Telja einhvern hér á landi búa yfir vitneskju um hvað kom fyrir Jón Þröst Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júní 2025 20:23 Alan Brady og Eiríkur Valberg vinna að rannsókn málsins. Vísir/Sigurjón Fimm írskir lögreglumenn eru staddir hér á landi til að taka skýrslur af fjörtíu og fimm einstaklingum í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Vonir standa til að vísbendingar berist sem gætu nýst við að upplýsa málið. Í dag hófust skýrslutökur í tengslum við rannsóknina á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fimm írskir lögreglumenn eru komnir hingað til lands vegna skýrslutakanna en ásamt þeim vinnur tíu manna hópur frá íslensku lögreglunni að málinu. „Við erum að vonast til að finna frekari upplýsingar og vísbendingar sem gætu nýst við rannsókn málsins. Það er ómögulegt að segja fyrirfram hvað mun koma úr þessu en við erum að vonast til að finna einhverjar frekari upplýsingar sem gætu nýst við að upplýsa málið,“ sagði Eiríkur Valberg, fulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar. Allar skýrslutökur verða undir stjórn íslensku lögreglunnar en írskir lögreglumenn verða viðstaddir og fá tækifæri til að spyrja sinna spurninga. Í frétt The Irish Times í síðustu viku kom fram tilgáta að Jón Þröstur hefði verið myrtur fyrir mistök af launmorðingja sem ráðinn hafi verið til að myrða annan íslenskan mann sem staddur var í Dublin á sama tíma. „Ég get ekki farið út í einstaka tilgátur en ég get þó sagt að það hefur í raun ekkert verið útilokað ennþá. Þannig að í raun og veru er allt möguleiki.“ Nöfn þeirra sem boðaðir eru til skýrslutöku eru að megninu komin frá írsku lögreglunni. Fleiri nöfn hafa þó bæst við eftir ábendingar frá íslensku lögreglunni og hefur fjölgað í hópnum sem upphaflega var boðaður. Stefnt er á að taka skýrslu af fjörtíu og fimm manns í vikunni. Allan Brady hjá írsku lögreglunni er staddur hér á landi í tengslum við málið. Hann er bjartsýnn á að skýrslutökurnar skili árangri. „Við höfum fengið vissar upplýsingar sem við höfum fylgt eftir. Við erum hér til að athuga hvort við getum fengið upplýsingar í samfélaginu hér. Því við teljum að einhverjir hérna kunni að hafa vitneskju um hvað kom fyrir Jón,“ sagði Brady í viðtali í morgun. Lögreglan ítrekaði þá ósk að allir þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar stigi fram. Hægt er að koma með ábendingar í síma 444-1000 eða með því að senda póst á abending@lrh.is Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Sjá meira
Í dag hófust skýrslutökur í tengslum við rannsóknina á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fimm írskir lögreglumenn eru komnir hingað til lands vegna skýrslutakanna en ásamt þeim vinnur tíu manna hópur frá íslensku lögreglunni að málinu. „Við erum að vonast til að finna frekari upplýsingar og vísbendingar sem gætu nýst við rannsókn málsins. Það er ómögulegt að segja fyrirfram hvað mun koma úr þessu en við erum að vonast til að finna einhverjar frekari upplýsingar sem gætu nýst við að upplýsa málið,“ sagði Eiríkur Valberg, fulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar. Allar skýrslutökur verða undir stjórn íslensku lögreglunnar en írskir lögreglumenn verða viðstaddir og fá tækifæri til að spyrja sinna spurninga. Í frétt The Irish Times í síðustu viku kom fram tilgáta að Jón Þröstur hefði verið myrtur fyrir mistök af launmorðingja sem ráðinn hafi verið til að myrða annan íslenskan mann sem staddur var í Dublin á sama tíma. „Ég get ekki farið út í einstaka tilgátur en ég get þó sagt að það hefur í raun ekkert verið útilokað ennþá. Þannig að í raun og veru er allt möguleiki.“ Nöfn þeirra sem boðaðir eru til skýrslutöku eru að megninu komin frá írsku lögreglunni. Fleiri nöfn hafa þó bæst við eftir ábendingar frá íslensku lögreglunni og hefur fjölgað í hópnum sem upphaflega var boðaður. Stefnt er á að taka skýrslu af fjörtíu og fimm manns í vikunni. Allan Brady hjá írsku lögreglunni er staddur hér á landi í tengslum við málið. Hann er bjartsýnn á að skýrslutökurnar skili árangri. „Við höfum fengið vissar upplýsingar sem við höfum fylgt eftir. Við erum hér til að athuga hvort við getum fengið upplýsingar í samfélaginu hér. Því við teljum að einhverjir hérna kunni að hafa vitneskju um hvað kom fyrir Jón,“ sagði Brady í viðtali í morgun. Lögreglan ítrekaði þá ósk að allir þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar stigi fram. Hægt er að koma með ábendingar í síma 444-1000 eða með því að senda póst á abending@lrh.is
Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent