Karólína Lea á bólakaf í kalda pottinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2025 21:32 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lét sig bara vaða ofan í kalda pottinn eftir mjög heita æfingu í sólinni í Serbíu. @footballiceland Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú við æfingar í Serbíu en það styttist óðum í Evrópumótið í Sviss sem hefst í næstu viku. Það var mjög heitt á æfingu íslenska liðsins í dag. Knattspyrnusamband Íslands sýndi skemmtileg myndbrot af æfingu íslenska liðsins á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekkert á milli mála að það var mjög heitt í Serbíu á þessum miðvikudegi. „Vá, hvað er heitt,“ sagði reynsluboltinn Dagný Brynjarsdóttir þegar hún kom út í sólina. „Það er helvíti heitt en Alex elskar hita,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og tók utan um Alexöndru Jóhannsdóttur sem var auðvitað ekkert að kvarta. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari ætlaði aftur á móti ekkert að pína þær of lengi út í hitanum. „Aðeins styttri æfing en vanalega og höfum hana svolítið snarpa,“ sagði Þorsteinn. Þegar leið á æfinguna þá var sumum orðið mjög heitt. Ein af þeim sem voru að kafna úr hita var markvörðurinn Telma Ívarsdóttir. Hún var alveg búin á því eftir hörkuskotæfingu. „Kannski á Íslandi en ekki hérna úti í fjörutíu gráðum. Veistu, ég get eiginlega ekki meir,“ sagði Telma. „Þið eruð forréttindahópur að fá að taka þátt í lokakeppni EM og þið eigið að njóta þess alveg í gegn,“ sagði Þorsteinn við lok æfingarinnar. Stelpurnar drifu sig svo inn úr sólinni eftir æfingu og fóru í kaldan pott. Flestar fóru varlega og bara með neðri hluta skrokksins ofan í pottinn en ekki Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Karólína Lea hikaði ekki við að fara á bólakaf ofan í kalda pottinn og virðist líka koma liðsfélaga sínum á óvart með því. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu innsýn í æfingu íslensku stelpnanna í dag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands sýndi skemmtileg myndbrot af æfingu íslenska liðsins á samfélagsmiðlum sínum og þar fór ekkert á milli mála að það var mjög heitt í Serbíu á þessum miðvikudegi. „Vá, hvað er heitt,“ sagði reynsluboltinn Dagný Brynjarsdóttir þegar hún kom út í sólina. „Það er helvíti heitt en Alex elskar hita,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og tók utan um Alexöndru Jóhannsdóttur sem var auðvitað ekkert að kvarta. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari ætlaði aftur á móti ekkert að pína þær of lengi út í hitanum. „Aðeins styttri æfing en vanalega og höfum hana svolítið snarpa,“ sagði Þorsteinn. Þegar leið á æfinguna þá var sumum orðið mjög heitt. Ein af þeim sem voru að kafna úr hita var markvörðurinn Telma Ívarsdóttir. Hún var alveg búin á því eftir hörkuskotæfingu. „Kannski á Íslandi en ekki hérna úti í fjörutíu gráðum. Veistu, ég get eiginlega ekki meir,“ sagði Telma. „Þið eruð forréttindahópur að fá að taka þátt í lokakeppni EM og þið eigið að njóta þess alveg í gegn,“ sagði Þorsteinn við lok æfingarinnar. Stelpurnar drifu sig svo inn úr sólinni eftir æfingu og fóru í kaldan pott. Flestar fóru varlega og bara með neðri hluta skrokksins ofan í pottinn en ekki Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Karólína Lea hikaði ekki við að fara á bólakaf ofan í kalda pottinn og virðist líka koma liðsfélaga sínum á óvart með því. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu innsýn í æfingu íslensku stelpnanna í dag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira