Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 23:40 Gunnar Smári Egilsson var aðalmótorinn í Sósíalistaflokki Íslands fram að hallarbyltingunni á aðalfundi flokksins í maí. Vísir/Anton Brink Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sent tölvupóst til félaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algerlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Einnig vilji hún rukka nýja stjórn afturvirkt um endurreiknað markaðsverð leigu fyrir húsnæði flokksins, og krefjist þess að ný stjórn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi. Í tölvupóstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem skilja má sem svo að hafi haldið utan um rekstur Sósíalistaflokksins, sýslað með peninga flokksins og borgað meðal annars fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti skuggastjórn fyrrverandi stjórnenda flokksins. Sagt er að fyrrverandi stjórn flokksins hafi boðað aðalfund, sem ný stjórn segir ólöglegan, í Vorstjörnunni á mánudaginn næstkomandi. Fullyrt er að fyrir liggi hótanir fyrrverandi stjórnar um að nema á brott fjármagn flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði. „Við munum ekki leyfa því að gerast,“ segir ný stjórn í tölvupóstinum. Höfnuðu sáttarboði nýrrar stjórnar Enn fremur segir að fyrrverandi framkvæmdastjórn hafi hafnað sáttarboði nýju stjórnarinnar, sem ný stjórn bauð þeirri gömlu með milligöngu lögfræðinga. „Þar var þess krafist að peningum sem teknir voru í óleyfi af reikningum flokksins eftir aðalfund yrði skilað. Að öðru leyti myndi Vorstjarnan áfram borga leigu húsnæðisins og engir frekari eftirmálar yrðu af málinu.“ „Þess í stað hafa þau meðal annars krafist þess að flokkurinn greiði Vorstjörnunni hátt í 20 milljónir af ríkisstyrk flokksins og dráttarvexti, að flokkurinn borgi endurreiknað „markaðsverð“ leigu „afturvirkt“ og loks að „SÍ rými húsnæðið fyrir 15. júlí nk,“ segir í tölvupóstinum. Þá segir að fyrrverandi stjórn ætli að „tæma algerlega alla sjóði flokksins, hlaupa á burt með þá undir sinni skuggastjórn og gera flokkinn heimilislausan.“ Nýkjörin stjórn flokksins segist ekki taka þetta í mál og hvetur alla félaga til að mæta á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar 30. júní næstkomandi. Leigan hækki afturvirkt úr 217.500 í 930.000 Kröfur Vorstjörnunnar á hendur nýrri stjórn flokksins eru tíundaðar í bréfi sem lögfræðingur Vorstjörnunnar sendi flokknum. Þess er krafist að flokkurinn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi, og reyni ekki yfirtöku á húsnæðinu með neinum hætti. Einnig er þess krafist að látið verði þegar við undirritun samkomulags af persónuárásum og skætingi milli fylkinga í fjölmiðlum og „fasbók.“ Í bréfinu segir að náist ekki samkomulag um skiptingu fjár og eigna verði hugsanlegar kröfur Vorstjörnunnar á hendur Sósíalistaflokknum meðal annars þær að mánaðarlegt leiguframlag flokksins til Vorstjörnunnar hækki afturvirkt úr 217,500 þúsundum í 930,000 á mánuði afturvirkt, með vísan til markaðsverðs, forsendubrests og 36. greinar samningalaga. Bréf Vorstjörnunnar til nýrrar stjórnar Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08 Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09 Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Í tölvupóstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem skilja má sem svo að hafi haldið utan um rekstur Sósíalistaflokksins, sýslað með peninga flokksins og borgað meðal annars fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti skuggastjórn fyrrverandi stjórnenda flokksins. Sagt er að fyrrverandi stjórn flokksins hafi boðað aðalfund, sem ný stjórn segir ólöglegan, í Vorstjörnunni á mánudaginn næstkomandi. Fullyrt er að fyrir liggi hótanir fyrrverandi stjórnar um að nema á brott fjármagn flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði. „Við munum ekki leyfa því að gerast,“ segir ný stjórn í tölvupóstinum. Höfnuðu sáttarboði nýrrar stjórnar Enn fremur segir að fyrrverandi framkvæmdastjórn hafi hafnað sáttarboði nýju stjórnarinnar, sem ný stjórn bauð þeirri gömlu með milligöngu lögfræðinga. „Þar var þess krafist að peningum sem teknir voru í óleyfi af reikningum flokksins eftir aðalfund yrði skilað. Að öðru leyti myndi Vorstjarnan áfram borga leigu húsnæðisins og engir frekari eftirmálar yrðu af málinu.“ „Þess í stað hafa þau meðal annars krafist þess að flokkurinn greiði Vorstjörnunni hátt í 20 milljónir af ríkisstyrk flokksins og dráttarvexti, að flokkurinn borgi endurreiknað „markaðsverð“ leigu „afturvirkt“ og loks að „SÍ rými húsnæðið fyrir 15. júlí nk,“ segir í tölvupóstinum. Þá segir að fyrrverandi stjórn ætli að „tæma algerlega alla sjóði flokksins, hlaupa á burt með þá undir sinni skuggastjórn og gera flokkinn heimilislausan.“ Nýkjörin stjórn flokksins segist ekki taka þetta í mál og hvetur alla félaga til að mæta á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar 30. júní næstkomandi. Leigan hækki afturvirkt úr 217.500 í 930.000 Kröfur Vorstjörnunnar á hendur nýrri stjórn flokksins eru tíundaðar í bréfi sem lögfræðingur Vorstjörnunnar sendi flokknum. Þess er krafist að flokkurinn rými húsnæðið fyrir 15. júlí næstkomandi, og reyni ekki yfirtöku á húsnæðinu með neinum hætti. Einnig er þess krafist að látið verði þegar við undirritun samkomulags af persónuárásum og skætingi milli fylkinga í fjölmiðlum og „fasbók.“ Í bréfinu segir að náist ekki samkomulag um skiptingu fjár og eigna verði hugsanlegar kröfur Vorstjörnunnar á hendur Sósíalistaflokknum meðal annars þær að mánaðarlegt leiguframlag flokksins til Vorstjörnunnar hækki afturvirkt úr 217,500 þúsundum í 930,000 á mánuði afturvirkt, með vísan til markaðsverðs, forsendubrests og 36. greinar samningalaga. Bréf Vorstjörnunnar til nýrrar stjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08 Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09 Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08
Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09
Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04