Kraftaverkakona sem þekkir Ísland út og inn Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2025 16:33 Lidija Stojkanovic hefur verið að gera magnaða hluti fyrir serbneskan fótbolta. Hún spilaði lengi hér á landi og þjálfaði einnig. FSS Serbneska landsliðið sem Ísland mætir á morgun, í generalprufunni fyrir EM kvenna í fótbolta, leikur undir stjórn „kraftaverkakonu“ sem bjó og starfaði lengi á Íslandi. Liðin mætast í Serbíu klukkan 17 að íslenskum tíma. Serbar hafa nefnilega skipt um þjálfara frá leikjunum við Ísland í fyrra, þegar Ísland vann samanlagt 3-2 í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Lidija Stojkanovic er nú tekin við Serbíu og ætti að vita allt um íslenskan fótbolta. Hún kom fyrst hingað til lands sem leikmaður hjá HK/Víkingi árið 2005 og lék hér um árabil, einnig með Fylki. Síðar varð hún svo þjálfari hjá HK/Víkingi og svo HK, síðast tímabilið 2023. Lidija Stojkanovic tekur í spaðann á Viggó Magnússyni, sem er pabbi Glódísar Perlu og sat í stjórn hjá HK/Víkingi, eftir að hafa samþykkt að verða aðstoðarþjálfari liðsins síðla árs 2013.hk.is Fimmta sæti á EM og upp í A-deild Þjóðadeildar Frá árinu 2016 hefur hún einnig þjálfað yngri landslið hjá Serbum og hjálpað þeim að ná algjörlega nýjum hæðum, til að mynda þegar U19-landsliðið náði 5. sæti á EM í fyrrasumar. Lidija tók svo við A-landsliðinu af Dragisa Zecevic undir lok síðasta árs og tókst í fyrstu tilraun að stýra Serbíu til sigurs í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar, fyrir ofan Ungverjaland, Hvíta-Rússland og fyrstu mótherja Íslands á EM í næstu viku; Finnland. Það þýðir að Serbía spilar í A-deild á næstu leiktíð, líkt og vonandi Ísland sem á eftir umspilsleiki við Norður-Írland í október. „Þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel“ „Við þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel. Þetta er mjög gott lið sem er komið inn í lokakeppni EM fimmta skiptið í röð. Þetta verður síðasti æfingaleikurinn þeirra fyrir Sviss. Við verðum að spila gegn svona liðum og hlökkum til,“ sagði Lidija við heimasíðu serbneska knattspyrnusambandsins. Leikur Serbíu og Íslands hefst klukkan 17 á morgun. Íslensku stelpurnar hafa verið við æfingar í Serbíu í þessari viku en fara svo yfir til Sviss á laugardaginn þar sem við tekur lokaundirbúningur fyrir EM. Fyrsti leikur þar er við Finna næsta miðvikudag. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Serbar hafa nefnilega skipt um þjálfara frá leikjunum við Ísland í fyrra, þegar Ísland vann samanlagt 3-2 í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. Lidija Stojkanovic er nú tekin við Serbíu og ætti að vita allt um íslenskan fótbolta. Hún kom fyrst hingað til lands sem leikmaður hjá HK/Víkingi árið 2005 og lék hér um árabil, einnig með Fylki. Síðar varð hún svo þjálfari hjá HK/Víkingi og svo HK, síðast tímabilið 2023. Lidija Stojkanovic tekur í spaðann á Viggó Magnússyni, sem er pabbi Glódísar Perlu og sat í stjórn hjá HK/Víkingi, eftir að hafa samþykkt að verða aðstoðarþjálfari liðsins síðla árs 2013.hk.is Fimmta sæti á EM og upp í A-deild Þjóðadeildar Frá árinu 2016 hefur hún einnig þjálfað yngri landslið hjá Serbum og hjálpað þeim að ná algjörlega nýjum hæðum, til að mynda þegar U19-landsliðið náði 5. sæti á EM í fyrrasumar. Lidija tók svo við A-landsliðinu af Dragisa Zecevic undir lok síðasta árs og tókst í fyrstu tilraun að stýra Serbíu til sigurs í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar, fyrir ofan Ungverjaland, Hvíta-Rússland og fyrstu mótherja Íslands á EM í næstu viku; Finnland. Það þýðir að Serbía spilar í A-deild á næstu leiktíð, líkt og vonandi Ísland sem á eftir umspilsleiki við Norður-Írland í október. „Þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel“ „Við þekkjum íslensku stelpurnar mjög vel. Þetta er mjög gott lið sem er komið inn í lokakeppni EM fimmta skiptið í röð. Þetta verður síðasti æfingaleikurinn þeirra fyrir Sviss. Við verðum að spila gegn svona liðum og hlökkum til,“ sagði Lidija við heimasíðu serbneska knattspyrnusambandsins. Leikur Serbíu og Íslands hefst klukkan 17 á morgun. Íslensku stelpurnar hafa verið við æfingar í Serbíu í þessari viku en fara svo yfir til Sviss á laugardaginn þar sem við tekur lokaundirbúningur fyrir EM. Fyrsti leikur þar er við Finna næsta miðvikudag.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti