Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2025 11:33 Það var mjög gaman hjá stelpunum okkar eftir sigurinn á Serbum í gærkvöldi. @footballiceland Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var búið að spila tíu leiki í röð án sigurs þegar liðið vann langþráðan sigur á Serbum í gærkvöldi. Íslensku stelpurnar unnu 3-1 sigur á Serbiu í þessum lokaleik sínum fyrir EM og fögnuðu þar með sínum fyrsta sigri í 346 daga eða síðan 16. júlí 2024. Það má skyggnast á bak við tjöldin í leiknum í gær á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambandsins. Þar er sýnt frá klefanum fyrir leikinn, upphitun, mörkin þrjú sjást frá öðru sjónarhorni og þá má heyra Þorstein Halldórsson tala við stelpurnar bæði fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. „Keyrum á þetta og f-g vinnum þennan leik,“ voru lokaorð Þorsteins fyrir leik. Það virkaði vel enda voru stelpurnar komnar í 2-0 eftir fimm mínútna leik. Ingibjörg Sigurðardóttir kveikti líka í sínum stelpum í hringnum inn í klefa. „Við ætlum að taka þennan leik hundrað prósent og vinna hann. Við vitum hvað við erum góðar í og hvenær við erum bestar en það er þegar það er góð orka og við erum að gera það sem við erum góðar í. Vinnum þennan f-g leik,“ sagði Ingibjörg. Það var gríðarlega heitt á meðan leiknum stóð og stelpurnar notuðu hvert tækifæri til að kæla sig í hálfleiknum. „Sigur er það er það sem þetta snýst um núna. Áfram svona. Frábær fyrri hálfleikur. Margt jákvætt. Við sköpuðum okkur fullt af færum í þessum leik. Það eru búnir að vera frábærir dagar hérna og við ætlum að halda áfram að hafa þetta frábæra daga,“ sagði Þorsteinn eftir leik. Það má líka sjá að það var mikið stuð í íslenska klefanum eftir leikinn en stelpurnar okkar dönsuðu af gleði eftir þennan langþráða sigur. Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega myndband um þennan lífsnauðsynlega sigur fyrir stelpurnar okkar í generalprufunni fyrir EM í Sviss. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira
Íslensku stelpurnar unnu 3-1 sigur á Serbiu í þessum lokaleik sínum fyrir EM og fögnuðu þar með sínum fyrsta sigri í 346 daga eða síðan 16. júlí 2024. Það má skyggnast á bak við tjöldin í leiknum í gær á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambandsins. Þar er sýnt frá klefanum fyrir leikinn, upphitun, mörkin þrjú sjást frá öðru sjónarhorni og þá má heyra Þorstein Halldórsson tala við stelpurnar bæði fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. „Keyrum á þetta og f-g vinnum þennan leik,“ voru lokaorð Þorsteins fyrir leik. Það virkaði vel enda voru stelpurnar komnar í 2-0 eftir fimm mínútna leik. Ingibjörg Sigurðardóttir kveikti líka í sínum stelpum í hringnum inn í klefa. „Við ætlum að taka þennan leik hundrað prósent og vinna hann. Við vitum hvað við erum góðar í og hvenær við erum bestar en það er þegar það er góð orka og við erum að gera það sem við erum góðar í. Vinnum þennan f-g leik,“ sagði Ingibjörg. Það var gríðarlega heitt á meðan leiknum stóð og stelpurnar notuðu hvert tækifæri til að kæla sig í hálfleiknum. „Sigur er það er það sem þetta snýst um núna. Áfram svona. Frábær fyrri hálfleikur. Margt jákvætt. Við sköpuðum okkur fullt af færum í þessum leik. Það eru búnir að vera frábærir dagar hérna og við ætlum að halda áfram að hafa þetta frábæra daga,“ sagði Þorsteinn eftir leik. Það má líka sjá að það var mikið stuð í íslenska klefanum eftir leikinn en stelpurnar okkar dönsuðu af gleði eftir þennan langþráða sigur. Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega myndband um þennan lífsnauðsynlega sigur fyrir stelpurnar okkar í generalprufunni fyrir EM í Sviss. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Sjá meira