Ljósmyndari tekinn með valdi frá brúðkaupsgestum Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 11:48 Helene Spilling er þekkt í Noregi sem dansari, þar sem hún hefur keppt í sjónvarpsþáttum, en Martin Ödegaard var ungur orðinn að fótboltastjörnu. EPA-EFE/Thomas Fure Norskur ljósmyndari sem ætlaði sér að ná myndum af brúðhjónunum og gestum, í brúðkaupi Arsenal-mannsins Martins Ödegaard og danskonunnar Helene Spilling Ödegaard, var gripinn af öryggisvörðum og borinn í burtu. Ödegaard-hjónin giftu sig reyndar í nóvember í fyrra, í leyni, en héldu svo glæsilegt brúðkaup nú um helgina í Noregi. Ljósmyndarinn var gripinn af tveimur öryggisvörðum.Skjáskot/@Sportbladet Veisluhöldin hófust á föstudaginn í nágrenni Drammen, heimabæjar Martins, en athöfnin var svo í gær í kirkju í Gjerdrum, þaðan sem Helene kemur. Fjöldi fótboltastjarna og liðsfélaga Martins Ödegaard úr Arsenal og norska landsliðinu var á meðal gesta. Má þar nefna Kai Havertz og konu hans Sophiu, Bukayo Saka og kærustu hans Tolami Benson, og Leandro Trossard. Úr norska landsliðinu voru til dæmis mættir Leo Östigård, Morten Thorsby og Sander Berge sem raunar var svaramaður í brúðkaupinu. Ljóst er að Ödegaard-hjónin vildu fá að eiga sína stund með fjölskyldu og vinum, án þess að aðrir væru að skipta sér af. Þess vegna voru tveir öryggisverðir fljótir að grípa ljósmyndara norsku útgáfunnar af Séð og Heyrt, þegar hann reyndi að ná myndum af gestunum. Bukayo Saka og kærasta hans, Tolami Benson, á leið upp í bíl eftir athöfnina í kirkjunni í Gjerdrum.EPA-EFE/Thomas Fure Niklas Kokkinn-Thoresen, ritstjóri slúðurtímaritsins, sagði ljóst að ljósmyndarinn hefði mátt taka myndir og að málið myndi draga dilk á eftir sér. „Við bregðumst mjög hart við því að öryggisverðirnir hafi beitt ljósmyndara okkar líkamlegu ofbeldi á vettvangi. Hann var staddur á almannafæri til að fjalla um opinberan viðburð. Þeir höfðu engan rétt til að loka bílastæðinu eða svæðinu í kringum kirkjuna. Atvikið verður því tilkynnt til lögreglu – við getum ekki sætt okkur við að ofbeldi sé beitt gegn blaðamönnum og ljósmyndurum í starfi,“ sagði Kokkinn-Thoresen við Nettavisen. Helene Spilling og Martin Ödegaard voru brosandi og glæsileg eftir brúðkaupsathöfnina í Gjerdrum, á leið í veisluna sem svo tók við.EPA-EFE/Thomas Fure Noregur Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira
Ödegaard-hjónin giftu sig reyndar í nóvember í fyrra, í leyni, en héldu svo glæsilegt brúðkaup nú um helgina í Noregi. Ljósmyndarinn var gripinn af tveimur öryggisvörðum.Skjáskot/@Sportbladet Veisluhöldin hófust á föstudaginn í nágrenni Drammen, heimabæjar Martins, en athöfnin var svo í gær í kirkju í Gjerdrum, þaðan sem Helene kemur. Fjöldi fótboltastjarna og liðsfélaga Martins Ödegaard úr Arsenal og norska landsliðinu var á meðal gesta. Má þar nefna Kai Havertz og konu hans Sophiu, Bukayo Saka og kærustu hans Tolami Benson, og Leandro Trossard. Úr norska landsliðinu voru til dæmis mættir Leo Östigård, Morten Thorsby og Sander Berge sem raunar var svaramaður í brúðkaupinu. Ljóst er að Ödegaard-hjónin vildu fá að eiga sína stund með fjölskyldu og vinum, án þess að aðrir væru að skipta sér af. Þess vegna voru tveir öryggisverðir fljótir að grípa ljósmyndara norsku útgáfunnar af Séð og Heyrt, þegar hann reyndi að ná myndum af gestunum. Bukayo Saka og kærasta hans, Tolami Benson, á leið upp í bíl eftir athöfnina í kirkjunni í Gjerdrum.EPA-EFE/Thomas Fure Niklas Kokkinn-Thoresen, ritstjóri slúðurtímaritsins, sagði ljóst að ljósmyndarinn hefði mátt taka myndir og að málið myndi draga dilk á eftir sér. „Við bregðumst mjög hart við því að öryggisverðirnir hafi beitt ljósmyndara okkar líkamlegu ofbeldi á vettvangi. Hann var staddur á almannafæri til að fjalla um opinberan viðburð. Þeir höfðu engan rétt til að loka bílastæðinu eða svæðinu í kringum kirkjuna. Atvikið verður því tilkynnt til lögreglu – við getum ekki sætt okkur við að ofbeldi sé beitt gegn blaðamönnum og ljósmyndurum í starfi,“ sagði Kokkinn-Thoresen við Nettavisen. Helene Spilling og Martin Ödegaard voru brosandi og glæsileg eftir brúðkaupsathöfnina í Gjerdrum, á leið í veisluna sem svo tók við.EPA-EFE/Thomas Fure
Noregur Mest lesið Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Sjá meira