Luka Modric fer til AC Milan eftir HM félagsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2025 18:08 Luka Modric vann Meistaradeildina sex sinnum með Real Madrid en vill vinna fleiri titla hjá AC Milan. Getty/Diego Souto Króatinn Luka Modric hefur gert munnlegt samkomulag við ítalska félagið AC Milan um að spila með liðinu á komandi tímabili. Modric er nú staddur á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum með Real Madrid en það var búið að gefa það út að hann yrði ekki áfram hjá spænska stórliðinu. Igli Tare, íþróttastjóri AC MIlan, hefur nú staðfest að hann hafi náð samkomulagi við Króatann. View this post on Instagram A post shared by 𝗧𝗵𝗲 𝗠𝗮𝗱𝗿𝗶𝗱 𝗩𝗶𝗲𝘄𝘀 (@themadridviews) „Ég ræddi við hann í eigin persónu og sá þar mann sem hefur mikinn metnað fyrir því að halda áfram að spila. Koma hans er mjög mikilvæg fyrir hópinn okkar sem þarf á leikmanni eins og honum að halda, leiðtoga,“ sagði Igli Tare. „Fyrsta spurningin sem Luka spurði mig var: Verðum við með lið sem er byggt til að vinna titla? Hann hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum og vill vera stjörnuleikmaður í liðinu,“ sagði Tare. „Hann verður mikilvægur hvað varðar hugarfar, leiðtogahæfni og fagmennsku. Sú staðreynd að hann er líka stuðningsmaður AC Milan gerir þetta enn meira spennandi. Það væri frábært fyrir hann að eiga flott tímabil enda er HM landsliða á dagskrá næsta sumar,“ sagði Tare. Næsti leikur Modric með Real Madrid er á móti Pachuca á sunnudaginn. Hann er að reyna að vinna sinn 29. titil með spænska félaginu. Modric gerði samkomulagið við AC Milan í byrjun júní rétt fyrir HM félagsliða. Hann mun síðan skrifa undir þegar mótinu lýkur. Modric, sem verður fertugur í september, skrifar þá undir eins árs samning með möguleika á öðru tímabili til viðbótar. Hann fær um 3,5 milljónir evra í árslaun eða um fimm hundruð milljónir íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by Metrópoles Esportes (@metropolesesportes) Ítalski boltinn Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Stólarnir fastir í München Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Sjá meira
Modric er nú staddur á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum með Real Madrid en það var búið að gefa það út að hann yrði ekki áfram hjá spænska stórliðinu. Igli Tare, íþróttastjóri AC MIlan, hefur nú staðfest að hann hafi náð samkomulagi við Króatann. View this post on Instagram A post shared by 𝗧𝗵𝗲 𝗠𝗮𝗱𝗿𝗶𝗱 𝗩𝗶𝗲𝘄𝘀 (@themadridviews) „Ég ræddi við hann í eigin persónu og sá þar mann sem hefur mikinn metnað fyrir því að halda áfram að spila. Koma hans er mjög mikilvæg fyrir hópinn okkar sem þarf á leikmanni eins og honum að halda, leiðtoga,“ sagði Igli Tare. „Fyrsta spurningin sem Luka spurði mig var: Verðum við með lið sem er byggt til að vinna titla? Hann hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum og vill vera stjörnuleikmaður í liðinu,“ sagði Tare. „Hann verður mikilvægur hvað varðar hugarfar, leiðtogahæfni og fagmennsku. Sú staðreynd að hann er líka stuðningsmaður AC Milan gerir þetta enn meira spennandi. Það væri frábært fyrir hann að eiga flott tímabil enda er HM landsliða á dagskrá næsta sumar,“ sagði Tare. Næsti leikur Modric með Real Madrid er á móti Pachuca á sunnudaginn. Hann er að reyna að vinna sinn 29. titil með spænska félaginu. Modric gerði samkomulagið við AC Milan í byrjun júní rétt fyrir HM félagsliða. Hann mun síðan skrifa undir þegar mótinu lýkur. Modric, sem verður fertugur í september, skrifar þá undir eins árs samning með möguleika á öðru tímabili til viðbótar. Hann fær um 3,5 milljónir evra í árslaun eða um fimm hundruð milljónir íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by Metrópoles Esportes (@metropolesesportes)
Ítalski boltinn Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Stólarnir fastir í München Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Sjá meira