Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ Árni Gísli Magnússon skrifar 27. júní 2025 21:30 Srdjan Tufegdzic er þjálfari Valsmanna og hann ætlar ekki að rífast við Óskar Hrafn Þorvaldsson í fjölmiðlum. Vísir/Pawel Valur vann öruggan 5-2 útisigur á KA í þrettándu umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Gestirnir komust snemma í tveggja marka forystu áður en KA minnkaði muninn rétt fyrir hálfleiksflautið. Valsmenn gengu svo á lagið í síðari hálfleik og kláraðu leikinn örugglega. Srdjan Tufegdzic, eða Túfa, þjálfari Vals var sáttur með sigur gegn sínu gamla félagi. „Mjög sáttur. Rosalega erfiður útivöllur og það koma ekki mörg lið hér til Akureyrar og skora fimm mörk og eiga svona frammistöðu eins og við áttum í dag og bara mjög ánægður með strákana mína.“ Valsmenn komust snemma leiks í 2-0 en KA minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Valur hefði þó auðveldlega geta verið með stærri forystu í hálfleik en Túfa var ósáttari að hafa fengið mark á sig en færin sem fóru forgörðum. Með góða stjórn og góð orka í liðinu „Ég var bara ósáttur að við leyfum þeim að fá mark hérna í lok fyrri hálfleiks þegar við vorum með mjög flotta frammistöðu í rauninni frá upphafi til enda hérna í hálfleik og fengum veit ekki hvað mörg skot í stöng og bara með góða stjórn og góð orka í liðinu. Svekkjandi var í rauninni að fá þetta mark, ekki að við vorum ekki að skora fleiri, en enn og aftur ég vissi að KA menn gefast ekki upp og þeir byrja seinni hálfleik betri en við og bara hörkuleikur svona fyrstu 10-15 mínútur þangað til við skorum þriðja markið sem í rauninni bara klárar leikinn“ Valur hefur náð í 5 sigra í síðustu 6 leikjum og segir Túfa marga þætti spila inn í gott gengi liðsins. „Bara mikil orka í liðinu, erum að leggja hart að okkur og búnir að gera það í allan vetur, svo inn á milli koma alltaf svona tapleikir sem slógu okkur aldrei af laginu og við erum að halda okkar striki áfram og þannig verður það bara á meðan ég er hér og menn eru að uppskera núna fyrir alla vinnuna sem þeir hafa unnið. Enn og aftur bara mjög glaður í dag en það er bara leikur á þriðjudaginn, undanúrslit í bikarnum, mikið undir, mikið í húfi og við þurfum í rauninni bara að byrja endurheimt í dag fyrir norðan og svo bara keyra heim til Reykjavíkur.“ Ekkert að svara Óskari Hrafni Valur hefur nú skorað 11 mörk í síðustu tveimur leikjum eftir 6-1 sigur á móti KR og svo 5-2 sigur á móti KA í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, sagði í viðtali eftir leikinn við Val að Valur hefði ekki gert neina tilraun til að spila fótbolta í leiknum. Túfa var því næst spurður hvort honum fyndist þau ummæli eiga rétt á sér. „Ég er bara ekkert að svara Óskari Hrafni eða einhverjum öðrum, ég held að það eina sem ég geti sagt er að ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“, sagði Túfa að endingu og þakkaði fyrir sig. Besta deild karla KA Valur Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Sjá meira
Srdjan Tufegdzic, eða Túfa, þjálfari Vals var sáttur með sigur gegn sínu gamla félagi. „Mjög sáttur. Rosalega erfiður útivöllur og það koma ekki mörg lið hér til Akureyrar og skora fimm mörk og eiga svona frammistöðu eins og við áttum í dag og bara mjög ánægður með strákana mína.“ Valsmenn komust snemma leiks í 2-0 en KA minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Valur hefði þó auðveldlega geta verið með stærri forystu í hálfleik en Túfa var ósáttari að hafa fengið mark á sig en færin sem fóru forgörðum. Með góða stjórn og góð orka í liðinu „Ég var bara ósáttur að við leyfum þeim að fá mark hérna í lok fyrri hálfleiks þegar við vorum með mjög flotta frammistöðu í rauninni frá upphafi til enda hérna í hálfleik og fengum veit ekki hvað mörg skot í stöng og bara með góða stjórn og góð orka í liðinu. Svekkjandi var í rauninni að fá þetta mark, ekki að við vorum ekki að skora fleiri, en enn og aftur ég vissi að KA menn gefast ekki upp og þeir byrja seinni hálfleik betri en við og bara hörkuleikur svona fyrstu 10-15 mínútur þangað til við skorum þriðja markið sem í rauninni bara klárar leikinn“ Valur hefur náð í 5 sigra í síðustu 6 leikjum og segir Túfa marga þætti spila inn í gott gengi liðsins. „Bara mikil orka í liðinu, erum að leggja hart að okkur og búnir að gera það í allan vetur, svo inn á milli koma alltaf svona tapleikir sem slógu okkur aldrei af laginu og við erum að halda okkar striki áfram og þannig verður það bara á meðan ég er hér og menn eru að uppskera núna fyrir alla vinnuna sem þeir hafa unnið. Enn og aftur bara mjög glaður í dag en það er bara leikur á þriðjudaginn, undanúrslit í bikarnum, mikið undir, mikið í húfi og við þurfum í rauninni bara að byrja endurheimt í dag fyrir norðan og svo bara keyra heim til Reykjavíkur.“ Ekkert að svara Óskari Hrafni Valur hefur nú skorað 11 mörk í síðustu tveimur leikjum eftir 6-1 sigur á móti KR og svo 5-2 sigur á móti KA í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, sagði í viðtali eftir leikinn við Val að Valur hefði ekki gert neina tilraun til að spila fótbolta í leiknum. Túfa var því næst spurður hvort honum fyndist þau ummæli eiga rétt á sér. „Ég er bara ekkert að svara Óskari Hrafni eða einhverjum öðrum, ég held að það eina sem ég geti sagt er að ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“, sagði Túfa að endingu og þakkaði fyrir sig.
Besta deild karla KA Valur Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Sjá meira