Elísabet stefnir á risa afrek með Belgíu á EM Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2025 16:45 Elísabet Gunnarsdóttir er landsliðsþjálfari belgíska landsliðsins sem tekur þátt á komandi Evrópumóti í fótbolta í Sviss. Vísir/Getty Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að það yrði risa afrek ef Belgía kæmist upp úr sterkum B-riðli á komandi Evrópumóti í Sviss. Hún hefur haft knappan tíma til þess að koma sínum gildum á framfæri. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá belgíska landsliðinu af Ives Serneels í janúar fyrr á þessu ári, Serneels hafði þá verið landsliðsþjálfari Belgíu síðan árið 2011. Belgía spilar í B-riðli á Evrópumótinu með ríkjandi heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Elísabet hefur þurft að vinna hratt og örugglega við að koma sinni sýn á framfæri við leikmenn belgíska landsliðsins. „Fólk má búast við því að sjá mjög skýr gildi í okkar leik, liðsanda sem einkennist af mikilli orku og ákefð. Lið sem mun aldrei gefast upp,“ segir Elísabet í viðtali sem birtist á heimasíðu UEFA. Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion) Belgía komst alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti eftir að hafa verið í riðli með Íslandi, Frakklandi og Ítalíu. „Belgíska þjóðin hefur því fengið að upplifa tilfinninguna sem fylgir því. Við viljum upplifa þá tilfinningu aftur. Það að komast upp úr riðlinum væri risa afrek fyrir Belgíu, það er okkar stefna að ná því takmarki.“ Elísabet er hrifinn af því að búa til menningu sem stýrist af því að leggja sig fram. Hún telur þannig menningu geta sigrað allt. GIldi Elísabetar í þjálfun eru mörg en sökum þess knappa tíma sem hún hefur haft síðan að hún tók við liðinu og fram að komandi Evrópumóti, hefur hún þurft að velja aðeins nokkur af sínum gildum til að vinna með. „Ég tel þá vinnu vera að ganga vel, það hafa allir tekið vel í það að fá eitthvað nýtt inn.“ Til þess að Belgía geti skarað fram úr á Evrópumótinu mun Elísabet þurfa að ná því besta fram í lykilmönnunum Janice Cayman og Tessa Wullaert, þá býr belgíska landsliðið einnig yfir öflugum og ungum leikmönnum. „Ég elska þessa blöndu. Þetta svipar til þeirrar samsetningar á leikmanahópum sem ég hef starfað með hjá félagsliðum. Ég elska að hafa bæði unga og hæfileikaríka leikmenn í bland við reynslubolta. Ég tel reynsluboltana geta gefið þeim ungum svo mikið, hjálpað þeim að þróast bæði sem leikmenn og einstaklingar.“ EM 2025 í Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá belgíska landsliðinu af Ives Serneels í janúar fyrr á þessu ári, Serneels hafði þá verið landsliðsþjálfari Belgíu síðan árið 2011. Belgía spilar í B-riðli á Evrópumótinu með ríkjandi heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Elísabet hefur þurft að vinna hratt og örugglega við að koma sinni sýn á framfæri við leikmenn belgíska landsliðsins. „Fólk má búast við því að sjá mjög skýr gildi í okkar leik, liðsanda sem einkennist af mikilli orku og ákefð. Lið sem mun aldrei gefast upp,“ segir Elísabet í viðtali sem birtist á heimasíðu UEFA. Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion) Belgía komst alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti eftir að hafa verið í riðli með Íslandi, Frakklandi og Ítalíu. „Belgíska þjóðin hefur því fengið að upplifa tilfinninguna sem fylgir því. Við viljum upplifa þá tilfinningu aftur. Það að komast upp úr riðlinum væri risa afrek fyrir Belgíu, það er okkar stefna að ná því takmarki.“ Elísabet er hrifinn af því að búa til menningu sem stýrist af því að leggja sig fram. Hún telur þannig menningu geta sigrað allt. GIldi Elísabetar í þjálfun eru mörg en sökum þess knappa tíma sem hún hefur haft síðan að hún tók við liðinu og fram að komandi Evrópumóti, hefur hún þurft að velja aðeins nokkur af sínum gildum til að vinna með. „Ég tel þá vinnu vera að ganga vel, það hafa allir tekið vel í það að fá eitthvað nýtt inn.“ Til þess að Belgía geti skarað fram úr á Evrópumótinu mun Elísabet þurfa að ná því besta fram í lykilmönnunum Janice Cayman og Tessa Wullaert, þá býr belgíska landsliðið einnig yfir öflugum og ungum leikmönnum. „Ég elska þessa blöndu. Þetta svipar til þeirrar samsetningar á leikmanahópum sem ég hef starfað með hjá félagsliðum. Ég elska að hafa bæði unga og hæfileikaríka leikmenn í bland við reynslubolta. Ég tel reynsluboltana geta gefið þeim ungum svo mikið, hjálpað þeim að þróast bæði sem leikmenn og einstaklingar.“
Leikir Belgíu á EM í Sviss: - 3.júlí vs Ítalía (Stade de Tourbillon í Sion) - 7.júlí vs Spánn (Arena Thun í Thun) - 11.júlí vs Portúgal (Stade de Tourbillon í Sion)
EM 2025 í Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira