Heiðrún Lind fóðri málflutning með alvarlegum rangfærslum Árni Sæberg skrifar 25. júní 2025 16:29 Eiríkur Björn Björgvinsson er fyrsti varaformaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Meðlimir meirihlutans í atvinnuveganefnd segja framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sett fram alvarlegar rangfærslur til þess að fóðra málflutning um að veiðigjald muni hækka langt umfram það sem frumvarp um breytingu veiðigjalda segir til um. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, ritaði grein á Vísi í gær undir yfirskriftinni Tími til að staldra við. Þar sagði hún að þegar lögum er breytt, sem hafa mikil áhrif á afkomu þúsunda landsmanna, mætti ætla það sanngjarna kröfu í lýðræðisþjóðfélagi að reynt væri að vega og meta áhrif breytinganna. Ekki eftir á heldur fyrir fram. Þegar skortir á þetta væri hættan sú að teknar væru ákvarðanir sem hafi neikvæðar og óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Það væri því hlutverk Alþingis að gæta að því í hvívetna að vandað væri til þessara verka. „Frumvarp atvinnuvegaráðherra um verulega og fyrirvaralausa hækkun á veiðigjaldi er því miður þessu marki brennt. Það er ekki unnið með fullnægjandi hætti, finna má í því rangar forsendur og útreikninga, sem enn hafa ekki verið leiðréttir, og hvorki fagleg greining né heildstætt áhrifamat hafa verið unnin. Á þetta hafa margir bent; fyrirtæki í sjávarútvegi, tækni og nýsköpun, fiskmarkaðir, sveitarfélög og stéttarfélög, svo einhverjir séu nefndir. Þrátt fyrir þessa augljósu annmarka og ábendingar verður ekki betur séð en að knýja eigi málið í gegnum þingið og sjá svo til með afleiðingarnar. Það er umhugsunarvert.“ Meirihlutinn svarar fullum hálsi Þau Eiríkur Björn Björgvinsson Eydís Ásbjörnsdóttir og Sigurjón Þórðarson, þingmenn í meirihluta atvinnuveganefndar, hafa sömuleiðis stungið niður penna hér á Vísi og svarað Heiðrúnu Lind fullum hálsi. Þau segja hana setja fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra málflutning samtakanna um að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um breytingu veiðigjalda segir til um. „Látið er að því liggja að útreikningar sem sýni þetta byggi á tölum frá Skattinum. Fyrir liggur, og hefur legið fyrir í marga daga, að þær tölur sem settar eru fram af meirihluta atvinnuveganefndar í nefndaráliti hans eru réttar tölur. Tölur sem minnihluti nefndarinnar setur fram í sínum álitum, og byggja á sama grunni og rangar tölur SFS, eru rangar.“ Þetta hafi, enn og aftur, verið staðfest af fulltrúa Skattsins á fundi atvinnuveganefndar í morgun. Eiríkur Björn, sem er fyrsti varaformaður nefndarinnar, greindi þingheimi frá því í morgun. „Alvarlegur útúrsnúningur“ að miða við 2023 Þau segja að í grein Heiðrúnar Lindar sé verið að áætla veiðigjald vegna ársins 2025 út frá aflatölum ársins 2023, í stað þess að styðjast við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf og þann kvóta sem hefur verið úthlutað. „Það er alvarlegur útúrsnúningur.“ Árið 2023, sem hafi verið mjög gott rekstrarár í sjávarútvegi, hafi til að mynda veiðst 330 þúsund tonn af loðnu, en nánast engin loðna hafi veiðst í ár. Árið 2023 hafi 150 þúsund tonn af makríl veiðst en í ár verði aflinn undir 100 þúsund tonnum. „Til að setja þetta í samhengi við krónur og aura þá myndi 330 þúsund tonna loðnuveiði skila 2,3 milljörðum króna í veiðigjöld í ár. Raunveruleikinn er sá að loðnuveiðar munu skila um 40 milljónum króna í veiðigjöld.“ Heiðrún Lind ekki sammála Heiðrún Lind segir í grein sinni að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefði sagt eftirfarandi í ræðustól Alþingis á föstudag: „Staðreyndin er sú, við erum innan þeirra marka sem talað var um frá upphafi, innan 7 til 8 milljarða sem miðar við tekjur útgerðarinnar árið 2023“. „Af orðum ráðherra má vera ljóst að viðmiðunarárið er 2023 og að markmið hennar sé að hækka fjárhæð veiðigjaldsins um sjö til átta milljarða króna. Það er því vert að skoða hver heildarfjárhæð veiðigjaldsins væri á árinu 2025, miðað við mat Skattsins á veiðigjaldi (krónur á hvert kíló) fyrir hverja fisktegund samkvæmt fyrirhuguðum breytingum miðað við álit meirihluta atvinnuveganefndar, ef aflinn væri nákvæmlega sá sami og hann var árið 2023. Miða verður við sama grunn, enda er það aflinn sem á endanum ræður heildarfjárhæð veiðigjalds á hverju ári.“ Miðað við þessar forsendur yrði heildarfjárhæð veiðigjalds 27,8 milljarðar króna á árinu 2025. Að teknu tilliti til þess afsláttar sem veita eigi minni útgerðum af veiðigjaldi, lækki fjárhæðin í 24,4 milljarða króna. Það geri hækkun upp á 14 til 17 milljarða króna, eftir því hvort miðað sé við heildargjald eða gjald með afslætti. „Þarna er framkvæmdastjóri SFS að blása upp ætluð áhrif með því að nota aflatölurnar frá 2023, í stað þess að miða við áætlaðan afla 2025. Ef hún hefði miðað við réttan samanburð þá myndi reikningsdæmið hennar skila því, að teknu tilliti til áhrifa frítekjumarks, að veiðigjöld myndu hækka um 7 til 8 milljarða króna, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði réttilega í ræðustól fyrr í mánuðinum,“ segir í grein þingmannanna. Trúnaður hafi ríkt um tölurnar Þingmennirnir segja að þegar SFS tali um „mat Skattsins“ þá séu samtökin að vísa í tölur sem nefndar hafi verið á fundi 5. júní síðastliðinn um að veiðigjaldið yrði 64 krónur á hvert þorskígildiskíló. Á þeim fundi hafi skýrt komið fram að ekki væru komnar upplýsingar frá Fiskistofu til að fullklára útreikninga. Þetta væru vinnugögn. Þar hafi líka skýrt komið fram að um innherjaupplýsingar væri að ræða sem trúnaður þyrfti að ríkja um. Komið hafi í ljós að þær tölur byggðu að hluta á tölum yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skuli þegar verðmæti aflans er reiknað út. Nýir og réttir útreikningar hafi legið fyrir frá 10. júní og réttar tölur verið kynntar fyrir atvinnuveganefnd 12. júní, fyrir næstum tveimur vikum síðan. „Hið rétta er að veiðigjaldið er að hækka mun minna á hvert þorskígildiskíló en SFS heldur fram. Þetta kom nær samstundis í ljós eftir umræddan fund, var leiðrétt og allir hlutaðeigandi sem koma að útreikningunum sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis þann 16. júní, eða tveimur dögum áður en önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Samt kýs framkvæmdastjóri SFS að notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu. Fleiri hafa gert þá framsetningu að sinni, innan og utan þings.“ Heiðrún Lind situr í stjórn Sýnar en Vísir er í eigu Sýnar. Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra munu kynna breytingar á lögum um veiðigjald á fréttamannafundi sem hefst 13. 25. mars 2025 12:44 Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ofurskattlagningu í formi frumvarps til breytinga á veiðigjöldum geta valdið því að fjárfestar leiti í aðrar greinar í stað sjávarútvegs. Hún er ósátt með samráðsleysi stjórnvalda í málinu. 25. júní 2025 11:39 Ræddu veiðigjöldin til að ganga hálf fjögur Þingfundur stóð fram til klukkan rúmlega þrjú í nótt og enn eina ferðina voru breytingar á veiðigjöldum eina umræðuefnið. 25. júní 2025 06:35 Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið dregst saman Samkvæmt nýrri könnun um stuðning við frumvarp atvinnuvegaráðherra, um hækkun veiðigjalda, hefur dregið úr stuðningi almennings við málið milli mánaða. Stuðningurinn er eftir sem áður mikill. 24. júní 2025 14:41 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, ritaði grein á Vísi í gær undir yfirskriftinni Tími til að staldra við. Þar sagði hún að þegar lögum er breytt, sem hafa mikil áhrif á afkomu þúsunda landsmanna, mætti ætla það sanngjarna kröfu í lýðræðisþjóðfélagi að reynt væri að vega og meta áhrif breytinganna. Ekki eftir á heldur fyrir fram. Þegar skortir á þetta væri hættan sú að teknar væru ákvarðanir sem hafi neikvæðar og óafturkræfar afleiðingar í för með sér. Það væri því hlutverk Alþingis að gæta að því í hvívetna að vandað væri til þessara verka. „Frumvarp atvinnuvegaráðherra um verulega og fyrirvaralausa hækkun á veiðigjaldi er því miður þessu marki brennt. Það er ekki unnið með fullnægjandi hætti, finna má í því rangar forsendur og útreikninga, sem enn hafa ekki verið leiðréttir, og hvorki fagleg greining né heildstætt áhrifamat hafa verið unnin. Á þetta hafa margir bent; fyrirtæki í sjávarútvegi, tækni og nýsköpun, fiskmarkaðir, sveitarfélög og stéttarfélög, svo einhverjir séu nefndir. Þrátt fyrir þessa augljósu annmarka og ábendingar verður ekki betur séð en að knýja eigi málið í gegnum þingið og sjá svo til með afleiðingarnar. Það er umhugsunarvert.“ Meirihlutinn svarar fullum hálsi Þau Eiríkur Björn Björgvinsson Eydís Ásbjörnsdóttir og Sigurjón Þórðarson, þingmenn í meirihluta atvinnuveganefndar, hafa sömuleiðis stungið niður penna hér á Vísi og svarað Heiðrúnu Lind fullum hálsi. Þau segja hana setja fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra málflutning samtakanna um að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um breytingu veiðigjalda segir til um. „Látið er að því liggja að útreikningar sem sýni þetta byggi á tölum frá Skattinum. Fyrir liggur, og hefur legið fyrir í marga daga, að þær tölur sem settar eru fram af meirihluta atvinnuveganefndar í nefndaráliti hans eru réttar tölur. Tölur sem minnihluti nefndarinnar setur fram í sínum álitum, og byggja á sama grunni og rangar tölur SFS, eru rangar.“ Þetta hafi, enn og aftur, verið staðfest af fulltrúa Skattsins á fundi atvinnuveganefndar í morgun. Eiríkur Björn, sem er fyrsti varaformaður nefndarinnar, greindi þingheimi frá því í morgun. „Alvarlegur útúrsnúningur“ að miða við 2023 Þau segja að í grein Heiðrúnar Lindar sé verið að áætla veiðigjald vegna ársins 2025 út frá aflatölum ársins 2023, í stað þess að styðjast við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf og þann kvóta sem hefur verið úthlutað. „Það er alvarlegur útúrsnúningur.“ Árið 2023, sem hafi verið mjög gott rekstrarár í sjávarútvegi, hafi til að mynda veiðst 330 þúsund tonn af loðnu, en nánast engin loðna hafi veiðst í ár. Árið 2023 hafi 150 þúsund tonn af makríl veiðst en í ár verði aflinn undir 100 þúsund tonnum. „Til að setja þetta í samhengi við krónur og aura þá myndi 330 þúsund tonna loðnuveiði skila 2,3 milljörðum króna í veiðigjöld í ár. Raunveruleikinn er sá að loðnuveiðar munu skila um 40 milljónum króna í veiðigjöld.“ Heiðrún Lind ekki sammála Heiðrún Lind segir í grein sinni að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefði sagt eftirfarandi í ræðustól Alþingis á föstudag: „Staðreyndin er sú, við erum innan þeirra marka sem talað var um frá upphafi, innan 7 til 8 milljarða sem miðar við tekjur útgerðarinnar árið 2023“. „Af orðum ráðherra má vera ljóst að viðmiðunarárið er 2023 og að markmið hennar sé að hækka fjárhæð veiðigjaldsins um sjö til átta milljarða króna. Það er því vert að skoða hver heildarfjárhæð veiðigjaldsins væri á árinu 2025, miðað við mat Skattsins á veiðigjaldi (krónur á hvert kíló) fyrir hverja fisktegund samkvæmt fyrirhuguðum breytingum miðað við álit meirihluta atvinnuveganefndar, ef aflinn væri nákvæmlega sá sami og hann var árið 2023. Miða verður við sama grunn, enda er það aflinn sem á endanum ræður heildarfjárhæð veiðigjalds á hverju ári.“ Miðað við þessar forsendur yrði heildarfjárhæð veiðigjalds 27,8 milljarðar króna á árinu 2025. Að teknu tilliti til þess afsláttar sem veita eigi minni útgerðum af veiðigjaldi, lækki fjárhæðin í 24,4 milljarða króna. Það geri hækkun upp á 14 til 17 milljarða króna, eftir því hvort miðað sé við heildargjald eða gjald með afslætti. „Þarna er framkvæmdastjóri SFS að blása upp ætluð áhrif með því að nota aflatölurnar frá 2023, í stað þess að miða við áætlaðan afla 2025. Ef hún hefði miðað við réttan samanburð þá myndi reikningsdæmið hennar skila því, að teknu tilliti til áhrifa frítekjumarks, að veiðigjöld myndu hækka um 7 til 8 milljarða króna, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði réttilega í ræðustól fyrr í mánuðinum,“ segir í grein þingmannanna. Trúnaður hafi ríkt um tölurnar Þingmennirnir segja að þegar SFS tali um „mat Skattsins“ þá séu samtökin að vísa í tölur sem nefndar hafi verið á fundi 5. júní síðastliðinn um að veiðigjaldið yrði 64 krónur á hvert þorskígildiskíló. Á þeim fundi hafi skýrt komið fram að ekki væru komnar upplýsingar frá Fiskistofu til að fullklára útreikninga. Þetta væru vinnugögn. Þar hafi líka skýrt komið fram að um innherjaupplýsingar væri að ræða sem trúnaður þyrfti að ríkja um. Komið hafi í ljós að þær tölur byggðu að hluta á tölum yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skuli þegar verðmæti aflans er reiknað út. Nýir og réttir útreikningar hafi legið fyrir frá 10. júní og réttar tölur verið kynntar fyrir atvinnuveganefnd 12. júní, fyrir næstum tveimur vikum síðan. „Hið rétta er að veiðigjaldið er að hækka mun minna á hvert þorskígildiskíló en SFS heldur fram. Þetta kom nær samstundis í ljós eftir umræddan fund, var leiðrétt og allir hlutaðeigandi sem koma að útreikningunum sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis þann 16. júní, eða tveimur dögum áður en önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Samt kýs framkvæmdastjóri SFS að notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu. Fleiri hafa gert þá framsetningu að sinni, innan og utan þings.“ Heiðrún Lind situr í stjórn Sýnar en Vísir er í eigu Sýnar.
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra munu kynna breytingar á lögum um veiðigjald á fréttamannafundi sem hefst 13. 25. mars 2025 12:44 Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ofurskattlagningu í formi frumvarps til breytinga á veiðigjöldum geta valdið því að fjárfestar leiti í aðrar greinar í stað sjávarútvegs. Hún er ósátt með samráðsleysi stjórnvalda í málinu. 25. júní 2025 11:39 Ræddu veiðigjöldin til að ganga hálf fjögur Þingfundur stóð fram til klukkan rúmlega þrjú í nótt og enn eina ferðina voru breytingar á veiðigjöldum eina umræðuefnið. 25. júní 2025 06:35 Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið dregst saman Samkvæmt nýrri könnun um stuðning við frumvarp atvinnuvegaráðherra, um hækkun veiðigjalda, hefur dregið úr stuðningi almennings við málið milli mánaða. Stuðningurinn er eftir sem áður mikill. 24. júní 2025 14:41 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Sjá meira
Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra munu kynna breytingar á lögum um veiðigjald á fréttamannafundi sem hefst 13. 25. mars 2025 12:44
Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir ofurskattlagningu í formi frumvarps til breytinga á veiðigjöldum geta valdið því að fjárfestar leiti í aðrar greinar í stað sjávarútvegs. Hún er ósátt með samráðsleysi stjórnvalda í málinu. 25. júní 2025 11:39
Ræddu veiðigjöldin til að ganga hálf fjögur Þingfundur stóð fram til klukkan rúmlega þrjú í nótt og enn eina ferðina voru breytingar á veiðigjöldum eina umræðuefnið. 25. júní 2025 06:35
Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið dregst saman Samkvæmt nýrri könnun um stuðning við frumvarp atvinnuvegaráðherra, um hækkun veiðigjalda, hefur dregið úr stuðningi almennings við málið milli mánaða. Stuðningurinn er eftir sem áður mikill. 24. júní 2025 14:41