Meira örplast í flöskum úr gleri en plasti Eiður Þór Árnason skrifar 23. júní 2025 13:44 Niðurstaðan kom rannsakendum á óvart en rannsóknin var gerð á drykkjum sem seldir eru í Frakklandi. vísir/vilhelm Drykkir sem seldir eru í glerflöskum geta innihaldið margfalt meira magn af örplasti en sambærilegir drykkir í plastflöskum. Þetta sýna niðurstöður franskrar rannsóknar sem skoðaði gos, bjór, vín og vatn selt þar í landi. Rannsakendurnir mældu að meðaltali hundrað örplastagnir á hvern lítra í glerflöskum sem innihéldu gosdrykki, sítrónusafa, íste og bjór. Það var fimm til fimmtíu sinnum meira magn en greindist í plastflöskum og áldósum. Minna af örplasti mældist í átöppuðu vatni og víni. Með örplasti er átt við smáar plastagnir sem mælast smærri en hálfur sentimetri að stærð. Smæð þeirra gerir það að verkum að þær komast inn í mannslíkamann við innöndun, í gegnum húð og með neyslu á mat og drykk. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins segir betri vísindalega þekkingu skorta á mögulegum áhrifum örplasts á heilsufar manna en ástæða sé til að reyna að draga úr umfanginu og mögulegri áhættu. Óvænt niðurstaða Rannsóknin á drykkjarflöskunum var á vegum ANSES, matvælaöryggisstofnunar Frakklands, og komu niðurstöðurnar höfundum hennar nokkuð á óvart. Grunar þá sterklega að örplastmengun í glerflöskunum eigi uppruna sinn í máluðu töppunum sem innsigli þær. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir Iseline Chaib, einum höfunda rannsóknarinnar, að agnirnar í glerflöskunum hafi verið eins á litinn og með sömu efnasamsetningu og húðin á töppunum. Þetta bendi til þess að um sama plastið sé að ræða. Matvælaöryggisstofnun Frakklands greinir frá því að einnig hafi mátt finna á töppunum „pínulitlar rispur sem sáust ekki með berum augum, líklega vegna núnings milli tappa á meðan þeir voru geymdir.“ Þetta geti síðan skilið eftir lausar agnir á yfirborði tappanna sem endi í drykknum þegar þeir eru settir á flöskurnar. Undir smásjá sáust rispur á töppum glerflösku og fundust samsvarandi agnir inni í flöskunni.Chaïb et al., 2025 Minna í vínflöskum Magn örplasts mældist tiltölulega lágt í flöskum með átöppuðu vatni, bæði kolsýrðu og ókolsýrðu, eða á bilinu 4,5 agnir á lítra í glerflöskum og minnst 1,6 agnir í plasti. Vín innihélt einnig lítið örplast og átti það líka við um vín í glerflöskum með tappa. Rannsakendur segjast enn leita skýringa á því hvað skýri það að meira örplast hafi mælst í glerflöskum með annars konar drykkjum. Í sömu rannsókn mældust gosdrykkir um 30 örplastagnir á hvern lítra, sítrónusafi 40 og bjór um 60 á hvern lítra. Rannsóknin var birt í ritrýnda fræðiritinu Journal of Food Composition and Analysis. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að örplastagnir í drykkjum geti átt uppruna sinn í vélbúnaði og plastleiðslum sem notaðar eru við átöppun.Getty/Penpak Ngamsathain Svipuð niðurstaða sést í fyrri rannsóknum Fyrri rannsóknir frá Tyrklandi, Kína, Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa sömuleiðis leitt í ljós dæmi um að örplastmengun mælist meiri í glerflöskum þarlendis en þeim úr plasti. Þar sem yfirvöld hafa ekki gefið út viðmið um óæskilegt magn örplasts í mat og drykk er ekki hægt að segja til um það hvort tölurnar í áðurnefndri frönsku rannsókn skapi hættu á neikvæðum heilsufarsáhrifum. Þetta segir ANSES, matvælaöryggisstofnun Frakklands. Stofnunin segir framleiðendur geta dregið úr örplastsmengun í drykkjum með sérstökum hreinsunaraðferðum. Í rannsókninni kemur fram að þegar prófað var að blása tappa með lofti og skola þá í kjölfarið með vatni og etanóli minnkaði mengun um 60 prósent. Drykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Sjá meira
