Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 12:00 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Arnar Verð á almennum neysluvörum var það næsthæsta á Íslandi í Evrópu á síðasta ári samkvæmt nýrri úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Formaður Neytendasamtakanna segir að honum þyki þetta miður þó tölurnar komi engum á óvart sem fylgst hafi með verðlagi á Íslandi undanfarin ár. Ýmislegt sé til ráða. Það er aðeins í Sviss sem verð á almennum neysluvörum var hærra en á Íslandi í fyrra samkvæmt útttekt Eurostat hagstofu Evrópusambandsins en verðlag á Íslandi var 62 prósentum hærra á síðasta ári en að jafnaði í ríkjum Evrópu. Þá var verðlag á mat og drykk 44 prósentum hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu. Samanburðurinn náði til 36 ríkja, 27 ríkja Evrópusambandsins, þriggja EFTA ríkja og þriggja umsóknarríkja að Evrópusambandinu. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta kemur því miður ekki á óvart, við höfum verið að keppast um efstu þrjú sætin á þessum lista í áraraðir við Noreg og Sviss og höfum skipst á að verma sæti eitt, tvö og þrjú í þessum efnum. Þannig þetta eru því miður engar nýjar fréttir og kemur því miður ekki á óvart. Að sjálfsögðu þurfum við að berjast fyrir því að fara neðar á þessum lista og að verðlag hér verði skikkanlegt.“ Um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál íslenskra neytenda. „Það er erfitt kannski að benda á einhvern einn sökudólg í þessu. Kaupmáttur á Íslandi er frekar hár, launin halda þó ekki, við erum að keppa um efstu þrjú sætin í verði en því miður erum við ekki á sama stað hvað varðar laun, þar erum við neðar á lista og þar þyrfti að koma eitthvað samræmi á.“ Ýmislegt þurfi að koma til eigi að ná niður verðlagi á Íslandi. „Við eigum að ýta undir samkeppni, breyta stuðningi við bændur í styðjandi stuðning en ekki hamlandi stuðning eins og hann er núna. Við þurfum að efla samkeppni hvar sem við getum en ekki hamla henni eins og hefur verið gert að undanförnu. Það er ýmislegt, ekki eitt en ýmislegt sem þarf að gera.“ Neytendur Verslun Matur Drykkir Verðlag Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Það er aðeins í Sviss sem verð á almennum neysluvörum var hærra en á Íslandi í fyrra samkvæmt útttekt Eurostat hagstofu Evrópusambandsins en verðlag á Íslandi var 62 prósentum hærra á síðasta ári en að jafnaði í ríkjum Evrópu. Þá var verðlag á mat og drykk 44 prósentum hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu. Samanburðurinn náði til 36 ríkja, 27 ríkja Evrópusambandsins, þriggja EFTA ríkja og þriggja umsóknarríkja að Evrópusambandinu. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta kemur því miður ekki á óvart, við höfum verið að keppast um efstu þrjú sætin á þessum lista í áraraðir við Noreg og Sviss og höfum skipst á að verma sæti eitt, tvö og þrjú í þessum efnum. Þannig þetta eru því miður engar nýjar fréttir og kemur því miður ekki á óvart. Að sjálfsögðu þurfum við að berjast fyrir því að fara neðar á þessum lista og að verðlag hér verði skikkanlegt.“ Um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál íslenskra neytenda. „Það er erfitt kannski að benda á einhvern einn sökudólg í þessu. Kaupmáttur á Íslandi er frekar hár, launin halda þó ekki, við erum að keppa um efstu þrjú sætin í verði en því miður erum við ekki á sama stað hvað varðar laun, þar erum við neðar á lista og þar þyrfti að koma eitthvað samræmi á.“ Ýmislegt þurfi að koma til eigi að ná niður verðlagi á Íslandi. „Við eigum að ýta undir samkeppni, breyta stuðningi við bændur í styðjandi stuðning en ekki hamlandi stuðning eins og hann er núna. Við þurfum að efla samkeppni hvar sem við getum en ekki hamla henni eins og hefur verið gert að undanförnu. Það er ýmislegt, ekki eitt en ýmislegt sem þarf að gera.“
Neytendur Verslun Matur Drykkir Verðlag Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira