Luka Modric fer til AC Milan eftir HM félagsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2025 18:08 Luka Modric vann Meistaradeildina sex sinnum með Real Madrid en vill vinna fleiri titla hjá AC Milan. Getty/Diego Souto Króatinn Luka Modric hefur gert munnlegt samkomulag við ítalska félagið AC Milan um að spila með liðinu á komandi tímabili. Modric er nú staddur á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum með Real Madrid en það var búið að gefa það út að hann yrði ekki áfram hjá spænska stórliðinu. Igli Tare, íþróttastjóri AC MIlan, hefur nú staðfest að hann hafi náð samkomulagi við Króatann. View this post on Instagram A post shared by 𝗧𝗵𝗲 𝗠𝗮𝗱𝗿𝗶𝗱 𝗩𝗶𝗲𝘄𝘀 (@themadridviews) „Ég ræddi við hann í eigin persónu og sá þar mann sem hefur mikinn metnað fyrir því að halda áfram að spila. Koma hans er mjög mikilvæg fyrir hópinn okkar sem þarf á leikmanni eins og honum að halda, leiðtoga,“ sagði Igli Tare. „Fyrsta spurningin sem Luka spurði mig var: Verðum við með lið sem er byggt til að vinna titla? Hann hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum og vill vera stjörnuleikmaður í liðinu,“ sagði Tare. „Hann verður mikilvægur hvað varðar hugarfar, leiðtogahæfni og fagmennsku. Sú staðreynd að hann er líka stuðningsmaður AC Milan gerir þetta enn meira spennandi. Það væri frábært fyrir hann að eiga flott tímabil enda er HM landsliða á dagskrá næsta sumar,“ sagði Tare. Næsti leikur Modric með Real Madrid er á móti Pachuca á sunnudaginn. Hann er að reyna að vinna sinn 29. titil með spænska félaginu. Modric gerði samkomulagið við AC Milan í byrjun júní rétt fyrir HM félagsliða. Hann mun síðan skrifa undir þegar mótinu lýkur. Modric, sem verður fertugur í september, skrifar þá undir eins árs samning með möguleika á öðru tímabili til viðbótar. Hann fær um 3,5 milljónir evra í árslaun eða um fimm hundruð milljónir íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by Metrópoles Esportes (@metropolesesportes) Ítalski boltinn Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Modric er nú staddur á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum með Real Madrid en það var búið að gefa það út að hann yrði ekki áfram hjá spænska stórliðinu. Igli Tare, íþróttastjóri AC MIlan, hefur nú staðfest að hann hafi náð samkomulagi við Króatann. View this post on Instagram A post shared by 𝗧𝗵𝗲 𝗠𝗮𝗱𝗿𝗶𝗱 𝗩𝗶𝗲𝘄𝘀 (@themadridviews) „Ég ræddi við hann í eigin persónu og sá þar mann sem hefur mikinn metnað fyrir því að halda áfram að spila. Koma hans er mjög mikilvæg fyrir hópinn okkar sem þarf á leikmanni eins og honum að halda, leiðtoga,“ sagði Igli Tare. „Fyrsta spurningin sem Luka spurði mig var: Verðum við með lið sem er byggt til að vinna titla? Hann hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum og vill vera stjörnuleikmaður í liðinu,“ sagði Tare. „Hann verður mikilvægur hvað varðar hugarfar, leiðtogahæfni og fagmennsku. Sú staðreynd að hann er líka stuðningsmaður AC Milan gerir þetta enn meira spennandi. Það væri frábært fyrir hann að eiga flott tímabil enda er HM landsliða á dagskrá næsta sumar,“ sagði Tare. Næsti leikur Modric með Real Madrid er á móti Pachuca á sunnudaginn. Hann er að reyna að vinna sinn 29. titil með spænska félaginu. Modric gerði samkomulagið við AC Milan í byrjun júní rétt fyrir HM félagsliða. Hann mun síðan skrifa undir þegar mótinu lýkur. Modric, sem verður fertugur í september, skrifar þá undir eins árs samning með möguleika á öðru tímabili til viðbótar. Hann fær um 3,5 milljónir evra í árslaun eða um fimm hundruð milljónir íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by Metrópoles Esportes (@metropolesesportes)
Ítalski boltinn Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti