„Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júní 2025 20:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/einar Formaður Miðflokksins segir nýjustu könnun Maskínu sýna að Flokkur fólksins sé á hverfandi hveli. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir niðurstöðuna skýra stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Miðflokkurinn er hástökkvari nýjustu könnunar Maskínu og bætir við sig rúmlega þremur prósentustigum. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og hefur aldrei mælst með hærra fylgi í Maskínukönnun. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala og er nú 17,3 prósent. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi og fylgi Viðreisnar dalar einnig. Lítil sem engin breyting er á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Ekki verið að ræða málin til gamans Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir innihaldsríka umræðu á þingi vera að skila sér. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt þó að maður passi sig að gleyma sér ekki í könnunum. Þetta er sterk vísbending um það sem við höfum fundið mjög sterkt. Það er aukinn meðbyr með okkur.“ Umræður langt fram á nótt og málflutningurinn hefur verið að borga sig? „Hugsanlega en það er vegna þess að fólk gerir sér grein fyrir að við erum ekki að ræða málin af gamni okkar. Þetta eru stórmál sem við höfum sterkar skoðanir á og mál sem varða til dæmis fullveldi landsins.“ Vísar orðum Ólafs til föðurhúsanna Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur minnihlutanum gjörsamlega hafa mistekist að bæta við sig fylgi heilt yfir og sakaði flokkana um tafarleika og málþóf. Sigmundur vísar því til föðurhúsanna. „Ólafur Þ. Harðarson er farinn að hafa mjög mikið fyrir því að gefa þær skýringar sem hann telur best henta sínum skjólstæðingum. Hann er farinn að teygja sig mjög langt eins og hann gerði í áhugaverðu viðtali á Bylgjunni í dag. Hann segir meira hvað honum langar að sjá en það sem blasir við.“ „Hann vill reyndar líka bera í bætiflokka fyrir Flokk fólksins. Segja þeim að vera rólegir, hafið ekki áhyggjur. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fólk er farið að sjá hvað það er lítið á bak við allar fullyrðingarnar. Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli sýnist mér,“ bætir Sigmundur við. Fólk sem er ánægt með málþóf laðist að Miðflokki Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir könnuna merki um að ríkisstjórnin standi styrkum fótum þrátt fyrir slæmt gengi Flokk fólksins. „Ég tel þetta vera mikla stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina, mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti frá hruni sem að ríkisstjórn mælist svona sterk sjö mánuðum eftir kosningar. Ef maður rýnir í gögn Maskínu þá hefur Flokkur fólksins oft mælst undir kjörfylgi og Samfylkingin reyndar oft mælst yfir kjörfylgi svo það eru oft alls konar hreyfingar í þessum könnunum.“ Spurður hvort það sé ástæða fyrir stjórnarflokkanna til að hafa áhyggjur af fylgisaukningu Miðflokksins svarar Guðmundur því neitandi. „Þetta er frekar tilfærsla á fylgi innan stjórnarandstöðunnar. Það virðist vera að Miðflokkurinn hafi verið í forystu þegar það kemur að þeim vinnubrögðum sem stjórnarandstaðan er í. Það er kannski eðlilegt að fólk sem er ánægt með málþóf og annað gefi sig upp á flokk sem hefur leitt þau vinnubrögð í þinginu. Fólk sem er kannski óánægt með ríkisstjórnina eða ánægt með stjórnarandstöðuna eru að gefa sig upp á flokk sem hefur tekið mesta forystu í stjórnarandstöðunni.“ Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Fleiri fréttir Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Sjá meira
Miðflokkurinn er hástökkvari nýjustu könnunar Maskínu og bætir við sig rúmlega þremur prósentustigum. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og hefur aldrei mælst með hærra fylgi í Maskínukönnun. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala og er nú 17,3 prósent. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi og fylgi Viðreisnar dalar einnig. Lítil sem engin breyting er á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Ekki verið að ræða málin til gamans Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir innihaldsríka umræðu á þingi vera að skila sér. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt þó að maður passi sig að gleyma sér ekki í könnunum. Þetta er sterk vísbending um það sem við höfum fundið mjög sterkt. Það er aukinn meðbyr með okkur.“ Umræður langt fram á nótt og málflutningurinn hefur verið að borga sig? „Hugsanlega en það er vegna þess að fólk gerir sér grein fyrir að við erum ekki að ræða málin af gamni okkar. Þetta eru stórmál sem við höfum sterkar skoðanir á og mál sem varða til dæmis fullveldi landsins.“ Vísar orðum Ólafs til föðurhúsanna Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur minnihlutanum gjörsamlega hafa mistekist að bæta við sig fylgi heilt yfir og sakaði flokkana um tafarleika og málþóf. Sigmundur vísar því til föðurhúsanna. „Ólafur Þ. Harðarson er farinn að hafa mjög mikið fyrir því að gefa þær skýringar sem hann telur best henta sínum skjólstæðingum. Hann er farinn að teygja sig mjög langt eins og hann gerði í áhugaverðu viðtali á Bylgjunni í dag. Hann segir meira hvað honum langar að sjá en það sem blasir við.“ „Hann vill reyndar líka bera í bætiflokka fyrir Flokk fólksins. Segja þeim að vera rólegir, hafið ekki áhyggjur. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fólk er farið að sjá hvað það er lítið á bak við allar fullyrðingarnar. Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli sýnist mér,“ bætir Sigmundur við. Fólk sem er ánægt með málþóf laðist að Miðflokki Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir könnuna merki um að ríkisstjórnin standi styrkum fótum þrátt fyrir slæmt gengi Flokk fólksins. „Ég tel þetta vera mikla stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina, mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti frá hruni sem að ríkisstjórn mælist svona sterk sjö mánuðum eftir kosningar. Ef maður rýnir í gögn Maskínu þá hefur Flokkur fólksins oft mælst undir kjörfylgi og Samfylkingin reyndar oft mælst yfir kjörfylgi svo það eru oft alls konar hreyfingar í þessum könnunum.“ Spurður hvort það sé ástæða fyrir stjórnarflokkanna til að hafa áhyggjur af fylgisaukningu Miðflokksins svarar Guðmundur því neitandi. „Þetta er frekar tilfærsla á fylgi innan stjórnarandstöðunnar. Það virðist vera að Miðflokkurinn hafi verið í forystu þegar það kemur að þeim vinnubrögðum sem stjórnarandstaðan er í. Það er kannski eðlilegt að fólk sem er ánægt með málþóf og annað gefi sig upp á flokk sem hefur leitt þau vinnubrögð í þinginu. Fólk sem er kannski óánægt með ríkisstjórnina eða ánægt með stjórnarandstöðuna eru að gefa sig upp á flokk sem hefur tekið mesta forystu í stjórnarandstöðunni.“
Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Fleiri fréttir Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Sjá meira