Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2025 15:31 Birgir var þingmaður í 21 ár en forseti Alþingis í þrjú ár. Myndin er tekin á síðasta þingfundinum sem hann stýrði. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson fyrrverandi forseti Alþingis hefur leyst út réttindi til málflutnings og gerir ráð fyrir að nýta sér þau. Í auglýsingu sýslumanns sem gefin var út í dag segir að embættið hafi afhent Birgi réttindi sín til málflutnings og þau séu nú virk. Birgir gaf ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í nóvember í fyrra eftir 21 ár á þingi. Í samtali við fréttastofu sagðist hann þá lengi hafa íhugað að gefa ekki kost á sér á ný. „Ég er búin að leysa út réttindin og geri ráð fyrir að nota þau í framtíðinni en ætla ekki að segja meira um það á þessu stigi. Maður er að stíga skref fyrir skref inn í nýja tilveru eftir langan tíma í pólitík,“ segir Birgir í samtali við blaðamann. Hvað hann hyggst gera með réttindin muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Það er alltaf eitthvað spennandi. Þetta er ný tilvera og það er gaman mjög gaman að því.“ Þótti komið gott Athygli vakti síðasta haust þegar Birgir greindi frá því að hann ætlaði ekki að sækjast eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar. „Ég hef reyndar verið þeirrar skoðunar að það sé aldrei sjálfgefið að maður fari í framboð til Alþingis en hef engu að síður gert það sjö sinnum. Ég hef alltaf þurft að hugsa mig um í hvert skipti,“ sagði Birgir í október. „Fyrstu viðbrögð hjá mér voru einhvern veginn þau að taka bara slaginn áfram. En svo hins vegar liðu einhverjir dagar og þá fór maður að velta fyrir sér, út frá manns eigin forsendum, hvort að hugsanlega væri þetta komið gott eftir 21 ár á Alþingi og núna síðustu þrjú árin sem forseti Alþingis.“ Lögmennska Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. 27. október 2024 13:40 Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. 26. október 2024 18:07 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Í auglýsingu sýslumanns sem gefin var út í dag segir að embættið hafi afhent Birgi réttindi sín til málflutnings og þau séu nú virk. Birgir gaf ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í nóvember í fyrra eftir 21 ár á þingi. Í samtali við fréttastofu sagðist hann þá lengi hafa íhugað að gefa ekki kost á sér á ný. „Ég er búin að leysa út réttindin og geri ráð fyrir að nota þau í framtíðinni en ætla ekki að segja meira um það á þessu stigi. Maður er að stíga skref fyrir skref inn í nýja tilveru eftir langan tíma í pólitík,“ segir Birgir í samtali við blaðamann. Hvað hann hyggst gera með réttindin muni skýrast á næstu dögum og vikum. „Það er alltaf eitthvað spennandi. Þetta er ný tilvera og það er gaman mjög gaman að því.“ Þótti komið gott Athygli vakti síðasta haust þegar Birgir greindi frá því að hann ætlaði ekki að sækjast eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar. „Ég hef reyndar verið þeirrar skoðunar að það sé aldrei sjálfgefið að maður fari í framboð til Alþingis en hef engu að síður gert það sjö sinnum. Ég hef alltaf þurft að hugsa mig um í hvert skipti,“ sagði Birgir í október. „Fyrstu viðbrögð hjá mér voru einhvern veginn þau að taka bara slaginn áfram. En svo hins vegar liðu einhverjir dagar og þá fór maður að velta fyrir sér, út frá manns eigin forsendum, hvort að hugsanlega væri þetta komið gott eftir 21 ár á Alþingi og núna síðustu þrjú árin sem forseti Alþingis.“
Lögmennska Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. 27. október 2024 13:40 Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. 26. október 2024 18:07 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. 27. október 2024 13:40
Birgir Ármannsson gefur ekki kost á sér Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis, gefur ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar 30. nóvember. Hann hefur ákveðið að draga sig út úr framlínu stjórnmálanna. Vika er síðan Birgir tjáði Vísi að hann stefndi á áframhaldandi þingsetu. 26. október 2024 18:07