Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 18:08 Útisvæði leikskólans. Aðsend Nýr leikskóli hefur verið opnaður í Helgafellslandi í Mosfellsbæ sem hefur fengið nafnið Sumarhús. Leikskólinn er fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára og rúmar 150 börn. Bæjarstjóri segir opnunina mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. Í tilkynningu er greint frá því að opnun leikskólans sé stór og mikilvægur áfangi í bættri þjónustu við börn og fjölskyldur í sveitarfélaginu. Leikskólinn sé sérstaklega hannaður og byggður með þarfir barna og starfsfólks að leiðarljósi. Greint er frá því að frá hausti muni um 60 börn ásamt starfsfólki frá leikskólanum Hlaðhömrum dvelja tímabundið í Sumarhúsum meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir Hlaðhamra, sem varð að loka í vetur vegna skemmda á húsnæði. Frá vinstri: Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri Sumarhúsa, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Magnús Þór Magnússon framkvæmdastjóri Aleflis, Aldís Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og formaður fræðslu- og frístundaráðs, og Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri Hlaðhamra.Aðsend Heilsustefnan leiðarljós skólastarfsins Í tilkynningu segir enn fremur að starf Sumarhúsa byggi á Heilsustefnunni, þar sem áhersla er lögð á næringu, hreyfingu og sköpun í leik. „Við hlökkum mikið til að taka á móti þeim börnum sem hefja skólagöngu sína í Sumarhúsum að loknu sumarleyfi. Jafnframt verður spennandi að sjá starfið þróast og dafna og leikskólann verða einn af máttarstólpunum í skólasamfélagi Mosfellsbæjar,“ er haft eftir Berglindi Grétarsdóttur leikskólastjóra í Sumarhúsum. Leiksvæði.Aðsend „Sumarhús er í nýju og sérhönnuðu húsnæði í Helgafellslandi sem er í senn bjart, nútímalegt og vistvænt. Hugmyndafræðin að baki hönnun húsnæðisins er að leikskólinn verði hagkvæmur í rekstri, að hljóðvist, lýsing og loftgæði verði sem best og byggingin í heild sinni falli þannig að umhverfi sínu að auðvelt sé að tengja saman skólastarf, náttúru, umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningu. „Það voru Kanon arkitektar sem sáu um hönnun hússins, verkfræðihönnun var í höndum Teknik ehf. og VSÓ ráðgjöf sá um byggingarstjórnun. Verktakafyrirtækið Alefli ehf. sá um byggingu leikskólans og gekk vinnan það vel að verktakinn skilaði húsnæðinu af sér fyrir áætluð verklok.“ Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri.Aðsend Tímamót fyrir Mosfellsbæ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir daginn marka mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. „Við erum einstaklega ánægð með samvinnu við verktakafyrirtækið Alefli sem hefur staðið við allar tímasetningar og skilar af sér glæsilegu verki.“ „Með opnun Sumarhúsa er stigið stórt og mikilvægt skref í að fjölga leikskólarýmum og efla þjónustu við yngsu íbúa bæjarins og halda þannig áfram að gefa börnum allt frá 12 mánaða aldri kost á leikskólaplássi,“ er haft eftir Regínu. Skóla- og menntamál Leikskólar Mosfellsbær Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Í tilkynningu er greint frá því að opnun leikskólans sé stór og mikilvægur áfangi í bættri þjónustu við börn og fjölskyldur í sveitarfélaginu. Leikskólinn sé sérstaklega hannaður og byggður með þarfir barna og starfsfólks að leiðarljósi. Greint er frá því að frá hausti muni um 60 börn ásamt starfsfólki frá leikskólanum Hlaðhömrum dvelja tímabundið í Sumarhúsum meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir Hlaðhamra, sem varð að loka í vetur vegna skemmda á húsnæði. Frá vinstri: Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri Sumarhúsa, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Magnús Þór Magnússon framkvæmdastjóri Aleflis, Aldís Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og formaður fræðslu- og frístundaráðs, og Sveinbjörg Davíðsdóttir leikskólastjóri Hlaðhamra.Aðsend Heilsustefnan leiðarljós skólastarfsins Í tilkynningu segir enn fremur að starf Sumarhúsa byggi á Heilsustefnunni, þar sem áhersla er lögð á næringu, hreyfingu og sköpun í leik. „Við hlökkum mikið til að taka á móti þeim börnum sem hefja skólagöngu sína í Sumarhúsum að loknu sumarleyfi. Jafnframt verður spennandi að sjá starfið þróast og dafna og leikskólann verða einn af máttarstólpunum í skólasamfélagi Mosfellsbæjar,“ er haft eftir Berglindi Grétarsdóttur leikskólastjóra í Sumarhúsum. Leiksvæði.Aðsend „Sumarhús er í nýju og sérhönnuðu húsnæði í Helgafellslandi sem er í senn bjart, nútímalegt og vistvænt. Hugmyndafræðin að baki hönnun húsnæðisins er að leikskólinn verði hagkvæmur í rekstri, að hljóðvist, lýsing og loftgæði verði sem best og byggingin í heild sinni falli þannig að umhverfi sínu að auðvelt sé að tengja saman skólastarf, náttúru, umhverfi og samfélag,“ segir í tilkynningu. „Það voru Kanon arkitektar sem sáu um hönnun hússins, verkfræðihönnun var í höndum Teknik ehf. og VSÓ ráðgjöf sá um byggingarstjórnun. Verktakafyrirtækið Alefli ehf. sá um byggingu leikskólans og gekk vinnan það vel að verktakinn skilaði húsnæðinu af sér fyrir áætluð verklok.“ Berglind Grétarsdóttir leikskólastjóri.Aðsend Tímamót fyrir Mosfellsbæ Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir daginn marka mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. „Við erum einstaklega ánægð með samvinnu við verktakafyrirtækið Alefli sem hefur staðið við allar tímasetningar og skilar af sér glæsilegu verki.“ „Með opnun Sumarhúsa er stigið stórt og mikilvægt skref í að fjölga leikskólarýmum og efla þjónustu við yngsu íbúa bæjarins og halda þannig áfram að gefa börnum allt frá 12 mánaða aldri kost á leikskólaplássi,“ er haft eftir Regínu.
Skóla- og menntamál Leikskólar Mosfellsbær Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira