Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 09:30 Logi Sigurðsson lék best á Hlíðavelli í gær, kominn heim af Opna breska áhugamannamótinu. Getty/Alex Burstow Íslandsmótið í holukeppni er í fullum gangi á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og nú er 16 manna útsláttarkeppnin hjá körlunum hafin, eftir tveggja hringja höggleik í gær og bráðabana um síðustu lausu sætin. Ríkjandi Íslandsmeistarinn í holukeppni, Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja, lék best allra í höggleiknum eða samtals á -4 höggum í nokkuð krefjandi aðstæðum. GKG-ingarnir Guðjón Frans Halldórsson og Aron Snær Júlíusson komu næstir á eftir Loga á -3 höggum. Á meðal keppenda er einnig Tómas Eiríksson Hjaltested, nýkominn heim af Opna breska áhugamannamótinu þar sem hann komst í 32-manna úrslit. Fyrrnefndir Logi og Guðjón Frans kepptu einnig á því móti en féllu út fyrir 64 manna útsláttarkeppnina, þó að Logi færi þar í bráðabana. Lék níu holur á sex undir pari Í lýsingu frá Íslandsmótinu á golf.is er haft eftir Tómasi að hann hafi verið frekar þreyttur fyrstu níu holurnar í gær en komist í gang eftir einn orkudrykk. „Ég þarf bara að sulla í mig einum hvítum Monster,“ sagði hann og lék svo seinni níu holurnar, á fyrri hringnum, nær óaðfinnanlega eða á -6 höggum – fékk einn örn og fjóra fugla. Orkudrykkurinn virtist þó ekki duga fram í seinni hringinn því Tómas lék hringina tvo samtals á pari og varð í 6.-8. sæti í höggleiknum. Fimm í bráðabana Fimm kylfingar enduðu jafnir í 13.-17. sæti og léku í bráðabana um fjögur síðustu sætin í 16 manna úrslitunum. Það voru þeir Böðvar Bragi Pálsson, Axel Bóasson, Kristófer Orri Þórðarson, Arnar Daði Svavarsson og Jóhannes Guðmundsson. Að lokum var það Jóhannes, sem lék til úrslita gegn Loga á mótinu í fyrra, sem varð að sitja eftir. Sextán manna úrslitin í holukeppninni eru komin af stað og náði Tómas að vinna fyrstu holuna gegn Aroni Emil Gunnarssyni. Kristófer Orri Þórðarson er einnig kominn með holu í forskot gegn Loga eftir þrjár holur. Hægt er að fylgjast með stöðunni hér en keppt verður í 16-manna og 8-manna úrslitum í dag. Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ríkjandi Íslandsmeistarinn í holukeppni, Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja, lék best allra í höggleiknum eða samtals á -4 höggum í nokkuð krefjandi aðstæðum. GKG-ingarnir Guðjón Frans Halldórsson og Aron Snær Júlíusson komu næstir á eftir Loga á -3 höggum. Á meðal keppenda er einnig Tómas Eiríksson Hjaltested, nýkominn heim af Opna breska áhugamannamótinu þar sem hann komst í 32-manna úrslit. Fyrrnefndir Logi og Guðjón Frans kepptu einnig á því móti en féllu út fyrir 64 manna útsláttarkeppnina, þó að Logi færi þar í bráðabana. Lék níu holur á sex undir pari Í lýsingu frá Íslandsmótinu á golf.is er haft eftir Tómasi að hann hafi verið frekar þreyttur fyrstu níu holurnar í gær en komist í gang eftir einn orkudrykk. „Ég þarf bara að sulla í mig einum hvítum Monster,“ sagði hann og lék svo seinni níu holurnar, á fyrri hringnum, nær óaðfinnanlega eða á -6 höggum – fékk einn örn og fjóra fugla. Orkudrykkurinn virtist þó ekki duga fram í seinni hringinn því Tómas lék hringina tvo samtals á pari og varð í 6.-8. sæti í höggleiknum. Fimm í bráðabana Fimm kylfingar enduðu jafnir í 13.-17. sæti og léku í bráðabana um fjögur síðustu sætin í 16 manna úrslitunum. Það voru þeir Böðvar Bragi Pálsson, Axel Bóasson, Kristófer Orri Þórðarson, Arnar Daði Svavarsson og Jóhannes Guðmundsson. Að lokum var það Jóhannes, sem lék til úrslita gegn Loga á mótinu í fyrra, sem varð að sitja eftir. Sextán manna úrslitin í holukeppninni eru komin af stað og náði Tómas að vinna fyrstu holuna gegn Aroni Emil Gunnarssyni. Kristófer Orri Þórðarson er einnig kominn með holu í forskot gegn Loga eftir þrjár holur. Hægt er að fylgjast með stöðunni hér en keppt verður í 16-manna og 8-manna úrslitum í dag.
Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira