Vísað á brott vegna vímuefnaneyslu, ekki afskræmds varaforseta Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 13:46 Mads Mikkelsen (t.h.) var með meme af JD Vance (t.v.) í símanum sínum þegar starfsmenn landamæraeftirlitsins stöðvuðu hann. Mynd af viðarpípu hafi þó verið það sem kom Mads í koll. Starfsmenn tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna neita því að hafa meinað norskum ferðamanni inngöngu í landið vegna myndar í síma hans af afskræmdum varaforsetanum JD Vance. Maðurinn hafi ekki fengið inngöngu vegna fyrri vímuefnanotkunar. Þetta kemur fram í færslu Tolla- og landamæraeftirlitsins (CBP) á X (áður Twitter) þar sem stofnunin bregst við fréttaflutningi Daily Mail af málinu. „Staðreyndatékk: RANGT. Mads Mikkelsen var ekki meinuð innganga vegna nokkurra meme-a eða af pólitískum ástæðum, það var vegna fíkniefnanotkunar sem hann gekkst við,“ sagði í færslunni. Fact Check: FALSE Mads Mikkelsen was not denied entry for any memes or political reasons, it was for his admitted drug use. pic.twitter.com/is9eGqILUq— CBP (@CBP) June 24, 2025 Stofnunin er ekki að vísa í danska leikarann Mads Mikkelsen heldur norskan nafna hans, 21 árs gamla ferðamanninn Mads, sem var meinuð innganga til Bandaríkjanna á Newark Liberty-alþjóðaflugvelli þann 11. júní síðastliðinn. Norski fjölmiðillinn Nordlys fjallaði um málið í vikunni og fékk það síðan mikla umfjöllun í norskum, breskum og bandarískum miðlum. Mikkelsen sagði pólitískar skoðanir sínar og grínmynd af varaforsetanum JD Vance hafa verið þess valdandi að honum var ekki hleypt inn í landið. Sköllóttur varaforseti og viðarpípa Umfjöllun Nordlys bar fyrirsögnina „Tvær myndir eyðilögðu draumafrí Mads“ en þar sagði Mikkelsen að starfsmenn landamæraeftirlitsins hefðu hótað að sekta hann um fimm þúsund Bandaríkjadali (600 þúsund í íslenskum krónum) eða senda hann í fimm ára fangelsi ef hann gæfi ekki upp lykilorðið að símanum sínum. Mads segist hafa á endanum samþykkt að hleypa þeim inn í símann og þeir fundið tvær myndir. Á annarri myndinni var búið að eiga við brjóstmynd af JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, þannig hann væri bæði sköllóttur og feitur. Grínmyndir af afskræmdum Vance fóru í dreifingu í mars eftir hitafund bandarískra ráðamanna með Selenskí Úkraínuforseta. Hin myndin var að sögn Mikkelsen af viðarpípu sem hann hafði búið til einhverjum árum fyrr. Hann hafi í kjölfarið varið spurður „spurninga um eiturlyfjasmygl, hryðjuverkaáform og öfgahægristefnu“ og síðan verið látinn gefa þeim blóðprufu. Mikkelsen játaði við starfsmennina að hafa reykt kannabis í tvö skipti, annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Nýju-Mexíkó. Þar sem neysla kannabis er lögleg á báðum stöðum taldi Mikkelsen að reykingarnar kæmu málinu ekki við. Nú virðist sem þessar játningar hans hafi komið honum í koll. Ekki liggur þó fyrir af hverju Mikkelsen var tekinn sérstaklega fyrir. Frá því Donald Trump tók við sem forseti hefur borið á fréttum af harðara landamæraeftirliti og fleiri fréttum af fólki sem er snúið við á landamærunum. Bandaríkin Noregur Landamæri Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Tolla- og landamæraeftirlitsins (CBP) á X (áður Twitter) þar sem stofnunin bregst við fréttaflutningi Daily Mail af málinu. „Staðreyndatékk: RANGT. Mads Mikkelsen var ekki meinuð innganga vegna nokkurra meme-a eða af pólitískum ástæðum, það var vegna fíkniefnanotkunar sem hann gekkst við,“ sagði í færslunni. Fact Check: FALSE Mads Mikkelsen was not denied entry for any memes or political reasons, it was for his admitted drug use. pic.twitter.com/is9eGqILUq— CBP (@CBP) June 24, 2025 Stofnunin er ekki að vísa í danska leikarann Mads Mikkelsen heldur norskan nafna hans, 21 árs gamla ferðamanninn Mads, sem var meinuð innganga til Bandaríkjanna á Newark Liberty-alþjóðaflugvelli þann 11. júní síðastliðinn. Norski fjölmiðillinn Nordlys fjallaði um málið í vikunni og fékk það síðan mikla umfjöllun í norskum, breskum og bandarískum miðlum. Mikkelsen sagði pólitískar skoðanir sínar og grínmynd af varaforsetanum JD Vance hafa verið þess valdandi að honum var ekki hleypt inn í landið. Sköllóttur varaforseti og viðarpípa Umfjöllun Nordlys bar fyrirsögnina „Tvær myndir eyðilögðu draumafrí Mads“ en þar sagði Mikkelsen að starfsmenn landamæraeftirlitsins hefðu hótað að sekta hann um fimm þúsund Bandaríkjadali (600 þúsund í íslenskum krónum) eða senda hann í fimm ára fangelsi ef hann gæfi ekki upp lykilorðið að símanum sínum. Mads segist hafa á endanum samþykkt að hleypa þeim inn í símann og þeir fundið tvær myndir. Á annarri myndinni var búið að eiga við brjóstmynd af JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, þannig hann væri bæði sköllóttur og feitur. Grínmyndir af afskræmdum Vance fóru í dreifingu í mars eftir hitafund bandarískra ráðamanna með Selenskí Úkraínuforseta. Hin myndin var að sögn Mikkelsen af viðarpípu sem hann hafði búið til einhverjum árum fyrr. Hann hafi í kjölfarið varið spurður „spurninga um eiturlyfjasmygl, hryðjuverkaáform og öfgahægristefnu“ og síðan verið látinn gefa þeim blóðprufu. Mikkelsen játaði við starfsmennina að hafa reykt kannabis í tvö skipti, annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Nýju-Mexíkó. Þar sem neysla kannabis er lögleg á báðum stöðum taldi Mikkelsen að reykingarnar kæmu málinu ekki við. Nú virðist sem þessar játningar hans hafi komið honum í koll. Ekki liggur þó fyrir af hverju Mikkelsen var tekinn sérstaklega fyrir. Frá því Donald Trump tók við sem forseti hefur borið á fréttum af harðara landamæraeftirliti og fleiri fréttum af fólki sem er snúið við á landamærunum.
Bandaríkin Noregur Landamæri Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira