Telja einhvern hér á landi búa yfir vitneskju um hvað kom fyrir Jón Þröst Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júní 2025 20:23 Alan Brady og Eiríkur Valberg vinna að rannsókn málsins. Vísir/Sigurjón Fimm írskir lögreglumenn eru staddir hér á landi til að taka skýrslur af fjörtíu og fimm einstaklingum í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Vonir standa til að vísbendingar berist sem gætu nýst við að upplýsa málið. Í dag hófust skýrslutökur í tengslum við rannsóknina á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fimm írskir lögreglumenn eru komnir hingað til lands vegna skýrslutakanna en ásamt þeim vinnur tíu manna hópur frá íslensku lögreglunni að málinu. „Við erum að vonast til að finna frekari upplýsingar og vísbendingar sem gætu nýst við rannsókn málsins. Það er ómögulegt að segja fyrirfram hvað mun koma úr þessu en við erum að vonast til að finna einhverjar frekari upplýsingar sem gætu nýst við að upplýsa málið,“ sagði Eiríkur Valberg, fulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar. Allar skýrslutökur verða undir stjórn íslensku lögreglunnar en írskir lögreglumenn verða viðstaddir og fá tækifæri til að spyrja sinna spurninga. Í frétt The Irish Times í síðustu viku kom fram tilgáta að Jón Þröstur hefði verið myrtur fyrir mistök af launmorðingja sem ráðinn hafi verið til að myrða annan íslenskan mann sem staddur var í Dublin á sama tíma. „Ég get ekki farið út í einstaka tilgátur en ég get þó sagt að það hefur í raun ekkert verið útilokað ennþá. Þannig að í raun og veru er allt möguleiki.“ Nöfn þeirra sem boðaðir eru til skýrslutöku eru að megninu komin frá írsku lögreglunni. Fleiri nöfn hafa þó bæst við eftir ábendingar frá íslensku lögreglunni og hefur fjölgað í hópnum sem upphaflega var boðaður. Stefnt er á að taka skýrslu af fjörtíu og fimm manns í vikunni. Allan Brady hjá írsku lögreglunni er staddur hér á landi í tengslum við málið. Hann er bjartsýnn á að skýrslutökurnar skili árangri. „Við höfum fengið vissar upplýsingar sem við höfum fylgt eftir. Við erum hér til að athuga hvort við getum fengið upplýsingar í samfélaginu hér. Því við teljum að einhverjir hérna kunni að hafa vitneskju um hvað kom fyrir Jón,“ sagði Brady í viðtali í morgun. Lögreglan ítrekaði þá ósk að allir þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar stigi fram. Hægt er að koma með ábendingar í síma 444-1000 eða með því að senda póst á abending@lrh.is Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Í dag hófust skýrslutökur í tengslum við rannsóknina á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fimm írskir lögreglumenn eru komnir hingað til lands vegna skýrslutakanna en ásamt þeim vinnur tíu manna hópur frá íslensku lögreglunni að málinu. „Við erum að vonast til að finna frekari upplýsingar og vísbendingar sem gætu nýst við rannsókn málsins. Það er ómögulegt að segja fyrirfram hvað mun koma úr þessu en við erum að vonast til að finna einhverjar frekari upplýsingar sem gætu nýst við að upplýsa málið,“ sagði Eiríkur Valberg, fulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar. Allar skýrslutökur verða undir stjórn íslensku lögreglunnar en írskir lögreglumenn verða viðstaddir og fá tækifæri til að spyrja sinna spurninga. Í frétt The Irish Times í síðustu viku kom fram tilgáta að Jón Þröstur hefði verið myrtur fyrir mistök af launmorðingja sem ráðinn hafi verið til að myrða annan íslenskan mann sem staddur var í Dublin á sama tíma. „Ég get ekki farið út í einstaka tilgátur en ég get þó sagt að það hefur í raun ekkert verið útilokað ennþá. Þannig að í raun og veru er allt möguleiki.“ Nöfn þeirra sem boðaðir eru til skýrslutöku eru að megninu komin frá írsku lögreglunni. Fleiri nöfn hafa þó bæst við eftir ábendingar frá íslensku lögreglunni og hefur fjölgað í hópnum sem upphaflega var boðaður. Stefnt er á að taka skýrslu af fjörtíu og fimm manns í vikunni. Allan Brady hjá írsku lögreglunni er staddur hér á landi í tengslum við málið. Hann er bjartsýnn á að skýrslutökurnar skili árangri. „Við höfum fengið vissar upplýsingar sem við höfum fylgt eftir. Við erum hér til að athuga hvort við getum fengið upplýsingar í samfélaginu hér. Því við teljum að einhverjir hérna kunni að hafa vitneskju um hvað kom fyrir Jón,“ sagði Brady í viðtali í morgun. Lögreglan ítrekaði þá ósk að allir þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar stigi fram. Hægt er að koma með ábendingar í síma 444-1000 eða með því að senda póst á abending@lrh.is
Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira