Meirihluti vill stöðva málþóf á Alþingi Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 10:06 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, hefur verið framarlega í flokki þeirra sem tala gegn bókun 35 á Alþingi. Flestir telja þá umræðu einkennast af málþófi og að það sé sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins. Vísir/Vilhelm Um sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast vilja að Alþingi taki upp reglur sem komi í veg fyrir málþóf. Sama hlutfall lítur á umræður um bókun 35 á þingi síðustu daga sem málþóf en aðeins fjórðungur telur eðlilegt að minnihlutinn á þingi geti notað málþóf til að stöðva mál. Spurt var út í afstöðu fólks til umræðna um bókun 35 og almennt um málþóf á Alþingi í könnun Maskínu sem var gerð í þessari viku og þeirri síðustu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur verið sökuð um að halda uppi málþófi til þess að stöðva framgang þess máls og veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Þegar spurt var hvort fólki liti á umræður um bókun 35 sem málþóf sögðust 61 prósent sammála en fimmtungur ósammála. Fæstir töldu sig þó hafa góða þekkingu á hvað bókun 35 er. Fimmtungur sagðist þekkja vel til hennar, jafnmargir og sögðust ekkert þekkja til hennar. Þriðjungur sagðist þekkja illa til hennar og fjórðungur í meðallagi vel. Bókun 35 snýst um að tryggja stöðu evrópska reglna sem Ísland hefur leitt inn í lög í gegnum EES-samninginn gagvart öðrum landslögum. Hún hefur verið hluti af EES-samningnum frá upphafi. Eftirlitsstofnun EFTA hefur haft innleiðingu og framkvæmd bóknunarinnar til skoðunar frá 2011 og komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ekki í samræmi við EES-samninginn. Sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins Varðandi málþóf almennt sagðist rúmur helmingur svarenda ósammála því að það væri eðlilegt að minnihluti á Alþingi gæti notað málþóf til þess að stöðva mál sem hann er á móti. Tæpur fjórðungur taldi það eðlilegt. Rétt tæp sextíu prósent sögðust fylgjandi því að Alþingi innleiddi starfsreglur sem kæmu í veg fyrir málþóf. Fimmtungur sagðist á móti því. Þá töldu 65 prósent svarenda að málþóf væri sóun á tíma alþingismanna og starfsmanna þingsins. Innan við fimmtungur sagðist ósammála því. Miklir flokkadrættir Ekki þarf að koma á óvart að afstaða til umræðunnar um bókun 35 litast sterklega af stjórnmálaskoðunum svarenda. Þannig telja langflestir þeirra sem sögðust kjósa ríkisstjórnarflokkana telja umræðurnar málþóf en aðeins fimmtungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins og fjórðungur kjósenda Miðflokksins. Afstaðan til málþófs sem slíks er sama marki brennd. Kjósendur flokkanna sem eru í minnihluta á þingi eru mun líklegri til þess að telja það eðlilegt að minnihluti nýti málþóf til þess að stöðva mál sem honum þóknast ekki. Rúmur helmingur kjósenda Miðflokksins, 47,9 prósent Sjálfstæðisflokksins og fjörutíu prósent Framsóknarflokksins sögðust þeirrar skoðunar. Innan við tíu prósent kjósenda Samfylkingar og Viðreisnar töldu málþóf réttlætanlegt og fimmtán prósent kjósenda Flokks fólksins. Yfir áttatíu og fimm prósent kjósenda ríkisstjórnarflokkana töldu málþóf tímasóun á móti 28,2 prósent miðflokksfólks og 40,8 prósent sjálfstæðisfólks. Tæpur helmingur framsóknarfólks taldi málþóf sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins. Afgerandi meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna telur rétt að setja reglur til að koma í veg fyrir málþóf, tæp áttatíu prósent hjá Samfylkingu og Viðreisn en rúm 72 prósent hjá Flokki fólksins. Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Miðflokks og Framsóknarflokks sögðust fylgjandi slíkum reglum. Alþingi Skoðanakannanir Bókun 35 Evrópusambandið Tengdar fréttir „Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. 23. júní 2025 13:41 Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. 20. júní 2025 22:02 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Spurt var út í afstöðu fólks til umræðna um bókun 35 og almennt um málþóf á Alþingi í könnun Maskínu sem var gerð í þessari viku og þeirri síðustu. Stjórnarandstaðan á þingi hefur verið sökuð um að halda uppi málþófi til þess að stöðva framgang þess máls og veiðigjaldafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Þegar spurt var hvort fólki liti á umræður um bókun 35 sem málþóf sögðust 61 prósent sammála en fimmtungur ósammála. Fæstir töldu sig þó hafa góða þekkingu á hvað bókun 35 er. Fimmtungur sagðist þekkja vel til hennar, jafnmargir og sögðust ekkert þekkja til hennar. Þriðjungur sagðist þekkja illa til hennar og fjórðungur í meðallagi vel. Bókun 35 snýst um að tryggja stöðu evrópska reglna sem Ísland hefur leitt inn í lög í gegnum EES-samninginn gagvart öðrum landslögum. Hún hefur verið hluti af EES-samningnum frá upphafi. Eftirlitsstofnun EFTA hefur haft innleiðingu og framkvæmd bóknunarinnar til skoðunar frá 2011 og komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að hún væri ekki í samræmi við EES-samninginn. Sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins Varðandi málþóf almennt sagðist rúmur helmingur svarenda ósammála því að það væri eðlilegt að minnihluti á Alþingi gæti notað málþóf til þess að stöðva mál sem hann er á móti. Tæpur fjórðungur taldi það eðlilegt. Rétt tæp sextíu prósent sögðust fylgjandi því að Alþingi innleiddi starfsreglur sem kæmu í veg fyrir málþóf. Fimmtungur sagðist á móti því. Þá töldu 65 prósent svarenda að málþóf væri sóun á tíma alþingismanna og starfsmanna þingsins. Innan við fimmtungur sagðist ósammála því. Miklir flokkadrættir Ekki þarf að koma á óvart að afstaða til umræðunnar um bókun 35 litast sterklega af stjórnmálaskoðunum svarenda. Þannig telja langflestir þeirra sem sögðust kjósa ríkisstjórnarflokkana telja umræðurnar málþóf en aðeins fimmtungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins og fjórðungur kjósenda Miðflokksins. Afstaðan til málþófs sem slíks er sama marki brennd. Kjósendur flokkanna sem eru í minnihluta á þingi eru mun líklegri til þess að telja það eðlilegt að minnihluti nýti málþóf til þess að stöðva mál sem honum þóknast ekki. Rúmur helmingur kjósenda Miðflokksins, 47,9 prósent Sjálfstæðisflokksins og fjörutíu prósent Framsóknarflokksins sögðust þeirrar skoðunar. Innan við tíu prósent kjósenda Samfylkingar og Viðreisnar töldu málþóf réttlætanlegt og fimmtán prósent kjósenda Flokks fólksins. Yfir áttatíu og fimm prósent kjósenda ríkisstjórnarflokkana töldu málþóf tímasóun á móti 28,2 prósent miðflokksfólks og 40,8 prósent sjálfstæðisfólks. Tæpur helmingur framsóknarfólks taldi málþóf sóun á tíma þingmanna og starfsmanna þingsins. Afgerandi meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna telur rétt að setja reglur til að koma í veg fyrir málþóf, tæp áttatíu prósent hjá Samfylkingu og Viðreisn en rúm 72 prósent hjá Flokki fólksins. Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Miðflokks og Framsóknarflokks sögðust fylgjandi slíkum reglum.
Alþingi Skoðanakannanir Bókun 35 Evrópusambandið Tengdar fréttir „Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. 23. júní 2025 13:41 Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. 20. júní 2025 22:02 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. 23. júní 2025 13:41
Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. 20. júní 2025 22:02