Rannsakendurnir mældu að meðaltali hundrað örplastagnir á hvern lítra í glerflöskum sem innihéldu gosdrykki, sítrónusafa, íste og bjór. Það var fimm til fimmtíu sinnum meira magn en greindist í plastflöskum og áldósum. Minna af örplasti mældist í átöppuðu vatni og víni. Með örplasti er átt við smáar plastagnir sem mælast smærri en hálfur sentimetri að stærð. Smæð þeirra gerir það að verkum að þær komast inn í mannslíkamann við innöndun, í gegnum húð og með neyslu á mat og drykk. Umhverfisstofnun Evrópusambandsins segir betri vísindalega þekkingu skorta á mögulegum áhrifum örplasts á heilsufar manna en ástæða sé til að reyna að draga úr umfanginu og mögulegri áhættu. Óvænt niðurstaða Rannsóknin á drykkjarflöskunum var á vegum ANSES, matvælaöryggisstofnunar Frakklands, og komu niðurstöðurnar höfundum hennar nokkuð á óvart. Grunar þá sterklega að örplastmengun í glerflöskunum eigi uppruna sinn í máluðu töppunum sem innsigli þær. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og hefur eftir Iseline Chaib, einum höfunda rannsóknarinnar, að agnirnar í glerflöskunum hafi verið eins á litinn og með sömu efnasamsetningu og húðin á töppunum. Þetta bendi til þess að um sama plastið sé að ræða. Matvælaöryggisstofnun Frakklands greinir frá því að einnig hafi mátt finna á töppunum „pínulitlar rispur sem sáust ekki með berum augum, líklega vegna núnings milli tappa á meðan þeir voru geymdir.“ Þetta geti síðan skilið eftir lausar agnir á yfirborði tappanna sem endi í drykknum þegar þeir eru settir á flöskurnar. Undir smásjá sáust rispur á töppum glerflösku og fundust samsvarandi agnir inni í flöskunni.Chaïb et al., 2025 Minna í vínflöskum Magn örplasts mældist tiltölulega lágt í flöskum með átöppuðu vatni, bæði kolsýrðu og ókolsýrðu, eða á bilinu 4,5 agnir á lítra í glerflöskum og minnst 1,6 agnir í plasti. Vín innihélt einnig lítið örplast og átti það líka við um vín í glerflöskum með tappa. Rannsakendur segjast enn leita skýringa á því hvað skýri það að meira örplast hafi mælst í glerflöskum með annars konar drykkjum. Í sömu rannsókn mældust gosdrykkir um 30 örplastagnir á hvern lítra, sítrónusafi 40 og bjór um 60 á hvern lítra. Rannsóknin var birt í ritrýnda fræðiritinu Journal of Food Composition and Analysis. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að örplastagnir í drykkjum geti átt uppruna sinn í vélbúnaði og plastleiðslum sem notaðar eru við átöppun.Getty/Penpak Ngamsathain Svipuð niðurstaða sést í fyrri rannsóknum Fyrri rannsóknir frá Tyrklandi, Kína, Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa sömuleiðis leitt í ljós dæmi um að örplastmengun mælist meiri í glerflöskum þarlendis en þeim úr plasti. Þar sem yfirvöld hafa ekki gefið út viðmið um óæskilegt magn örplasts í mat og drykk er ekki hægt að segja til um það hvort tölurnar í áðurnefndri frönsku rannsókn skapi hættu á neikvæðum heilsufarsáhrifum. Þetta segir ANSES, matvælaöryggisstofnun Frakklands. Stofnunin segir framleiðendur geta dregið úr örplastsmengun í drykkjum með sérstökum hreinsunaraðferðum. Í rannsókninni kemur fram að þegar prófað var að blása tappa með lofti og skola þá í kjölfarið með vatni og etanóli minnkaði mengun um 60 prósent.
Drykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Sjá meira