Þjóðkirkja á réttri leið Þórður Guðmundsson skrifar 22. júní 2025 13:01 Af því að það hefur gustað nokkuð um þjóðkirkjuna að undanförnu þá langar mig til þess að varpa fram einni spurningu og koma um leið kirkjunni aðeins til varnar: Hvort er kirkjan fyrir fólkið eða fólkið fyrir kirkjuna? Þetta er svipuð spurning eins og þegar Jesús er að tala um hvíldardaginn í Biblíunni, hvort er fólkið fyrir hvíldardaginn eða hvíldardagurinn fyrir fólkið..? Ef fólkið er fyrir kirkjuna þá er hún fastheldin, íhaldssöm og ósveigjanleg, það eina sem hana vantar þá, er bara fólk til þess halda öllu gangandi. Fólk sem þarf ekkert að velta hlutunum mikið fyrir sér þannig, helst bara vera með og segja að svona hafi þetta alltaf verið og hefðin sjálf hver svo sem hún er, verður að óhagganlegu skurðgoði. Þó svo að breytt form á ýmsu sé síðan aðkallandi þá má hér helst engu breyta né koma með nokkuð nýtt hversu ómerkilegt sem það kann að virðast án þess að einhver verði allt í einu öskuvondur og reiður í hið óendanlega. En svo er það kirkjan fyrir fólkið, sem gerir sér grein fyrir nútímanum, sem býður allt fólk velkomið og vill opna dyrnar fyrir mér og þér og þá skipti engu máli hver ég er. Þar með væri kirkjan óhrædd við að vera sveigjanleg og brjóta þess vegna reglur og hefðir til auðvelda aðgengi fólks að kirkjunni. Kærleiksrík kirkja ætti alltaf að vera til í að hjálpa, en þarf líka að geta viðurkennt þegar hún getur það ekki. Einlæg, heiðarleg og kærleiksrík kirkja er eftirsóknarverð kirkja. Ef við fylgjum þeirri sýn, að umfaðmandi kærleiksrík kirkja eigi mun stærra erindi við íslenskt þjóðfélag heldur en íhaldssöm kirkja (sem vill síður laga sig að ört vaxandi þjóðfélagi í allar áttir), þá getur hvaðeina gott gerst, eins og t.d. vaxandi einlæg kirkja. Talandi svo um það hvort villutrú sé að eiga sér stað núna innan þessa stóra samneytis þá er hægt að svara því neitandi. Þannig tal átti sér oft stað á miðöldum og kom iðulega af einskærum ótta. Af ótta við að eitthvað eyðilegði hefðir og niðurnjörvaðan karlægan heim. Allt villutrúartal tilheyrir þess vegna aldagamalli óttasleginni kirkju sem hefur ekki kjark til þess að horfast í augu við og viðurkenna málfarslegar breytingar í nokkurri handbók eða öðruvísi sálma á öðrum tungumálum. Þess vegna er alveg óþarfi að eyða tíma í argaþras og segja að kirkjan sé á rangri leið vegna þess að hún bara er það ekki. Hún er alltaf á réttri leið þegar hún opnar dyrnar og býður allt fólk velkomið til sín, af hvaða þjóðerni og kyni sem er, hvort sem það er trans eða eitthvað annað. Ef hún gerir það ekki þá hverfur hún okkur og verður með tímanum að engu. Höfundur er guðfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Af því að það hefur gustað nokkuð um þjóðkirkjuna að undanförnu þá langar mig til þess að varpa fram einni spurningu og koma um leið kirkjunni aðeins til varnar: Hvort er kirkjan fyrir fólkið eða fólkið fyrir kirkjuna? Þetta er svipuð spurning eins og þegar Jesús er að tala um hvíldardaginn í Biblíunni, hvort er fólkið fyrir hvíldardaginn eða hvíldardagurinn fyrir fólkið..? Ef fólkið er fyrir kirkjuna þá er hún fastheldin, íhaldssöm og ósveigjanleg, það eina sem hana vantar þá, er bara fólk til þess halda öllu gangandi. Fólk sem þarf ekkert að velta hlutunum mikið fyrir sér þannig, helst bara vera með og segja að svona hafi þetta alltaf verið og hefðin sjálf hver svo sem hún er, verður að óhagganlegu skurðgoði. Þó svo að breytt form á ýmsu sé síðan aðkallandi þá má hér helst engu breyta né koma með nokkuð nýtt hversu ómerkilegt sem það kann að virðast án þess að einhver verði allt í einu öskuvondur og reiður í hið óendanlega. En svo er það kirkjan fyrir fólkið, sem gerir sér grein fyrir nútímanum, sem býður allt fólk velkomið og vill opna dyrnar fyrir mér og þér og þá skipti engu máli hver ég er. Þar með væri kirkjan óhrædd við að vera sveigjanleg og brjóta þess vegna reglur og hefðir til auðvelda aðgengi fólks að kirkjunni. Kærleiksrík kirkja ætti alltaf að vera til í að hjálpa, en þarf líka að geta viðurkennt þegar hún getur það ekki. Einlæg, heiðarleg og kærleiksrík kirkja er eftirsóknarverð kirkja. Ef við fylgjum þeirri sýn, að umfaðmandi kærleiksrík kirkja eigi mun stærra erindi við íslenskt þjóðfélag heldur en íhaldssöm kirkja (sem vill síður laga sig að ört vaxandi þjóðfélagi í allar áttir), þá getur hvaðeina gott gerst, eins og t.d. vaxandi einlæg kirkja. Talandi svo um það hvort villutrú sé að eiga sér stað núna innan þessa stóra samneytis þá er hægt að svara því neitandi. Þannig tal átti sér oft stað á miðöldum og kom iðulega af einskærum ótta. Af ótta við að eitthvað eyðilegði hefðir og niðurnjörvaðan karlægan heim. Allt villutrúartal tilheyrir þess vegna aldagamalli óttasleginni kirkju sem hefur ekki kjark til þess að horfast í augu við og viðurkenna málfarslegar breytingar í nokkurri handbók eða öðruvísi sálma á öðrum tungumálum. Þess vegna er alveg óþarfi að eyða tíma í argaþras og segja að kirkjan sé á rangri leið vegna þess að hún bara er það ekki. Hún er alltaf á réttri leið þegar hún opnar dyrnar og býður allt fólk velkomið til sín, af hvaða þjóðerni og kyni sem er, hvort sem það er trans eða eitthvað annað. Ef hún gerir það ekki þá hverfur hún okkur og verður með tímanum að engu. Höfundur er guðfræðingur
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar