Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 15:01 Lárus Orri er nýráðinn þjálfari ÍA. vísir / sigurjón Baldur Sigurðsson, sérfræðingur í Stúkunni, furðaði sig á fjarveru nýráðins þjálfara ÍA, Lárusar Orra Sigurðssonar í leik Skagamanna gegn Stjörnunni um síðastliðna helgi sem tapaðist 3-0. Ef að Lárus, sem var sérfræðingur í Stúkunni áður, hefði verið í setti hefði hann spurt sig hvaða kjaftæði væri í gangi. ÍA greindi frá ráðningu Lárusar Orra út yfirstandandi tíambil á laugardagsmorgni og tekur hann við stjórnartaumunum af Jóni Þóri Haukssyni. ÍA, sem vermir botnsæti Bestu deildarinnar átti leik á heimavelli gegn Stjörnunni rúmum sólarhring seinna en í stað þess að vera á hliðarlínunni í þeim leik sat Lárus Orri hjá og Dean Martin aðstoðarþjálfari, sem var einnig aðstoðarþjálfari í tíð Jóns Þórs, stýrði liði ÍA. „Af hverju tók Lárus Orri ekki bara þennan leik?“ spurði Baldur í Stúkunni. „Mér finnst þetta bara vera leikur sem fór í súginn. Möguleg þrjú stig. Það er tilkynnt um ráðningu hans á laugardagsmorgni. Ég er hundrað prósent viss um að ef Lárus Orri hefði setið hérna þá hefði hann sagt: „Hvaða kjaftæði er þetta?“ Klippa: Lárus hefði sagt „Hvaða kjaftæði er þetta?“ „Þú ert mættur þarna á laugardagsmorgni, taktu bara æfingu með liðinu og vertu með leikinn. Berðu lífi í strákana og fáðu þá strax inn. Það er kannski bara það eina sem þarf, smá ferskleika. Mér finnst þetta skrítið,“ sagði Baldur og spurði félaga sína í settinu hvort það væri bara honum sem þætti þetta skrítið. „Nei nei,“ svaraði Ólafur Kristjánsson og hélt svo áfram. „Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tekur þá ákvörðun að Jón Þór eigi að hætta. Dean Martin er búinn að vera með honum og tekur leikinn gegn Stjörnunni. Það má alveg ræða það af hverju Lárus Orri tók ekki leikinn. Þurftu leikmennirnir kannski, fyrst að þessi ákvörðun var tekin, að fá nýju röddina bara inn strax þannig að það væri farið inn í þennan leik með hreint blað. Það er ekki mikið sem þjálfari getur gert á þessum litla tíma en kannski bara það að fá hann inn í klefann, og vera röddin í klefanum fyrir þennan leik, hefði kannski geta gert eitthvað. En nú sitjum við eftir leik og þessa niðurstöðu að ræða um þetta. Það er aldrei nein ein leið rétt í þessu en þetta er vissulega punktur sem má velta upp og ræða.“ Nánari umræðu í Stúkunni um komandi þjálfaratíð Lárusar Orra með lið ÍA má sjá hér fyrir ofan. Stúkan Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
ÍA greindi frá ráðningu Lárusar Orra út yfirstandandi tíambil á laugardagsmorgni og tekur hann við stjórnartaumunum af Jóni Þóri Haukssyni. ÍA, sem vermir botnsæti Bestu deildarinnar átti leik á heimavelli gegn Stjörnunni rúmum sólarhring seinna en í stað þess að vera á hliðarlínunni í þeim leik sat Lárus Orri hjá og Dean Martin aðstoðarþjálfari, sem var einnig aðstoðarþjálfari í tíð Jóns Þórs, stýrði liði ÍA. „Af hverju tók Lárus Orri ekki bara þennan leik?“ spurði Baldur í Stúkunni. „Mér finnst þetta bara vera leikur sem fór í súginn. Möguleg þrjú stig. Það er tilkynnt um ráðningu hans á laugardagsmorgni. Ég er hundrað prósent viss um að ef Lárus Orri hefði setið hérna þá hefði hann sagt: „Hvaða kjaftæði er þetta?“ Klippa: Lárus hefði sagt „Hvaða kjaftæði er þetta?“ „Þú ert mættur þarna á laugardagsmorgni, taktu bara æfingu með liðinu og vertu með leikinn. Berðu lífi í strákana og fáðu þá strax inn. Það er kannski bara það eina sem þarf, smá ferskleika. Mér finnst þetta skrítið,“ sagði Baldur og spurði félaga sína í settinu hvort það væri bara honum sem þætti þetta skrítið. „Nei nei,“ svaraði Ólafur Kristjánsson og hélt svo áfram. „Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tekur þá ákvörðun að Jón Þór eigi að hætta. Dean Martin er búinn að vera með honum og tekur leikinn gegn Stjörnunni. Það má alveg ræða það af hverju Lárus Orri tók ekki leikinn. Þurftu leikmennirnir kannski, fyrst að þessi ákvörðun var tekin, að fá nýju röddina bara inn strax þannig að það væri farið inn í þennan leik með hreint blað. Það er ekki mikið sem þjálfari getur gert á þessum litla tíma en kannski bara það að fá hann inn í klefann, og vera röddin í klefanum fyrir þennan leik, hefði kannski geta gert eitthvað. En nú sitjum við eftir leik og þessa niðurstöðu að ræða um þetta. Það er aldrei nein ein leið rétt í þessu en þetta er vissulega punktur sem má velta upp og ræða.“ Nánari umræðu í Stúkunni um komandi þjálfaratíð Lárusar Orra með lið ÍA má sjá hér fyrir ofan.
Stúkan Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. 22. júní 2025 14:01