Ljósmyndari tekinn með valdi frá brúðkaupsgestum Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 11:48 Helene Spilling er þekkt í Noregi sem dansari, þar sem hún hefur keppt í sjónvarpsþáttum, en Martin Ödegaard var ungur orðinn að fótboltastjörnu. EPA-EFE/Thomas Fure Norskur ljósmyndari sem ætlaði sér að ná myndum af brúðhjónunum og gestum, í brúðkaupi Arsenal-mannsins Martins Ödegaard og danskonunnar Helene Spilling Ödegaard, var gripinn af öryggisvörðum og borinn í burtu. Ödegaard-hjónin giftu sig reyndar í nóvember í fyrra, í leyni, en héldu svo glæsilegt brúðkaup nú um helgina í Noregi. Ljósmyndarinn var gripinn af tveimur öryggisvörðum.Skjáskot/@Sportbladet Veisluhöldin hófust á föstudaginn í nágrenni Drammen, heimabæjar Martins, en athöfnin var svo í gær í kirkju í Gjerdrum, þaðan sem Helene kemur. Fjöldi fótboltastjarna og liðsfélaga Martins Ödegaard úr Arsenal og norska landsliðinu var á meðal gesta. Má þar nefna Kai Havertz og konu hans Sophiu, Bukayo Saka og kærustu hans Tolami Benson, og Leandro Trossard. Úr norska landsliðinu voru til dæmis mættir Leo Östigård, Morten Thorsby og Sander Berge sem raunar var svaramaður í brúðkaupinu. Ljóst er að Ödegaard-hjónin vildu fá að eiga sína stund með fjölskyldu og vinum, án þess að aðrir væru að skipta sér af. Þess vegna voru tveir öryggisverðir fljótir að grípa ljósmyndara norsku útgáfunnar af Séð og Heyrt, þegar hann reyndi að ná myndum af gestunum. Bukayo Saka og kærasta hans, Tolami Benson, á leið upp í bíl eftir athöfnina í kirkjunni í Gjerdrum.EPA-EFE/Thomas Fure Niklas Kokkinn-Thoresen, ritstjóri slúðurtímaritsins, sagði ljóst að ljósmyndarinn hefði mátt taka myndir og að málið myndi draga dilk á eftir sér. „Við bregðumst mjög hart við því að öryggisverðirnir hafi beitt ljósmyndara okkar líkamlegu ofbeldi á vettvangi. Hann var staddur á almannafæri til að fjalla um opinberan viðburð. Þeir höfðu engan rétt til að loka bílastæðinu eða svæðinu í kringum kirkjuna. Atvikið verður því tilkynnt til lögreglu – við getum ekki sætt okkur við að ofbeldi sé beitt gegn blaðamönnum og ljósmyndurum í starfi,“ sagði Kokkinn-Thoresen við Nettavisen. Helene Spilling og Martin Ödegaard voru brosandi og glæsileg eftir brúðkaupsathöfnina í Gjerdrum, á leið í veisluna sem svo tók við.EPA-EFE/Thomas Fure Noregur Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira
Ödegaard-hjónin giftu sig reyndar í nóvember í fyrra, í leyni, en héldu svo glæsilegt brúðkaup nú um helgina í Noregi. Ljósmyndarinn var gripinn af tveimur öryggisvörðum.Skjáskot/@Sportbladet Veisluhöldin hófust á föstudaginn í nágrenni Drammen, heimabæjar Martins, en athöfnin var svo í gær í kirkju í Gjerdrum, þaðan sem Helene kemur. Fjöldi fótboltastjarna og liðsfélaga Martins Ödegaard úr Arsenal og norska landsliðinu var á meðal gesta. Má þar nefna Kai Havertz og konu hans Sophiu, Bukayo Saka og kærustu hans Tolami Benson, og Leandro Trossard. Úr norska landsliðinu voru til dæmis mættir Leo Östigård, Morten Thorsby og Sander Berge sem raunar var svaramaður í brúðkaupinu. Ljóst er að Ödegaard-hjónin vildu fá að eiga sína stund með fjölskyldu og vinum, án þess að aðrir væru að skipta sér af. Þess vegna voru tveir öryggisverðir fljótir að grípa ljósmyndara norsku útgáfunnar af Séð og Heyrt, þegar hann reyndi að ná myndum af gestunum. Bukayo Saka og kærasta hans, Tolami Benson, á leið upp í bíl eftir athöfnina í kirkjunni í Gjerdrum.EPA-EFE/Thomas Fure Niklas Kokkinn-Thoresen, ritstjóri slúðurtímaritsins, sagði ljóst að ljósmyndarinn hefði mátt taka myndir og að málið myndi draga dilk á eftir sér. „Við bregðumst mjög hart við því að öryggisverðirnir hafi beitt ljósmyndara okkar líkamlegu ofbeldi á vettvangi. Hann var staddur á almannafæri til að fjalla um opinberan viðburð. Þeir höfðu engan rétt til að loka bílastæðinu eða svæðinu í kringum kirkjuna. Atvikið verður því tilkynnt til lögreglu – við getum ekki sætt okkur við að ofbeldi sé beitt gegn blaðamönnum og ljósmyndurum í starfi,“ sagði Kokkinn-Thoresen við Nettavisen. Helene Spilling og Martin Ödegaard voru brosandi og glæsileg eftir brúðkaupsathöfnina í Gjerdrum, á leið í veisluna sem svo tók við.EPA-EFE/Thomas Fure
Noregur Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira