Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 12:00 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Arnar Verð á almennum neysluvörum var það næsthæsta á Íslandi í Evrópu á síðasta ári samkvæmt nýrri úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Formaður Neytendasamtakanna segir að honum þyki þetta miður þó tölurnar komi engum á óvart sem fylgst hafi með verðlagi á Íslandi undanfarin ár. Ýmislegt sé til ráða. Það er aðeins í Sviss sem verð á almennum neysluvörum var hærra en á Íslandi í fyrra samkvæmt útttekt Eurostat hagstofu Evrópusambandsins en verðlag á Íslandi var 62 prósentum hærra á síðasta ári en að jafnaði í ríkjum Evrópu. Þá var verðlag á mat og drykk 44 prósentum hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu. Samanburðurinn náði til 36 ríkja, 27 ríkja Evrópusambandsins, þriggja EFTA ríkja og þriggja umsóknarríkja að Evrópusambandinu. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta kemur því miður ekki á óvart, við höfum verið að keppast um efstu þrjú sætin á þessum lista í áraraðir við Noreg og Sviss og höfum skipst á að verma sæti eitt, tvö og þrjú í þessum efnum. Þannig þetta eru því miður engar nýjar fréttir og kemur því miður ekki á óvart. Að sjálfsögðu þurfum við að berjast fyrir því að fara neðar á þessum lista og að verðlag hér verði skikkanlegt.“ Um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál íslenskra neytenda. „Það er erfitt kannski að benda á einhvern einn sökudólg í þessu. Kaupmáttur á Íslandi er frekar hár, launin halda þó ekki, við erum að keppa um efstu þrjú sætin í verði en því miður erum við ekki á sama stað hvað varðar laun, þar erum við neðar á lista og þar þyrfti að koma eitthvað samræmi á.“ Ýmislegt þurfi að koma til eigi að ná niður verðlagi á Íslandi. „Við eigum að ýta undir samkeppni, breyta stuðningi við bændur í styðjandi stuðning en ekki hamlandi stuðning eins og hann er núna. Við þurfum að efla samkeppni hvar sem við getum en ekki hamla henni eins og hefur verið gert að undanförnu. Það er ýmislegt, ekki eitt en ýmislegt sem þarf að gera.“ Neytendur Verslun Matur Drykkir Verðlag Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Það er aðeins í Sviss sem verð á almennum neysluvörum var hærra en á Íslandi í fyrra samkvæmt útttekt Eurostat hagstofu Evrópusambandsins en verðlag á Íslandi var 62 prósentum hærra á síðasta ári en að jafnaði í ríkjum Evrópu. Þá var verðlag á mat og drykk 44 prósentum hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu. Samanburðurinn náði til 36 ríkja, 27 ríkja Evrópusambandsins, þriggja EFTA ríkja og þriggja umsóknarríkja að Evrópusambandinu. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir tölurnar ekki koma á óvart. „Þetta kemur því miður ekki á óvart, við höfum verið að keppast um efstu þrjú sætin á þessum lista í áraraðir við Noreg og Sviss og höfum skipst á að verma sæti eitt, tvö og þrjú í þessum efnum. Þannig þetta eru því miður engar nýjar fréttir og kemur því miður ekki á óvart. Að sjálfsögðu þurfum við að berjast fyrir því að fara neðar á þessum lista og að verðlag hér verði skikkanlegt.“ Um sé að ræða eitt stærsta hagsmunamál íslenskra neytenda. „Það er erfitt kannski að benda á einhvern einn sökudólg í þessu. Kaupmáttur á Íslandi er frekar hár, launin halda þó ekki, við erum að keppa um efstu þrjú sætin í verði en því miður erum við ekki á sama stað hvað varðar laun, þar erum við neðar á lista og þar þyrfti að koma eitthvað samræmi á.“ Ýmislegt þurfi að koma til eigi að ná niður verðlagi á Íslandi. „Við eigum að ýta undir samkeppni, breyta stuðningi við bændur í styðjandi stuðning en ekki hamlandi stuðning eins og hann er núna. Við þurfum að efla samkeppni hvar sem við getum en ekki hamla henni eins og hefur verið gert að undanförnu. Það er ýmislegt, ekki eitt en ýmislegt sem þarf að gera.“
Neytendur Verslun Matur Drykkir Verðlag Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira