Leiðtogi í hvítrússnesku andspyrnuhreyfingunni frjáls Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júní 2025 19:05 Endurfundirnir voru langþráðir og hjartnæmir hjá andspyrnuleiðtogunum tveimur. Svjatlana Tsíkhanóskaja Einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi og einn helsti andstæðingur einræðisstjórnar Alexanders Lúkasjenka hefur verið látinn laus eftir fimm ára fangelsisvist. Hann var í hópi fjórtán pólitískra fanga sem náðaðir voru af Lúkasjenka í dag. Svjatlana Tsíkhanóskaja greinir frá fréttunum á samfélagsmiðlum en hún tók við af eiginmanni sínum sem leiðtogi hvítrússnesku stjórnarinnar en hún hefur verið í útlegð frá heimalandi sínu síðan eiginmaður hennar var tekinn fastur árið 2020. Það var þá sem Alexander Lúkasjenka tryggði sér sitt sjötta kjörtímabil í embætti forseta en Sjarhej var helsti mótframbjóðandi hans og andstæðingur. Stærsta mótmælaalda í sögu Hvíta-Rússlands Niðurstöður kosninganna voru samkvæmt uppgefnum gögnum yfirburðasigur Lúkasjenka. Hann hlaut samkvæmt opinberum tölum ríflega átta tíu prósent atkvæða. Í kjölfar kosninganna braust út stærsta mótmælaalda í sögu Hvíta-Rússlands og fylkti á þriðja hundrað þúsund á götur út. Stjórn Lúkasjenka brást við mótmælunum með því að handtaka helstu pólitísku andstæðinga sína og hrekja Svjatlönu í útlegð, hún hlaut dóm en tókst að komast undan. My husband Siarhei is free! It’s hard to describe the joy in my heart.Thank you, 🇺🇸 @POTUS, @SPE_Kellogg, @JohnPCoale, DAS Christopher W. Smith, @StateDept & our 🇪🇺 allies, for all your efforts.We’re not done. 1150 political prisoners remain behind bars. All must be released. pic.twitter.com/MhngqBHFq3— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) June 21, 2025 Svjatlana birti myndband af hjartnæmum endurfundunum. „Sjarhej eiginmaður minn er frjáls! Það er erfitt að lýsa gleðinni í hjarta mér,“ segir hún. Ákvörðun hvítrússneskra stjórnvalda þykir koma á óvart. Þó er talið að Keith Kellogg, sérstakur erindreki Bandaríkjanna til stríðandi fylkinga í Úkraínu, hafi haft þar einhvern hlut í. Hann fór á fund Lúkasjenka í Mínsk í dag. Samkvæmt umfjöllun Guardian er talið að ákvörðun Lúkasjenka um að láta fjórtán pólitíska fanga lausa sé liður í að draga úr einangrun alræðisríkisins á alþjóðavettvangi. Flúði til Litháen Sjarhej Tsíkhanóski var vinsæll bloggari í Hvíta-Rússlandi á árunum fyrir handtöku hans. Hann virkjaði stóran hlut hvítrússnesku þjóðarinnar til að mótmæla stjórn Lúkasjenka og bauð sig svo fram gegn honum til forseta árið 2020. Hann var þá hann handtekinn og dæmdur til átján ára fangelsisvistar fyrir að „kynda undir hatur og ófrið.“ Eiginkona hans Svjatlana bauð sig fram í hans stað og varð helsta andlit mótspyrnuhreyfingarinnar en þurfti að flýja handtökuskipun Lúkasjenka til Litháens þaðan sem hún hefur leitt hreyfinguna á síðustu árum. Hún kom meðal annars til Íslands á Norðurlandaráðsþing á síðasta ári og þá ræddi fréttastofa við hana um andspyrnuna, eiginmannsmissinn og óttann. Í færslu sinni þakkar hún Bandaríkjaforseta og erindrekanum sérstaka fyrir aðstoð þeirra. Þó segir hún baráttunni ekki lokið. Enn séu á tólfta hundrað pólitískir fangar í Hvíta-Rússlandi. Belarús Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Svjatlana Tsíkhanóskaja greinir frá fréttunum á samfélagsmiðlum en hún tók við af eiginmanni sínum sem leiðtogi hvítrússnesku stjórnarinnar en hún hefur verið í útlegð frá heimalandi sínu síðan eiginmaður hennar var tekinn fastur árið 2020. Það var þá sem Alexander Lúkasjenka tryggði sér sitt sjötta kjörtímabil í embætti forseta en Sjarhej var helsti mótframbjóðandi hans og andstæðingur. Stærsta mótmælaalda í sögu Hvíta-Rússlands Niðurstöður kosninganna voru samkvæmt uppgefnum gögnum yfirburðasigur Lúkasjenka. Hann hlaut samkvæmt opinberum tölum ríflega átta tíu prósent atkvæða. Í kjölfar kosninganna braust út stærsta mótmælaalda í sögu Hvíta-Rússlands og fylkti á þriðja hundrað þúsund á götur út. Stjórn Lúkasjenka brást við mótmælunum með því að handtaka helstu pólitísku andstæðinga sína og hrekja Svjatlönu í útlegð, hún hlaut dóm en tókst að komast undan. My husband Siarhei is free! It’s hard to describe the joy in my heart.Thank you, 🇺🇸 @POTUS, @SPE_Kellogg, @JohnPCoale, DAS Christopher W. Smith, @StateDept & our 🇪🇺 allies, for all your efforts.We’re not done. 1150 political prisoners remain behind bars. All must be released. pic.twitter.com/MhngqBHFq3— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) June 21, 2025 Svjatlana birti myndband af hjartnæmum endurfundunum. „Sjarhej eiginmaður minn er frjáls! Það er erfitt að lýsa gleðinni í hjarta mér,“ segir hún. Ákvörðun hvítrússneskra stjórnvalda þykir koma á óvart. Þó er talið að Keith Kellogg, sérstakur erindreki Bandaríkjanna til stríðandi fylkinga í Úkraínu, hafi haft þar einhvern hlut í. Hann fór á fund Lúkasjenka í Mínsk í dag. Samkvæmt umfjöllun Guardian er talið að ákvörðun Lúkasjenka um að láta fjórtán pólitíska fanga lausa sé liður í að draga úr einangrun alræðisríkisins á alþjóðavettvangi. Flúði til Litháen Sjarhej Tsíkhanóski var vinsæll bloggari í Hvíta-Rússlandi á árunum fyrir handtöku hans. Hann virkjaði stóran hlut hvítrússnesku þjóðarinnar til að mótmæla stjórn Lúkasjenka og bauð sig svo fram gegn honum til forseta árið 2020. Hann var þá hann handtekinn og dæmdur til átján ára fangelsisvistar fyrir að „kynda undir hatur og ófrið.“ Eiginkona hans Svjatlana bauð sig fram í hans stað og varð helsta andlit mótspyrnuhreyfingarinnar en þurfti að flýja handtökuskipun Lúkasjenka til Litháens þaðan sem hún hefur leitt hreyfinguna á síðustu árum. Hún kom meðal annars til Íslands á Norðurlandaráðsþing á síðasta ári og þá ræddi fréttastofa við hana um andspyrnuna, eiginmannsmissinn og óttann. Í færslu sinni þakkar hún Bandaríkjaforseta og erindrekanum sérstaka fyrir aðstoð þeirra. Þó segir hún baráttunni ekki lokið. Enn séu á tólfta hundrað pólitískir fangar í Hvíta-Rússlandi.
Belarús Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira