar á hæð, en leikstíll hans snýst ekki bara um það. Hann er góður með boltann í löppunum, og spilar vel með sínum liðsfélögum. Elliot Anderson - England Elliot Anderson spilar fyrir Nottingham Forest.Getty/Vísir Hann er hvorki með mörk né stoðsendingar en hefur samt sem áður staðið sig vel. Þessi 22 ára leikmaður Nottingham Forest hefur verið að spila sem djúpur miðjumaður á mótinu. Hann er lykilmaður í uppspili Englands en hann segir sjálfur að „Senda milli varnarmanna er stór partur af mínum leik. Það er eitthvað sem vantar oft í nútíma fótbolta.“ William Osula - Danmörk William Osula spilar fyrir Newcastle en hefur ekki náð að brjótast inn í byrjunarliðið.Getty/Vísir Danir áttu virkilega góða riðlakeppni og unnu sinn riðil. Osula var lykilmaður í þeirra liði, með þrjú mörk og tvær stoðsendingar. Hann átti líkast til sinn besta leik gegn Hollandi þar sem hann skoraði bæði jöfnunarmark og sigurmark Danmerkur. Osula gekk til liðs við Newcastle frá Sheffield United síðasta sumar en spilaði aðeins tvo heila leiki, en átti þátt í 19 leikjum á tímabilinu. Lucien Agoume - Frakkland Lucien Agoume er sterkur inn á miðsvæði FrakkaGetty/Vísir Agoume er 23 ára djúpur miðjumaður, og er eins og Woltemade einn af eldri leikmönnum mótsins. Hann var góður í sendingum á mótinu sem sást þegar hann gaf stoðsendinguna í jöfnunarmarki Frakka gegn Georgíu. Hann er fyrirliði liðsins og var sterkur á miðsvæðinu að verja vörnina allt mótið. Frakkland mætir Danmörku í 8-liða úrslitum þar sem tveir af þessum leikmönnum mætast. Portúgal mætir Hollandi, Spánn mætir Englandi og Þjóðverjar mæta Ítölum.
Fótbolti Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira