Sagt að hann gæti ekki klárað námið en gerði það samt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 19:18 Patrekur segir mótlætið hafa reynt mikið á hann í náminu en það hafi aldrei komið til greina að gefast upp. Vísir/Ívar Fannar Fyrsti lögblindi maðurinn til þess að ljúka meistaranámi í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands segir stjórnendur námsins ítrekað hafa sett honum stólinn fyrir dyrnar og efast um getu hans. Hann segist þakklátur kennurum sínum, það hafi aldrei komið til greina að gefast upp. Patrekur Andrés Axelsson greindist nítján ára gamall með arfgengan augnsjúkdóm og er í dag með um fimm prósent sjón. Hann hefur aldrei látið sjúkdóminn stoppa sig og hefur meðal annars verið fulltrúi Íslands á Ólympíuleikum fatlaðra og klárað nám í rafvirkjun. Nú hefur Patrekur lokið mastersnámi í sjúkraþjálfun fyrstur lögblindra einstaklinga en hann segist hafa mætt fordómum og mótlæti stjórnenda læknadeildar Háskóla Íslands í náminu. Tveimur mánuðum eftir að hann hóf nám var hann boðaður á fund. „Ég spurði: Fara aðrir nemar á svona fund? „Nei, bara þú.“Af hverju? „Það eru öðruvísi aðstæður hjá þér.“ Svo fékk ég lögfræðibréf í hendurnar á fundinum um að mér væri synjað um áframhaldandi nám.“ Efasemdir stjórnenda námsins um getu Patreks hafi snúið að verklegum þætti námsins. „En ef maður lærir fræðin, grunninn, ert með alla þekkinguna og spyrð réttra spurninga, ferð eftir því sem er kennt þá er ekkert sem bendir til þess að þetta sé ekki hægt.“ „Svo var búið að finna verknám fyrir mig og verknámsstað og þar var ég bara lagður í einelti af verknámskennaranum. Það er þannig? Já, hún sagði að hún gæti ekki metið mig því ég væri of blindur og svo tók hún á móti mér og spurði mig hvar blindrastafurinn væri.“ Patrekur segir annað verknám hafa gengið vel og tekur fram að flestir kennarar hafi verið til fyrirmyndar. Hann segist þeim afar þakklátur og er nú búinn með námið. „Það þarf bara að finna út úr hlutunum, finna réttu lausnirnar. Einstaklingurinn sem er með hömlunina er oft með launsina, hann veit best hverjar hans þarfir eru, þannig ég hvet bara alla blinda og sjónskerta sem hafa áhuga á sjúkraþjálfun að sækja um.“ Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Patrekur Andrés Axelsson greindist nítján ára gamall með arfgengan augnsjúkdóm og er í dag með um fimm prósent sjón. Hann hefur aldrei látið sjúkdóminn stoppa sig og hefur meðal annars verið fulltrúi Íslands á Ólympíuleikum fatlaðra og klárað nám í rafvirkjun. Nú hefur Patrekur lokið mastersnámi í sjúkraþjálfun fyrstur lögblindra einstaklinga en hann segist hafa mætt fordómum og mótlæti stjórnenda læknadeildar Háskóla Íslands í náminu. Tveimur mánuðum eftir að hann hóf nám var hann boðaður á fund. „Ég spurði: Fara aðrir nemar á svona fund? „Nei, bara þú.“Af hverju? „Það eru öðruvísi aðstæður hjá þér.“ Svo fékk ég lögfræðibréf í hendurnar á fundinum um að mér væri synjað um áframhaldandi nám.“ Efasemdir stjórnenda námsins um getu Patreks hafi snúið að verklegum þætti námsins. „En ef maður lærir fræðin, grunninn, ert með alla þekkinguna og spyrð réttra spurninga, ferð eftir því sem er kennt þá er ekkert sem bendir til þess að þetta sé ekki hægt.“ „Svo var búið að finna verknám fyrir mig og verknámsstað og þar var ég bara lagður í einelti af verknámskennaranum. Það er þannig? Já, hún sagði að hún gæti ekki metið mig því ég væri of blindur og svo tók hún á móti mér og spurði mig hvar blindrastafurinn væri.“ Patrekur segir annað verknám hafa gengið vel og tekur fram að flestir kennarar hafi verið til fyrirmyndar. Hann segist þeim afar þakklátur og er nú búinn með námið. „Það þarf bara að finna út úr hlutunum, finna réttu lausnirnar. Einstaklingurinn sem er með hömlunina er oft með launsina, hann veit best hverjar hans þarfir eru, þannig ég hvet bara alla blinda og sjónskerta sem hafa áhuga á sjúkraþjálfun að sækja um.“
Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira