Sjáðu þegar Ægir fékk faðmlag frá Messi sem skoraði svo Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 11:32 Ægir Þór var eðlilega í skýjunum eftir að hafa faðmað Lionel Messi í gær. Skjáskot/@hopewithhulda Gianni Infantino, forseti FIFA, er á meðal þeirra sem deilt hafa hjartnæmu myndskeiði af því þegar hinn 13 ára gamli Ægir Þór Sævarsson og fótboltagoðið Lionel Messi hittust og föðmuðust í gær. Myndbandið má sjá hér að neðan en Messi kom til Ægis rétt áður en hann gekk inn á Mercedes Benz leikvanginn í Atlanta, fyrir leik Inter Miami við Porto á HM félagsliða. Faðmlagið frá unga Hornfirðingnum virtist hafa góð áhrif á Messi sem skoraði sigurmark Inter Miami úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) Ægir greindist ungur með sjaldgæfan og ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm sem nefnist Duchenne. Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis, lýsir því á samfélagsmiðlum hvernig draumur hans frá unga aldri hafi í gær ræst með því að hitta Messi. Þessi mögulega besti fótboltamaður sögunnar gaf Ægi eiginhandaráritun á argentínsku landsliðstreyjuna sem hann klæddist og svo föðmuðust þeir. „Þetta er dagur sem við munum geyma í hjörtum okkar að eilífu,“ skrifaði Hulda Björk með myndbandinu. „Við upplifðum nokkuð ógleymanlegt – sannkallaða töfrastund. Þökk sé ótrúlega góðum og örlátum sálum þá fékk Ægir að hitta hetjuna sína, Lionel Messi – eitthvað sem hann hefur dreymt um síðan hann var fimm ára. Ægir dreymdi um það sem ungur strákur að verða fótboltamaður. En lífið var með aðrar áætlanir. Þegar maður er foreldri barns með sjaldgæfan sjúkdóm þá hafa svona augnablik enn meiri þýðingu. Þau verða að heilagri stund,“ skrifaði Hulda Björk sem mun aldrei gleyma gleðisvipnum á Ægi eftir að hafa hitt sjálfan Messi. Infantino var sömuleiðis heillaður af augnablikinu: „Það hlýjar manni svo sannarlega um hjartarætur að sjá svona. Gleðin í andliti hans er alveg einstök,“ skrifaði forseti FIFA og óskaði Ægi og Huldu alls hins besta. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira
Myndbandið má sjá hér að neðan en Messi kom til Ægis rétt áður en hann gekk inn á Mercedes Benz leikvanginn í Atlanta, fyrir leik Inter Miami við Porto á HM félagsliða. Faðmlagið frá unga Hornfirðingnum virtist hafa góð áhrif á Messi sem skoraði sigurmark Inter Miami úr aukaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by Gianni Infantino - FIFA President (@gianni_infantino) Ægir greindist ungur með sjaldgæfan og ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm sem nefnist Duchenne. Hulda Björk Svansdóttir, móðir Ægis, lýsir því á samfélagsmiðlum hvernig draumur hans frá unga aldri hafi í gær ræst með því að hitta Messi. Þessi mögulega besti fótboltamaður sögunnar gaf Ægi eiginhandaráritun á argentínsku landsliðstreyjuna sem hann klæddist og svo föðmuðust þeir. „Þetta er dagur sem við munum geyma í hjörtum okkar að eilífu,“ skrifaði Hulda Björk með myndbandinu. „Við upplifðum nokkuð ógleymanlegt – sannkallaða töfrastund. Þökk sé ótrúlega góðum og örlátum sálum þá fékk Ægir að hitta hetjuna sína, Lionel Messi – eitthvað sem hann hefur dreymt um síðan hann var fimm ára. Ægir dreymdi um það sem ungur strákur að verða fótboltamaður. En lífið var með aðrar áætlanir. Þegar maður er foreldri barns með sjaldgæfan sjúkdóm þá hafa svona augnablik enn meiri þýðingu. Þau verða að heilagri stund,“ skrifaði Hulda Björk sem mun aldrei gleyma gleðisvipnum á Ægi eftir að hafa hitt sjálfan Messi. Infantino var sömuleiðis heillaður af augnablikinu: „Það hlýjar manni svo sannarlega um hjartarætur að sjá svona. Gleðin í andliti hans er alveg einstök,“ skrifaði forseti FIFA og óskaði Ægi og Huldu alls hins besta.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sjá meira