Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið dregst saman Árni Sæberg skrifar 24. júní 2025 14:41 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Samkvæmt nýrri könnun um stuðning við frumvarp atvinnuvegaráðherra, um hækkun veiðigjalda, hefur dregið úr stuðningi almennings við málið milli mánaða. Stuðningurinn er eftir sem áður mikill. Fátt er meira rætt þessa dagana en frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á útreikningi álagningar veiðigjalda, sem leiða mun til hækkunar innheimtra veiðigjalda. Skoðanakannanafyrirtækið Maskína hefur nú tekið púlsinn á almenningi um málið þrjá mánuði í röð. Svokölluð þjóðgátt Maskínu var spurð eftirfarandi spurningar: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ertu frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum? Stuðningur sjö prósentum minni Samkvæmt nýjustu könnuninni eru 62 prósent almennings hlynnt frumvarpinu, fjórtán prósent í meðallagi hlynnt og 24 prósent andvíg. Sú könnun var framkvæmd dagana 20. til 24. júní og 975 tóku þátt. Í könnun sem framkvæmd var í maí sögðust 69 prósent svarenda hlynntir frumvarpinu, þrettán prósent í meðallagi og átján prósent andvíg. Þá var stuðningurinn í við meiri en í mars, þegar hugur þjóðarinnar til frumvarpsins var kannaður rétt eftir að það var kynnt. Þá voru 63 prósent hlynnt frumvarpinu, sextán prósent í meðallagi hlynnt og 22 prósent andvíg. Þekking nánast óbreytt Þrátt fyrir miklar umræður og umfjöllun um frumvarp atvinnuvegaráðherra virðist þekking almennings á innihaldi þess lítið hafa breyst milli mánaða. Svarendur voru einnig spurðir eftirfarandi spurningar: Þekkir þú fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum vel eða illa? Nú segjast 38 prósent þekkja frumvarpið vel, 37 prósent í meðallagi vel og 24 prósent illa. Í maí sögðust 38 prósent líka þekkja frumvarpið vel en aðeins færri sögðust þekkja það í meðallagi vel, 34 prósent, og fleiri illa, 28 prósent. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43 Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34 Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44 Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fátt er meira rætt þessa dagana en frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á útreikningi álagningar veiðigjalda, sem leiða mun til hækkunar innheimtra veiðigjalda. Skoðanakannanafyrirtækið Maskína hefur nú tekið púlsinn á almenningi um málið þrjá mánuði í röð. Svokölluð þjóðgátt Maskínu var spurð eftirfarandi spurningar: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ertu frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum? Stuðningur sjö prósentum minni Samkvæmt nýjustu könnuninni eru 62 prósent almennings hlynnt frumvarpinu, fjórtán prósent í meðallagi hlynnt og 24 prósent andvíg. Sú könnun var framkvæmd dagana 20. til 24. júní og 975 tóku þátt. Í könnun sem framkvæmd var í maí sögðust 69 prósent svarenda hlynntir frumvarpinu, þrettán prósent í meðallagi og átján prósent andvíg. Þá var stuðningurinn í við meiri en í mars, þegar hugur þjóðarinnar til frumvarpsins var kannaður rétt eftir að það var kynnt. Þá voru 63 prósent hlynnt frumvarpinu, sextán prósent í meðallagi hlynnt og 22 prósent andvíg. Þekking nánast óbreytt Þrátt fyrir miklar umræður og umfjöllun um frumvarp atvinnuvegaráðherra virðist þekking almennings á innihaldi þess lítið hafa breyst milli mánaða. Svarendur voru einnig spurðir eftirfarandi spurningar: Þekkir þú fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum vel eða illa? Nú segjast 38 prósent þekkja frumvarpið vel, 37 prósent í meðallagi vel og 24 prósent illa. Í maí sögðust 38 prósent líka þekkja frumvarpið vel en aðeins færri sögðust þekkja það í meðallagi vel, 34 prósent, og fleiri illa, 28 prósent.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43 Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34 Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44 Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43
Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34
Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44
Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29