Meira örplast í flöskum úr gleri en plasti Eiður Þór Árnason skrifar 23. júní 2025 13:44 Niðurstaðan kom rannsakendum á óvart en rannsóknin var gerð á drykkjum sem seldir eru í Frakklandi. vísir/vilhelm Drykkir sem seldir eru í glerflöskum geta innihaldið margfalt meira magn af örplasti en sambærilegir drykkir í plastflöskum. Þetta sýna niðurstöður franskrar rannsóknar sem skoðaði gos, bjór, vín og vatn selt þar í landi. Rannsakendurnir mældu að meðaltali hundrað örplastagnir á hvern lítra í glerflöskum sem innihéldu gosdrykki, sítrónusafa, íste og bjór. Það var fimm til fimmtíu sinnum meira magn en greindist í plastflöskum og áldósum. Minna af örplasti mældist í átöppuðu vatni og víni. Með örplasti er átt við smáar plastagnir sem mælast smærri en hálfur sentimetri að stærð. Smæð þeirra gerir það að verkum að þær komast inn í mannslíkamann við innöndun, í gegnum húð og með neyslu á mat og drykk. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins segir betri vísindalega þekkingu skorta á mögulegum áhrifum örplasts á heilsufar manna en ástæða sé til að reyna að draga úr umfanginu og mögulegri áhættu. Óvænt niðurstaða Rannsóknin á drykkjarflöskunum var á vegum ANSES, matvælaöryggisstofnunar Frakklands, og komu niðurstöðurnar höfundum hennar nokkuð á óvart. Grunar þá sterklega að örplastmengun í glerflöskunum eigi uppruna sinn í máluðu töppunum sem innsigli þær. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir Iseline Chaib, einum höfunda rannsóknarinnar, að agnirnar í glerflöskunum hafi verið eins á litinn og með sömu efnasamsetningu og húðin á töppunum. Þetta bendi til þess að um sama plastið sé að ræða. Matvælaöryggisstofnun Frakklands greinir frá því að einnig hafi mátt finna á töppunum „pínulitlar rispur sem sáust ekki með berum augum, líklega vegna núnings milli tappa á meðan þeir voru geymdir.“ Þetta geti síðan skilið eftir lausar agnir á yfirborði tappanna sem endi í drykknum þegar þeir eru settir á flöskurnar. Undir smásjá sáust rispur á töppum glerflösku og fundust samsvarandi agnir inni í flöskunni.Chaïb et al., 2025 Minna í vínflöskum Magn örplasts mældist tiltölulega lágt í flöskum með átöppuðu vatni, bæði kolsýrðu og ókolsýrðu, eða á bilinu 4,5 agnir á lítra í glerflöskum og minnst 1,6 agnir í plasti. Vín innihélt einnig lítið örplast og átti það líka við um vín í glerflöskum með tappa. Rannsakendur segjast enn leita skýringa á því hvað skýri það að meira örplast hafi mælst í glerflöskum með annars konar drykkjum. Í sömu rannsókn mældust gosdrykkir um 30 örplastagnir á hvern lítra, sítrónusafi 40 og bjór um 60 á hvern lítra. Rannsóknin var birt í ritrýnda fræðiritinu Journal of Food Composition and Analysis. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að örplastagnir í drykkjum geti átt uppruna sinn í vélbúnaði og plastleiðslum sem notaðar eru við átöppun.Getty/Penpak Ngamsathain Svipuð niðurstaða sést í fyrri rannsóknum Fyrri rannsóknir frá Tyrklandi, Kína, Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa sömuleiðis leitt í ljós dæmi um að örplastmengun mælist meiri í glerflöskum þarlendis en þeim úr plasti. Þar sem yfirvöld hafa ekki gefið út viðmið um óæskilegt magn örplasts í mat og drykk er ekki hægt að segja til um það hvort tölurnar í áðurnefndri frönsku rannsókn skapi hættu á neikvæðum heilsufarsáhrifum. Þetta segir ANSES, matvælaöryggisstofnun Frakklands. Stofnunin segir framleiðendur geta dregið úr örplastsmengun í drykkjum með sérstökum hreinsunaraðferðum. Í rannsókninni kemur fram að þegar prófað var að blása tappa með lofti og skola þá í kjölfarið með vatni og etanóli minnkaði mengun um 60 prósent. Drykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira
Rannsakendurnir mældu að meðaltali hundrað örplastagnir á hvern lítra í glerflöskum sem innihéldu gosdrykki, sítrónusafa, íste og bjór. Það var fimm til fimmtíu sinnum meira magn en greindist í plastflöskum og áldósum. Minna af örplasti mældist í átöppuðu vatni og víni. Með örplasti er átt við smáar plastagnir sem mælast smærri en hálfur sentimetri að stærð. Smæð þeirra gerir það að verkum að þær komast inn í mannslíkamann við innöndun, í gegnum húð og með neyslu á mat og drykk. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins segir betri vísindalega þekkingu skorta á mögulegum áhrifum örplasts á heilsufar manna en ástæða sé til að reyna að draga úr umfanginu og mögulegri áhættu. Óvænt niðurstaða Rannsóknin á drykkjarflöskunum var á vegum ANSES, matvælaöryggisstofnunar Frakklands, og komu niðurstöðurnar höfundum hennar nokkuð á óvart. Grunar þá sterklega að örplastmengun í glerflöskunum eigi uppruna sinn í máluðu töppunum sem innsigli þær. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir Iseline Chaib, einum höfunda rannsóknarinnar, að agnirnar í glerflöskunum hafi verið eins á litinn og með sömu efnasamsetningu og húðin á töppunum. Þetta bendi til þess að um sama plastið sé að ræða. Matvælaöryggisstofnun Frakklands greinir frá því að einnig hafi mátt finna á töppunum „pínulitlar rispur sem sáust ekki með berum augum, líklega vegna núnings milli tappa á meðan þeir voru geymdir.“ Þetta geti síðan skilið eftir lausar agnir á yfirborði tappanna sem endi í drykknum þegar þeir eru settir á flöskurnar. Undir smásjá sáust rispur á töppum glerflösku og fundust samsvarandi agnir inni í flöskunni.Chaïb et al., 2025 Minna í vínflöskum Magn örplasts mældist tiltölulega lágt í flöskum með átöppuðu vatni, bæði kolsýrðu og ókolsýrðu, eða á bilinu 4,5 agnir á lítra í glerflöskum og minnst 1,6 agnir í plasti. Vín innihélt einnig lítið örplast og átti það líka við um vín í glerflöskum með tappa. Rannsakendur segjast enn leita skýringa á því hvað skýri það að meira örplast hafi mælst í glerflöskum með annars konar drykkjum. Í sömu rannsókn mældust gosdrykkir um 30 örplastagnir á hvern lítra, sítrónusafi 40 og bjór um 60 á hvern lítra. Rannsóknin var birt í ritrýnda fræðiritinu Journal of Food Composition and Analysis. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að örplastagnir í drykkjum geti átt uppruna sinn í vélbúnaði og plastleiðslum sem notaðar eru við átöppun.Getty/Penpak Ngamsathain Svipuð niðurstaða sést í fyrri rannsóknum Fyrri rannsóknir frá Tyrklandi, Kína, Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa sömuleiðis leitt í ljós dæmi um að örplastmengun mælist meiri í glerflöskum þarlendis en þeim úr plasti. Þar sem yfirvöld hafa ekki gefið út viðmið um óæskilegt magn örplasts í mat og drykk er ekki hægt að segja til um það hvort tölurnar í áðurnefndri frönsku rannsókn skapi hættu á neikvæðum heilsufarsáhrifum. Þetta segir ANSES, matvælaöryggisstofnun Frakklands. Stofnunin segir framleiðendur geta dregið úr örplastsmengun í drykkjum með sérstökum hreinsunaraðferðum. Í rannsókninni kemur fram að þegar prófað var að blása tappa með lofti og skola þá í kjölfarið með vatni og etanóli minnkaði mengun um 60 prósent.
Drykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Sjá meira