Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2025 14:52 Halldór Árnason segir Daniel Obbekjær ekki hafa hentað leikstíl Breiðabliks og hann sé of góður til að sitja á bekknum. vísir Daniel Obbekjær hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks og heldur nú aftur til Færeyja, þaðan sem hann kom fyrir ári síðan. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikstíl liðsins ekki hafa hentað honum og Daniel sé of góður miðvörður til að sitja bara á bekknum. Áhugaverður kostur sem bauðst óvænt Halldór segir Daniel hafa komið óvænt til liðsins rétt fyrir tímabilið í fyrra og leyst miðvarðarstöðuna óaðfinnanlega í leikjunum sem hann spilaði, en liðið þurfti að aðlaga leikstílinn að honum í þeim leikjum. „Daniel kemur til okkar í fyrra til að auka breiddina og ýta aðeins við Damir og Viktori. Kemur óvænt stuttu fyrir tímabilið og var áhugaverður kostur. Strákur sem hafði spilað tíu yngri landsleiki fyrir Dani, spilaði í dönsku úrvalsdeildinni sautján ára og hafði verið allra besti hafsentinn í Færeyjum árið áður [en hann kom til Breiðabliks.] Ekki alveg þessi týpiski Breiðabliksleikmaður en hafði samt mjög margt sem við töldum okkar getað nýtt og hann var frábær fyrir okkur í fyrra. Ekki í stóru hlutverki framan af en leysir leikina þegar Damir rófubeinsbrotnaði og gerði það bara óaðfinnanlega, en vissulega þurftum við aðeins að aðlaga liðið til að fá það besta út úr honum. Gerðum það í fjórum, fimm leikjum og hann átti ristastóran þátt í þessum Íslandsmeistaratitli“ sagði Halldór um danska miðvörðinn sem hefur nú skrifað undir hjá RSÍ Runavík. View this post on Instagram A post shared by NSÍ Runavík FC (@nsirunavikfc) Hentar ekki leikstílnum Daniel hefur lítið komið við sögu á þessu tímabili. Halldór segir hans eiginlega ekki hafa hentað leikstílnum sem liðið hefur lagt upp með á þessu tímabili. „Það er bara þannig að við erum orðnir töluvert öfgafyllri í því hversu hátt við erum með liðið og í maður á mann pressunni. Það er kannski ekki alveg hans leikur. Hann hefur verið mjög dýrmætur liðsfélagi og fagmaður frá því hann kom, en alltof góður leikmaður til að sitja bara á bekknum og spila ekki. Þannig að ég held að þetta sé bara fín lausn fyrir hann.“ Vel mannaðir í miðvarðastöðunum Breiðablik mun ekki koma til með að sakna Daniels mikið, enda miðjumenn frekar verið settir í miðvarðarstöðurnar fram yfir Daniel. „Við höfum spilað með Viktor Örn, Ásgeir Orra, Arnór Gauta og Anton Loga í hafsent og Daniel hefur verið á bekknum. Svo styttist í að Damir fái leikheimild… Leiðinlegt að missa Daniel sem liðsmann en hlutverkið var þannig að við komum kannski ekki til með að finna mikið fyrir því á vellinum“ sagði Halldór. Breiðablik heimsækir Stjörnuna í Garðabæ klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Sjá meira
Áhugaverður kostur sem bauðst óvænt Halldór segir Daniel hafa komið óvænt til liðsins rétt fyrir tímabilið í fyrra og leyst miðvarðarstöðuna óaðfinnanlega í leikjunum sem hann spilaði, en liðið þurfti að aðlaga leikstílinn að honum í þeim leikjum. „Daniel kemur til okkar í fyrra til að auka breiddina og ýta aðeins við Damir og Viktori. Kemur óvænt stuttu fyrir tímabilið og var áhugaverður kostur. Strákur sem hafði spilað tíu yngri landsleiki fyrir Dani, spilaði í dönsku úrvalsdeildinni sautján ára og hafði verið allra besti hafsentinn í Færeyjum árið áður [en hann kom til Breiðabliks.] Ekki alveg þessi týpiski Breiðabliksleikmaður en hafði samt mjög margt sem við töldum okkar getað nýtt og hann var frábær fyrir okkur í fyrra. Ekki í stóru hlutverki framan af en leysir leikina þegar Damir rófubeinsbrotnaði og gerði það bara óaðfinnanlega, en vissulega þurftum við aðeins að aðlaga liðið til að fá það besta út úr honum. Gerðum það í fjórum, fimm leikjum og hann átti ristastóran þátt í þessum Íslandsmeistaratitli“ sagði Halldór um danska miðvörðinn sem hefur nú skrifað undir hjá RSÍ Runavík. View this post on Instagram A post shared by NSÍ Runavík FC (@nsirunavikfc) Hentar ekki leikstílnum Daniel hefur lítið komið við sögu á þessu tímabili. Halldór segir hans eiginlega ekki hafa hentað leikstílnum sem liðið hefur lagt upp með á þessu tímabili. „Það er bara þannig að við erum orðnir töluvert öfgafyllri í því hversu hátt við erum með liðið og í maður á mann pressunni. Það er kannski ekki alveg hans leikur. Hann hefur verið mjög dýrmætur liðsfélagi og fagmaður frá því hann kom, en alltof góður leikmaður til að sitja bara á bekknum og spila ekki. Þannig að ég held að þetta sé bara fín lausn fyrir hann.“ Vel mannaðir í miðvarðastöðunum Breiðablik mun ekki koma til með að sakna Daniels mikið, enda miðjumenn frekar verið settir í miðvarðarstöðurnar fram yfir Daniel. „Við höfum spilað með Viktor Örn, Ásgeir Orra, Arnór Gauta og Anton Loga í hafsent og Daniel hefur verið á bekknum. Svo styttist í að Damir fái leikheimild… Leiðinlegt að missa Daniel sem liðsmann en hlutverkið var þannig að við komum kannski ekki til með að finna mikið fyrir því á vellinum“ sagði Halldór. Breiðablik heimsækir Stjörnuna í Garðabæ klukkan 19:15 í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Sjá meira